Morgunblaðið - 25.09.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 25.09.2014, Síða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ F riðrik Eysteinsson segir að í krafti gæða og stöð- ugleika í framboði hafi ís- lensk framleiðslu- og út- flutningsfyrirtæki sjávarafurða hingað til yfirleitt fengið besta verðið á erlendum mörkuðum. Nú blasir hins vegar við að verðbilið milli Íslands og annarra fiskveiðilanda fer minnk- andi. Bendir margt til þess að það sé einkum kröftugt sameiginlegt markaðsstarf sem gæti, áður en langt um líður, orðið til þess að fiskur frá öðrum löndum s.s. frá Noregi og Alaska, tæki fram úr þeim íslenska. Friðrik er rekstrarhagfræð- ingur, ráðgjafi hjá Markads- menn.is og heldur úti Facebook- hópnum Markaðsmál sjáv- arútvegsins. Ísland ekki ofarlega í huga „Margar kannanir sýna að íslensk- ur fiskur stendur höllum fæti í huga neytenda og á flestum stöð- um taka neytendur önnur upp- runalönd fram yfir Ísland sem sinn fyrsta valkost í kaupum á fiski,“ segir Friðrik og bætir við að um leið og aðrar þjóðir hafa lagt mikið púður í sameiginlega markaðssetningu á fiski og fisk- afurðum hafi bilið einnig minnkað í gæðum fisksins og stöðugleika í framboði. „Jafnvel á mörkuðum á borð við Katalóníu á Spáni, sem við myndum telja einn af lyk- ilmörkuðum íslensks gæðasalt- fisks, erum við ekki að koma neitt sérstaklega vel út í samanburði við keppinauta okkar Norðmenn.“ Rót vandans er, að mati Frið- riks, þrjár útbreiddar rang- hugmyndir í sjávarútvegi um gildi og inntak markaðsstarfs: „Fyrsta mýtan er að stjórn- endur í sjávarútvegi setja sama- semmerki á milli sölustarfs og markaðsstarfs. Þarna er verulegur munur á: sölustarf beinist að kaupmönnunum og öðrum millilið- um en markaðsstarf að neytend- unum sjálfum. Mikil vinna er lögð í að ná til milliliðanna en lítið gert til að fá hinn almenna neytanda til að velja íslenskan fisk fram yfir fisk frá öðrum veiðisvæðum.“ Kostnaður eða fjárfesting? Bábilja númer tvö er að markaðs- starf sé kostnaðarsamur út- gjaldaliður. „Íslenskum sjávar- útvegi hættir til að líta á þá fjármuni sem fara í markaðsstarf sem kostnað frekar en fjárfest- ingu, á meðan reynsla annarra þjóða sýnir að sameiginleg mark- aðssetning fisks, með áherslu gagnvart neytendum á uppruna fisksins, er arðbær fjárfesting.“ Friðrik segir Norðmenn verja árlega jafnvirði átta milljarða ís- lenskra króna í sameiginlegt al- þjóðlegt markaðsstarf til kynn- ingar á norskum fiski, og þar af fari þrír milljarðar í aðrar teg- undir en lax. Framleiðendur og útflytjendur sjávarafurða í Alaska setja jafnvirði eins milljarðs króna í sameiginlegt alþjóðlegt markaðs- starf. „Í samhengi við stærð ís- lensks sjávarútvegs ættum við ár- lega að setja um 1,5 milljarða í að markaðssetja íslenskan fisk er- lendis,“ útskýrir Friðrik. „Alaska- menn byrjuðu sameiginlegt mark- aðsstarf árið 1981 og Norðmenn 1991 og í báðum tilvikum hefur ár- angurinn verið ævintýralegur. Í tilviki Íslands, þar sem heild- arverðmæti sjávarafurða er um 270 milljarðar á ári myndi mark- aðsstarf af þessu tagi, fyrir einn og hálfan milljarð króna árlega, aðeins þurfa að skila 0,6% hækkun í söluverði fisksins til að borga sig.“ Ímyndin mikils virði Þriðju mýtuna segir Friðrik vera að árangur á markaði snúist alfar- ið um vöruna sjálfa en ekki vöru- merkið. „Enginn vafi er á að ís- lenskur sjávarútvegur býr til mjög góða vöru, en rannsóknir á rann- sóknir ofan sýna að vörumerki sem hefur jákvæða, sterka og ein- staka ímynd í huga neytenda get- ur skilað hærra verði til viðbótar við þau áhrif sem gæðin kunna að hafa. Ein ástæða þess að verðið á norskum fiski fer hækkandi er að neytendur leita sérstaklega að þeirri vöru í verslunum, og taka fram yfir annan fisk, sem aftur þýðir að milliliðirnir eru reiðubún- ir að greiða hærra verð fyrir fisk- Morgunblaðið/Ómar Veikleiki „Mikil vinna er lögð í að ná til milliliðanna en lítið gert til að fá hinn almenna neytanda til að velja íslenskan fisk fram yfir fisk frá öðrum veiðisvæðum,“ segir Friðrik Eysteinsson. Hann telur brýnt að stórefla markaðsstarfið í greininni og fylgja þar m.a. fordæmi Noregs. Aðrar þjóðir að taka fram úr Íslandi í krafti öflugs markaðsstarfs Markaðsráðgjafi varar við því að verðbilið milli íslensks fisks og sjávarafurða frá öðrum þjóðum fari minnkandi. Norðmenn og sjómenn í Alaska leggja milljarða árlega í sameiginlegt alþjóðlegt markaðsstarf og ávinningurinn er greinilegur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.