Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 1
ATVINNA
SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2014
Ég er blaðamaður og finnst það ákaflega
skemmtilegt. Það er skapandi að skrifa
auk þess sem maður hittir fjölda
fólks. Ef ég væri ekki blaðamað-
ur myndi ég vilja taka skrifin
lengra og vera rithöfundur.
Kristín Sigurrós
Einarsdóttir,
Sauðárkróki
DRAUMASTARFIÐ
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
—
1
4
-2
0
0
0
FRAMKVÆMDA-
STJÓRI
Fríhöfnin óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman framkvæmdastjóra sem
hefur hæfileika til að þróa áfram sterkan verslunarrekstur með því hæfa starfsfólki
sem félagið hefur á að skipa. Um er að ræða skemmtilegt og spennandi starf
í fjölbreytilegu og alþjóðlegu umhverfi.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Yfirumsjón með rekstri Fríhafnarinnar s.s. samnings-
gerð við alla birgja á verslunarsviði og mótun sölu-
og vörustefnu
• Ábyrgð á innkaupum, birgðahaldi, birgðastýringu og
framlegðarbókhaldi félagsins
• Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi Fríhafnar-
innar ásamt áætlanagerð og eftirfylgni
• Öll almenn framkvæmdastjórn og yfirumsjón með
öllum verkefnum félagsins samkvæmt samþykktum,
eigendastefnu og starfsreglum félagsins
• Frumkvæði og stefnumótun varðandi þróun og
skipulag félagsins
• Undirbúningur á verkefnum stjórnar, umfjöllun
og úrvinnsla
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnunarstörfum er skilyrði
• Reynsla á smásölumarkaði er æskileg
• Þekking á fjármálum í rekstri fyrirtækja
• Hæfni og reynsla í gerð samninga
• Miklir samskiptahæfileikar
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur
fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til ogmeð 17. september nk.
Umsókn óskast fyllt út áwww.hagvangur.is
Upplýsingar veita:
Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is
Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is
Fríhöfnin er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga
síðastliðin ár, m.a. í starfsmenntamálum, fyrir að vera besta fríhöfn í Evrópu og fjölskylduvænt
fyrirtæki. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki Isavia ohf. og annast rekstur fimm verslana í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar.
Starfsmenn eru um 140 og stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak,
snyrtivörur og sælgæti. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í
jafnréttismálum og leggur áherslu á góðan starfsanda.
www.dutyfree.is