Morgunblaðið - 25.09.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.09.2014, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23 inn frá framleiðanda og útflytj- anda. Til að breyta þróuninni íslensk- um sjávarfurðum í hag segir Frið- rik fátt annað í stöðunni en að setja á laggirnar vel fjármagnaða markaðsstofu þar sem unnið væri markvisst og af festu. Þurfi þó ekki að finna upp hjólið heldur sé hægt að læra mikið af aðferðum Norðmanna og Alaskamanna og fá mikið út úr hverri krónu sem var- ið er í markaðsstarfið. Fiskurinn vel merktur „Í tilviki Noregs hefur t.d. áhersl- an verið mikið á að fá jákvæða fjölmiðlaumfjöllun um vöruna. Hafa ófáir stjörnukokkar mælt sérstaklega með norskum sjáv- arafurðum út af þessu starfi. Þess er líka gætt, í framleiðslu, fisk- borðum og í hillum hjá stórversl- ununum að varan sé vandlega merkt sem norskur fiskur. Má alls ekki gleyma þessu síðastnefnda stigi því neytandinn verður að geta fundið íslenska fiskinn í búð- inni þegar markaðsstarfið er búið að sannfæra hann um kosti þess að velja íslenskt. Í dag er algengt að upprunaland íslenska fisksins sé ekki merkt á neinn sérstakan hátt, og hvað þá á áberandi hátt, á þeirri vöru sem neytandinn fær í hendurnar.“ Þessu tengt segir Friðrik að framleiðendur og útflytjendur sjáfarafurða þurfi ekki að óttast að þeirra eigin vörumerki gjaldi fyrir þátttöku í sameignlegri markaðssetningu, þar sem ís- lensku vörurnar fengju t.d. sam- ræmt íslenskt upprunamerki. „Áhyggjur af þeim toga heyrðust þegar íslenskir garðyrkjubændur byrjuðu að markaðssetja íslenskt grænmeti undir einu merki. Þeir náðu góðum árangri í að styrkja ímynd vörunnar og auka sölu án þess að það rýrði sérstöðu ein- stakra framleiðenda og eða vöru- merki þeirra.“ Friðrik segir slíkt upp- runamerki hafa verið þróað fyrir sjávarútveginn, Iceland Respon- sible Fisheries-merkið, sem hann segir handónýtt sem slíkt, „meðal annars vegna þess að ekki kemur fram í myndmerkinu að um upp- runamerki fyrir íslenskar sjáv- arafurðir sé að ræða. Íslenskt með meðbyr Á móti kemur að ef rétt er haldið á spilunum sé margt sem auðveldi markaðssetningu íslensks fisks er- lendis. Auðvelt sé að tengja vör- una við hreinleika landsins og já- kvæða ímynd og fleyta sjávarafurðunum áfram á þeim mikla sýnileika og jákvæða umtali sem Ísland nýtur um þessar mundir. En hvernig ætti þessi markaðs- skrifstofa að starfa? Friðrik segir aftur hyggilegast að fylgja norska fordæminu, þar sem markaðs- stofan, þ.e. Norska sjávaraf- urðaráðið, er rekin með sjálf- stæðum hætti, en heyri undir norsk stjórnvöld. „Þar er reksturinn fjármagn- aður með gjaldi sem lagt er á all- an seldan fisk. Held ég að slíkt fyrirkomulag sé óhjákvæmilegt því annars er hvatinn sterkur fyr- ir framleiðslu- og útflutningsfyr- irtæki að velja að taka ekki þátt í kostnaðinum en njóta samt hluta ávinningsins,“ segir hann og bætir við að æskilegast væri að taka þetta fjármagn af veiðigjöldum. „Þessi markaðsstofa þyrfti að vera sjálfstætt fyrirbrigði, en ekki deild eða aukaverkefni hjá t.d. Ís- landsstofu. Tryggir það að fjár- munirnir fari örugglega í rétta málaflokkinn, og eins að til verður staður þar sem hægt er að byggja upp þekkingu og færni á þessu af- markaða sviði.“ Loks bendir Friðrik á að bæði í Noregi og Alaska hafi greiðendur markaðsgjaldsins lokaorðið um það hvernig markaðsstofan starf- ar. „Í Noregi er markaðsstarfinu skipt niður á fimm ólíkar deildir fyrir ólíka fisktegundahópa og innan hverrar deildar er nefnd skipuð fulltrúum fyrirtækjanna í greininni, með atkvæðavægi í takt við hlut þeirra í heildarframlögum til markaðsstofunnar.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Helgi BjarnasonMorgunblaðið/Ómar „Í dag er algengt að upp- runaland íslenska fisksins sé ekki merkt á neinn sér- stakan hátt, og hvað þá á áberandi hátt, á þeirri vöru sem neytandinn fær í hendurnar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.