Morgunblaðið - 25.09.2014, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ
K
ári Borgar Ásgrímsson er einn af þessum
mönnum sem virðast fæddir til að
stunda sjóinn. Hann var á níunda ári
þegar hann fyrst fór í túra með föður
sínum og frá fjórtán ára aldri hefur Kári starfað
óslitið sem sjómaður.
Hann rær nú á línubátnum Glettingi NS-100
en gerir út tvo báta til viðbótar frá Borgarfirði
eystri og er með sex til sjö manns á launaskrá.
Segist hann vilja nota tækifærið og auglýsa eftir
skipstjóra á nýjasta bátinn. „Okkur vantar ungt
og duglegt fólk hingað og tækjum vel á móti
því.“
Kári fagnaði fimmtugsafmæli sínu á dögunum
og eru árin á sjónum því komin yfir þriðja tug.
„Strax sem barn var ég ákveðinn í að stunda sjó-
inn. Ég vissi alla tíð að ég myndi verða sjómað-
ur,“ segir Kári og upplýsir að hann hafi lítið
fengist við önnur störf, nema þá helst í sjálf-
boðavinnu.
Truflunin meiri á togurum
Kári kveðst aldrei hafa orðið þreyttur á starfinu
og gæti hugsað sér fátt betra en að stunda fisk-
veiðar þangað til hann geispar golunni. „Ég held
það séu frekar þeir sem starfa á stóru skipunum
sem þreytast fyrr á sjómennskunni, því þar eru
túrarnir lengri og álagið af öðrum toga. Að veiða
á trillu þýðir minni truflun á heimilislífinu og
vinnudagurinn oft þægilegri. Er siglt af stað árla
morguns, kannski um klukkan sex, og svo komið
aftur að landi síðdegis, um þrjú-fjögurleytið.“
Ekki er heldur að heyra á Kára að hann óttist
hafið eða veðurguðina og breytir þar engu um að
þegar hann var ungur snáði missti hann föður
sinn í sjóslysi. „Ég held ég hafi oftar komist í
hann krappan í landi en úti á sjó,“ segir hann.
Talið berst út í öryggismál og tækniframfar-
irnar sem Kári hefur orðið vitni að á löngum
ferli. Hans fyrsti bátur var þriggja tonna trébát-
ur þar sem áttaviti og dýptarmælir voru einu
siglingatækin, en Kári stýrir í dag fimmtán tonna
hraðfiskibát með öflugum og nýtískulegum tækj-
um sem tala við gervihnetti og vakta bæði veður-
far og sjávarbotninn. „Það liggur við að báturinn
sé ósökkvandi og tæknin léttir mjög starfið.“
Þessi misserin er dóttir Kára honum til halds
og trausts við veiðarnar. Heyra má að þau feðg-
inin eru samhent um borð og þar ganga hlutirnir
snurðulaust fyrir sig. Dóttirin er Steinunn, fædd
1990, en að auki á Kári soninn Óttar Má með
konu sinni Helgu Björgu.
Segir Kári að í veiðitúrum skiptist á vinnutarn-
ir og rólegar stundir. Dagurinn hefst á því að
hífa um borð veiðarfærin, því næst er haldið á
miðin og línurnar lagðar eftir kúnstarinnar
reglum. „Þá er yfirleitt róleg stund og þykir mér
gott að nota tímann til að fá mér blund eða lesa í
bók.“
Blundur meðan beðið er
Um fjóra til fimm tíma tekur svo að draga lín-
urnar aftur um borð með aflanum. Þegar komið
er í land þarf að afhenda fiskinn og eins koma
línunum í hús til beitingar. Á eðlilegum degi seg-
ist Kári getað reiknað með að veiða um fjögur
tonn af fiski. „Heilt yfir eru tekjurnar ágætar, og
ekki til að kvarta yfir, þótt vitaskuld skili ekki
allt söluverð aflans sér beint í vasann og ýmis
kostnaður fylgi veiðunum.“
Stundum setur veðrið strik í reikningin og er
þá ekkert vit í að róa. Þá dagana tekur Kári til
hendinni í skemmu sem hann á, dyttar að bátum
og vélbúnaði og dundar sér jafnvel við bíla-
viðgerðir.
En er vinnan ekkert lýjandi, eftir þessi þrjá-
tíu ár? „Sem betur fer er maður stundum
þreyttur eftir góðan róður, en annars er held ég
mesta vinnan hjá mér að berjast við aukakílóin,
eftir að ég fékk svona góðan bát,“ svarar hann
kankvís.
Enginn skortur á ýsu
Blaðamaður fiskar eftir því hvort eitthvað geri
starfið ergilegt. Er kannski kvótakerfið í ólagi?
Kári æsir sig ekki yfir kvótamálum. Honum
þykir kerfið þokkalega stöðugt á meðan vinstri-
flokkarnir koma hvergi nærri og skapa ágæta
umgjörð um starfsemina, þótt lengi megi deila
um smáatriði í kerfinu. „Í síðasta túr veiddum
við t.d. þónokkuð af ýsu með þorskinum, en mið-
að við aflaheimildir á þessi ýsa eiginlega ekki að
vera til.“
Það ergir Kára meira að þurfa að glíma við
Samgöngustofu, áður Siglingamálastofnun. „Þar
er á ferð batterí sem er alveg skelfilegt að eiga
við, ekki vegna þess að reglurnar séu ósann-
gjarnar eða erfiðar, heldur virðist þar hafa val-
ist erfitt fólk til starfa og fólk sem vantar alla
þjónustulund.“
Á móti ergelsinu koma sælustundir úti á hafi
sem eru nánast ljóðrænar. „Ég á örugglega eftir
að ylja mér á minningunni um þær sælustundir
sem ég hef átt þegar legið er fyrir föstu undan
Skálum á Langanesi í norðvestanroki. Það er
dásamlegt að liggja í koju og hlusta á vind-
gnauðið og hvininn í kabyssunni og þá sefur
maður líka eins og ungbarn, með hreina sam-
visku.“ ai@mbl.is
Byrjaði á trébát með
áttavita og dýptarmæli
Sumir virðast vera sjómenn af
guðs náð. Kári Borgar hefur sótt
sjóinn í þrjá áratugi og unir sér
hvergi betur en um borð.
Óstöðvandi „Sem betur fer er maður
stundum þreyttur eftir góðan róður, en
annars er held ég mesta vinnan hjá mér
að berjast við aukakílóin, eftir að ég fékk
svona góðan bát,“ segir Kári Borgar.
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is