Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2014 Þjónn RubyTuesday Um er að ræða fullt starf, dag-, kvöld- og helgarvinnu. 18 ára aldurstakmark. ÁHUGA- SAMIR SENDIÐ UMSÓKN Á: tinna@ruby.is RubyTuesday, Höfðabakka og Skipholti. Ræstingar morgunvinna Ræsting 5 morgna í viku; mánud.- föstud. Áhugasamir sendi svar á box@mbl.is merkt: ,,R - 25745” fyrir 11. september. Deildarstjóri gagnasöfnunar Hlutverk gagnasöfnunardeildar er að skipuleggja og framkvæma gagnasöfnun fyrir hagskýrslugerð Hagstofu Íslands. Starfið felur í sér að verkstýra og veita forystu við verkefni sem þarfnast innsöfnunar gagna fyrir framleiðsluferli hagtalna. Deildarstjóri hefur yfirumsjón með rekstri deildarinnar, er í faglegu forsvari verkefna, sér um samskipti við aðrar einingar Hagstofunnar ásamt því að sinna alþjóðlegum samskiptum á fagsviði deildarinnar. HÆFNISKRÖFUR  Háskólapróf sem nýtist í starfi.  Stjórnunarfærni  Stjórnunarreynslameðmannaforráðum er æskileg  Marktæk starfsreynsla af stjórnun verkefna  Reynsla af áætlanagerð  Framúrskarandi samskipta- og skipulagsfærni  Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og undir álagi  Jákvæðni, þjónustulund og heiðarleiki Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk hennar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Umsóknarfrestur er til 22. september 2014. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Póstáritun Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 105 Reykjavík Netfang starfsumsokn@hagstofa.is Upplýsingar Ólafur Arnar Þórðarson [olafur.thordarson@hagstofa.is] Elsa Björk Knútsdóttir [elsa.knutsdottir@hagstofa.is] Borgartúni 21a · 105 Reykjavík Sími: 528 1000 · Bréfasími: 528 1099 www.hagstofa.is Hagstofa Íslands óskar eftir að ráðametnaðarfullan og áhugasaman starfsmann www.nib.int NORDIC INVESTMENT BANK (NIB) is an international financial institution owned by the Nordic and Baltic countries. The Bank provides long-term loans on market terms to private and public projects that strengthen competitiveness and enhance the environment. NIB has the highest possible credit rating and acquires the funds for its lending by borrowing on the international capital markets. The Bank has some 190 employees and total assets amounting to around EUR 24 billion. NIB’s headquarters are located in Helsinki, Finland. The main working language of the Bank is English. The Lending Department is inviting applications for a position in its Transaction and Portfolio Management Unit: MANAGER/SENIOR MANAGER Corporate Lending, fixed-term contract The role of the Transaction and Portfolio Management Unit is to execute new lending operations and manage the loan portfolio. The position involves working on transactions in a variety of industry sectors both in the Nordic and Baltic region and in emerging markets. NIB offers job opportunities in an international banking environment and a competitive remuneration package. The position is based at NIB’s headquarters in Helsinki. Special benefits are available for foreign staff moving to Helsinki for the purpose of taking up this appointment. Information about the position can be obtained from Joseph Wright, Senior Director, Head of Transaction and Portfolio Management, tel. +358 10 618 001. For general information about employment at the Bank, please contact Joanna Södergård, HR Business Partner +358 10 618 001. The deadline for applications is 21 September 2014. To apply, please fill in the application form on NIB’s website, www.nib.int (Job opportunities). Fulltrúar