Morgunblaðið - 25.09.2014, Page 15

Morgunblaðið - 25.09.2014, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15 Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími 415 4000 Opnunartímar: Mánudag - fimmtudag kl. 8:00-17:30, föstudaga kl. 8:00-17:00 MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR SJÁVARÚTVEGINN KOMDU VIÐ Í BÁSNUM OKKAR E20 OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ SMUROLÍUR OG SMUREFNI notar svokallað vaxblek til að prenta beint á hvers kyns yfirborð. Fyrir við- skiptavininn hefur þetta töluvert hag- ræði borið saman við að merkja kass- ana með límmiðum. Þessi tækni þýðir að minna þarf af vélbúnaði við pökkun og rekstrarkostnaður er lægri þegar sleppa má límmiðunum.“ Umhverfisvænir og sterkir Framfarir eiga sér líka stað í umbúð- unum og kössunum sjálfum. „Þróunin hefur verið mjög áhugaverð í kössum úr polypropylene-efni og CoolSeal- kassarnir koma þar mjög sterkt inn. Upphaflega voru þessir kassar hann- aðir sérstaklega með ferskfisk í huga en komið hefur í ljós að þeir henta mjög vel undir önnur matvæli. Eru kassarnir úr endingargóðu efni sem er einnig endurvinnanlegt. Þetta eru léttir kassar, taka ekki mikið pláss, og halda vel eiginleikum sínum þótt inni- haldið sé blautt og frosið.“ Tækniframfarir þýða líka að æ auð- veldara og ódýrara verður að gera um- búðirnar fallegar og frambærilegar. Segir Guðmundur alveg óþarft í dag að fyrirtæki pakki vörunni sinni í litlausar og ljótar umbúðir. „Það styttist í að hægt verði að prenta í litum beint á pakkningarnar, en þangað til reynist stafræn prentun vel til að gera fallega límmiða og pökkunarfilmur í öllum regnbogans litum. Við aðstoðum við- skiptavini við hönnunina ef þess er óskað og hjálpum þeim að gera um- búðir sem eftir er tekið.“ Lítið upplag enginn vandi Stafræna prentunartæknin kemur sér alveg sérstaklega vel fyrir smærri framleiðendur. „Umbúðaprentun með gamla laginu var mjög kostn- aðarsöm nema prentað væri í mjög stóru upplagi. Með stafrænni prentun er hægt að framleiða umbúðir og merkingar á hagkvæman hátt í mun minna magni.“ Guðmundur nefnir jafnframt að framleiðendur matvæla verði að gæta þesss að vanda valið á umbúðum. „Kröfurnar eru stöðugt að aukast um að hvert einasta skref í ferlinu frá veiðum til neytanda sé samkvæmt viðurkenndum ferlum með vottuðum vörum. Gildir það líka um umbúð- irnar, sem verða helst að hafa tilhlýði- legar vottanir svo varan sé gjaldgeng á erlendum mörkuðum.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Innpakkað Brettavafningslína hjá HB Granda. Sjálfvirk tæki pakka öllu rækilega og inn og á regulegan hátt, verndar vöruna og sparar mörg handtök.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.