Morgunblaðið - 25.09.2014, Page 8

Morgunblaðið - 25.09.2014, Page 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Á því fiskveiðiári sem hófst 1. september voru 376.026 þorskgildistonn til skipt- anna en um 378.828 tonn á síðasta ári. Breytingar á milli ára eru því ekki miklar. Á vefsetri Fiski- stofu sem hefur umsjón með kvóta- málum og sinnir stjórnsýslu og eft- irliti með sjávarútvegi, stendur úthlutun í þorski nánast í stað. Eykst um 600 tonn og nemur rúm- lega 171.800 tonnum. Ýsukvótinn dregst enn saman úr 30 þúsund tonnum í fyrra í rúm 24 þúsund tonn í ár. Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá út- hlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er. Eru þær tölur á líku róli og í fyrra. Alls fá 459 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað veiðiheimildum nú eða um þrjátíu færri en í fyrra. Mest fær HB Grandi, líkt og í fyrra, eða 10,7% af heild. Næst kem- ur Samherji með 6% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár. Togurum fækkar Mestan kvóta í þorskígildistonnum fá skip með heimahöfn í Reykjavík eða 13,0% af. Grindavíkurskip eru í öðru sæti og eru með 10,5% af heild- inni. Hlutur þeirra eykst lítið eitt milli ára, sem dugar þó til þess að fella Vestmannaeyjaskip úr öðru sæti, en Eyjar hafa um langt skeið verið 3. kvótahæsti staðurinn. Smábátar með aflamark og króka- aflamark sem fá úthlutað aflamarki eru nú 393 en voru 441 áður. Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 24 milli ára og eru nú 258. Togurum fækkar um 5, eru nú 50 og fá tæp 200 þúsund tonn af því heildar- aflamarki sem úthlutað var að þessu sinni. Aflamarksskip fá 190 þúsund tonn. sbs@mbl.is Reykjavík og Grindavík í efstu sætum Alls 376.026 þorskgildistonn voru til skiptanna á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september. Í bolfiski eru heimildir í ýsunni minni en þorskkvótinn nánast sá sami og í fyrra. Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað um 86% af því aflamarki sem úthlutað er. Útgerð: 4.022.201 Heimahöfn: Hnífsdalur Þorskígt. kg: 4.022.201 Páll Pálsson ÍS Útgerð: Steinunn ehf. Heimahöfn: Ólafsvík Þorskígt. kg: 1.084.622 Steinunn SH Útgerð: Birnir ehf. Heimahöfn: Bolungarvík Þorskígt. kg: 143.996 Valbjörn ÍS Útgerð: HB-Grandi Heimahöfn: Reykjavík Þorskígt. kg: 5.274.772 Ásbjörn RE Útgerð: Útgerðarfélagið Guð- mundur ehf. Heimahöfn: Ólafsvík Þorskígt. kg: 11.960 Guðmundur Jensson SH Útgerð: Dala-Rafn ehf. Heimahöfn: Hraðfrystihús Hellissands hf. Þorskígt. kg: 1.330.140 Rifsnes SH Útgerð: Dala-Rafn ehf. Heimahöfn: Vestmannaeyjar Þorskígt. kg: 1.491.564 Dala-Rafn VE Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigling Skinney-Þinganes er er stórt sjávarútvegsfyrirtækjum. Hér sést eitt af skipum félagsins, Skinney SF, taka stímið Skinney SF Útgerð: Skinney-Þinganes Heimahöfn: Höfn Þorskígt. kg: 2.682.674

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.