Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2014 5 Atvinnuráðgjafi Húnaþing vestra SSNV atvinnuþróun óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðar- fullan einstakling í starf atvinnuráðgjafa. Um er að ræða mjög fjölbreytt og spennandi starf sem gefur sjálfstæðum og skapandi einstaklingi möguleika á að þróast í starfi. Starfsstöð atvinnuráðgjafans verður á Hvammstanga. Starfssvið: • Samstarf með fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og sveitarfélögum að atvinnuþróun, nýsköpun og ýmsum öðrum verkefnum á svæðinu. • Aðstoð við gerð úttekta, áætlana og önnur verkefni sem lúta að hagsmunum atvinnulífs og búsetuskilyrðum á Norðurlandi vestra. • Þátttaka í samningsbundnum verkefnum og samstarfi innan lands og utan. • Undirbúningur nýrra verkefna og viðburða og ýmis önnur störf sem tengjast starfsemi SSNV atvinnuþróunar og rekstrareininga í landshlutanum. Menntun og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Góð þekking, innsæi og áhugi á atvinnumálum og búsetu- skilyrðum á landsbyggðinni. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum. • Færni í ræðu og riti á íslensku og ensku, kunnátta í fleiri tungumálum er kostur. • Frumkvæði, metnaður og hagnýt starfsreynsla. Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2014 (Póststimpill gildir). Nánari upplýsingar veitir Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri SSNV, sími 455 2510, netfang: kata@ssnv.is Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt ferilskrá í pósti (ekki tölvupósti) merktar: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Katrín María Andrésdóttir, Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga “Atvinnuráðgjafi – Húnaþing vestra“. SSNV atvinnuþróun er í eigu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Meginhlutverk SSNV atvinnuþróunar er að sinna almennri ráðgjöf á sviði viðskipta- og atvinnumála til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga, ásamt því aðstoða fyrirtæki og aðila sem hyggjast hefja atvinnurekstur. Atvinnuráðgjafar aðstoða einnig við greiningu þörf fyrir frekari sérfræðiaðstoð og veita upplýsingar hvar slíka aðstoð er að fá. SSNV atvinnuþróun er tengiliður milli tækni- og þjónustustofnana og þeirra sem starfa að atvinnurekstri og atvinnumálum á Norðurlandi vestra. SSNV atvinnuþróun skipuleggur m.a. viðburði og fræðslustarfsemi í þágu atvinnulífs og stuðlar að aukinni samvinnu fyrirtækja. Vegna aukinna umsvifa leitar EFLA að reyndum hönnunar- og verkefnisstjóra á samgöngusvið. Starfið felst aðallega í að stýra fjölbreyttum hönnunarverkum í samgöngummeð áherslu á veghönnunarverkefni í Noregi og á Íslandi, ásamt því að taka virkan þátt í áframhaldandi uppbyggingu samgöngusviðs EFLU. Aðsetur starfsmanns verður í höfuðstöðvum EFLU í Reykjavík. Um framtíðarstarf er að ræða. Hæfniskröfur: • A.m.k. BSc. gráða í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði er skilyrði • Reynsla í stjórnun hönnunarverka í vega- og gatnagerð • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Góð tök á íslensku, ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli Umsóknir, með upplýsingum ummenntun og starfsreynslu, skulu berast í gegnum heimasíðu EFLU, www.efla.is/umsokn-um-starf, fyrir 20. september næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Guðnason, sviðsstjóri samgöngusviðs, gudmundur.gudnason@efla.is. EFLA verkfræðistofa óskar eftir að ráða starfsmann á samgöngusvið EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir vandaða þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. Við lítum á öll verkefni sem tækifæri til þess að stuðla að framförum og efla samfélagið. EFLA býður upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og sterka liðsheild yfir 240 samhentra starfsmanna. HÖFÐABAKKI 9 • 110 REYKJAVÍK • 412 6000 • www.efla.is • ÍSLAND • DUBAI • FRAKKLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • PÓLLAND • RÚSSLAND • TYRKLAND Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • Sími 525 6700 • mos@mos.is • ww.mos.is VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA M O S F E L L S B Æ R Leikskólinn Hlíð Mosfellsbæ Staða leikskólastjóra við leikskólann Hlíð Hlíð er um 100 barna leikskóli, staðsettur miðsvæðis í Mosfellsbæ. Í skólastefnu Hlíðar er lögð áhersla á skapandi starf, umhverfis- vitund og tengsl við náttúru. Leikskólastjóri stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans í samræmi við 5. gr. laga um leikskóla frá árinu 2008. Hann ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í samstarfi við foreldra, starfsfólk skólans og skólayfirvöld. Hann ber einnig ábyrgð á mannauðsmálum svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun. Menntunar- og hæfnikröfur: • Leyfisbréf leikskólakennara • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og kennslureynsla á leikskólastigi • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Leiðtogahæfni og lausnamiðuð hugsun • Sjálfstæði í starfi og hæfni til samstarfs • Þekking á rekstri og áætlanagerð æskileg Nánari upplýsingar um leikskólann Hlíð má finna á heimasíðu skólans: http://www.leikskolinn.is/hlid. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst eða skv. nánari samkomulagi. Nánari upplýsingar um starfið veitir skólafulltrúi Mosfellsbæjar, Gunnhildur María Sæmundsdóttir í síma 5256700, 8613525 eða á netfangið gs@mos.is. Umsóknir ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið ásamt framtíðarsýn á starf Hlíðar skulu sendar til Sigríðar Indriðadóttur, mannauðs- stjóra Mosfellsbæjar á netfangið sigriduri@mos.is. Umsóknarfrestur er til 19. september 2014. Laun eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar www. radum. i s radum@radum. i s S ím i 519 6770 Í síðustu viku hófst hjá Mjólk- ursamsölunni pökkun á D- vítamínbættri léttmjólk sem verður tímabundið í svörtum umbúðum með krítuðum stöf- um. Markmiðið með breyting- unum er, að því er fram kem- ur í frétt frá MS, að safna peningum fyrir nýjum bein- þéttnimæli á Landspít- alanum. Af hverri seldri fernu renna 15 krónur til söfnunar- innar en markmiðið er að safna samtals 15 milljónum króna. Ástæða fyrir breyttu útliti var að nauðsynlegt er að fernan skeri sig vel úr í mjólk- urkælinum svo að átakið fái þá athygli sem það á skilið. Beinþynning er útbreiddur sjúkdómur en einkennalaus þar til fólk brotnar. Því er mikilvægt að mæla beinþéttni fólks í áhættuhóp og draga úr líkum á beinbrotum þeirra. Nýi beinþéttnimælirinn mun nýtast vel en mæla þarf um 7.000 manns á ári hverju. Viðstaddir pökkun á fyrstu fernunum voru meðal annars Benedikt Olgeirsson, aðstoð- arforstjóri Landspítalans, og Rafn Benediktsson, yfirlækn- ir á Landspítala. sbs@mbl.is Mjólk Frá vinstri talið eru MS-fólkið Baldur Jónsson og Guðný Steinsdóttir, þá Rafn Benediktsson yfirlæknir á Landspítalanum og Benedikt Olgeirsson aðstoðarforstjóri sjúkrahússins. Svartar fernur með hvítri mjólk  D-vítamíni bætt í mjólkina

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.