Íslenska kalkþör- ungafélagsins á Bíldudal af- hentu á dögunum Bíldudals- skóla alls 9 iPad spjaldtölvur að gjöf. Fjöldi tölvanna sam- svarar fjölda núverandi starfsmanna hjá Kalkþör- ungafélaginu. Með þessu tek- ur fyrirtækið – ásamt öðrum fyrirtækjum á Bíldudal – þátt í spjaldtölvuvæðingu skólans. Taka þátt í uppbyggingu Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Kalkþör- ungafélagsins, sem er stærsti einstaki vinnuveitandinn á Bíldudal, segir í tilkynningu að meginástæða þess að ákveðið var að færa skólanum tölvur að gjöf sé einfaldlega áhugi á að taka þátt í frekari uppbyggingu staðarins á sem víðasta grunni. „Hér er góður skóli með góðu starfsfólki og við viljum efla hann. Góður og vel tækjum búinn skóli í sam- ræmi við venjulegar nútíma- þarfir fólks, er hluti af þessu,“ segir Einar. Einar bendir jafnframt á að eftir því sem samfélagsstoð- irnar á svæðinu séu styrkari sé líklegra að barnafjölskyld- ur vilji setjast að á litlum stöð- um eins og Bíldudal. „Okkur er engin launung á því að það er það sem við stjórnendur at- vinnufyrirtækjanna á Bíldu- dal og á svæðinu í heild viljum stuðla að, það vantar fleira fólk til að taka þátt í uppbygg- ingunni.“ Þrír skólar í Vesturbyggð Bíldudalsskóli er hluti Grunnskóla Vesturbyggðar, sem samanstendur af þremur skólum, Patreksskóla á Pat- reksfirði, Birkimelsskóla á Krossholti á Barðaströnd auk Bíldudalsskóla. Skólastjóri grunnskólans er Nanna Sjöfn Pétursdóttir, en alls starfa rúmlega 30 manns við skólana þrjá, þar af um 8 á Bíldudal. Nemendur skólanna þriggja í vetur verða alls 122. sbs@mbl.is Vesturbyggð Frá afhendingu tölvanna góðu nú á dögunum. Bíldudalsskóli fær spjaldtölvur  Fyrirtæki eflir skólastarfið Ökumenn rafbíla geta nú hlaðið þá á hleðslustöð Orku náttúrunnar, framleiðslu- og sölufyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, sem opnuð var í vikunni. Þetta er áttunda stöðin af tíu sem ON mun halda úti á Suður- og Vest- urlandi. Fyrir eru stöðvar við höfuðstöðvar ON á Bæj- arhálsi 1, Reykjavík, við bif- reiðaumboð BL við Sæv- arhöfða, við Smáralind í Kópavogi, við Skeljung á Miklubraut, á Fitjum í Reykjanesbæ, við IKEA í Garðabæ og í Borgarnesi. Guðmundur Ármann Pét- ursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi, opnaði stöðina á Selfossi. Hann hefur átt rafmagnsbíl í tæpt ár og telur þessar stöðvar lykilþátt í að hraða rafbílavæðingu á Íslandi. Með tilliti til um- hverfissjónarmiða og sparn- aðar séu rafbílar góðir fyrir Ísland. Frá áramótum hafa tíu rafbílar bæst við bílaflota Íslendinga mánaðarlega og bíltegundum í boði fjölgar. Liður í stefnu Olís Jón Halldórsson, forstjóri Olís, segir í tilkynningu að opnun hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla sé liður í stefnu félagsins að auka aðgengi við- skiptavina að umhverf- isvænum og endurnýj- anlegum orkugjöfum. Olís rekur nú tvær metan- afgreiðslur í Reykjavík og opnar þá þriðju í samstarfi við Norðurorku á Akureyri á næstu vikum. Í fyrra kynntu fulltrúar félagsins fyrst ís- lenskra olíufyrirtækja, dísil- olíu blandaða með vetn- ismeðhöndlaðri lífrænni olíu, sem er hreinna og umhverf- isvænna dísileldsneyti en þekkst hefur. Allt er þetta lið- ur í umhverfisstefnu félagsins sem starfað hefur verið eftir um árabil. sbs@mbl.is Áfylling Frá vinstri: Guðmundur Ármann Pétursson, Sigurður K. Pálsson frá Olís, Ásdís Gíslason markaðsstjóri ON, Jón Hall- dórsson, forstjóri Olís og Brynjar Stefánsson frá ON. Hleðslustöð á Selfossi í samband  Olís og ON hefja samstarf

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.