Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.09.2014, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2014 7 Styrkir Atvinnuhúsnæði Barnakór viðTjörnina! Viltu vera með? Barnakór Fríkirkjunnar hefur starfsemi sína á ný eftir sumarfrí. Allir söngelskir krakkar á aldrinum 6-12 ára eru velkomnir og hvattir til að mæta. Í vetur verða æfingar á þriðjudögum frá 16.30-17.30. Fyrsta æfing verður þriðjudaginn 9. september. Nánari upplýsingar gefur Álfheiður Björgvinsdóttir kórstjóri í síma 849-8660 og skrifstofa Fríkirkjunnar í Reykjavík í síma 552-7270. Félagsstarf Vaxtarsamningur Norðurlands vestra óskar eftir umsóknum um styrki Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, föstudaginn 26. september 2014. Sækja skal um með rafrænum hætti á eyðublöðum sem fást á vefsíðunni: http://www.ssnv.is Á vefsíðunni liggja frammi úthlutunarreglur og nánari upplýsingar. Einnig er velkomið að hafa samband með vefpósti á netfangið: solveig@ssnv.is eða hringja í Sólveigu Olgu í síma 455 6015. Áherslur Vaxtarsamnings Norðurlands vestra 2014 lúta einkum að uppbyggingu samstarfs og framgangi rannsókna og vöruþróunar á eftirfarandi sviðum: • Ferðaþjónustu og menningartengdum verkefnum. • Auðlindalíftækni og uppbyggingu þekkingarsetra. • Matvælum • Sameiginlegum verkefnum sem unnin eru með öðrum vaxtarsamningum í landinu og/eða verkefnum innan þeirra. Að auki er horft sérstaklega til verkefna sem: • Vel eru til þess fallin að stuðla að fjölbreyttari atvinnu- tækifærum fyrir konur og ungt fólk á svæðinu. • Stuðla að nýtingu auðlinda svæðisins til atvinnusköpunar á Norðurlandi vestra. • Stuðla að virðisaukningu á sviði matvælaframleiðslu. Verkefnin sem styrkt verða þurfa að fela í sér eflingu starfsemi viðkomandi aðila og vera til þess fallin að fjölga störfum á Norðurlandi vestra og/eða auka þekkingu innan svæðisins. Verkefnin skulu unnin í samstarfi þriggja eða fleiri aðila. Skilgreina skal hlutverk og framlag hvers samstarfsaðila. Markmið, framtíðarsýn, framvinda og árangursmat verkefnanna skal vera vel skilgreint. Reikningshald vegna verkefnisins þarf að vera aðskilið öðrum rekstri umsækjenda. Stuðningur við verkefnið getur verið allt að 50% af áætluðum heildar- kostnaði þess. Gerður er sérstakur verksamningur um framkvæmd verkefna sem hljóta stuðning, þar er nánar kveðið á um framvindu, greiðslur og tímasetningar. Ekki er heimilt að veita styrki til fjárfestinga í fyrirtækjum eða til reksturs fyrirtækja eða opinberra stofnana, auk þess sem stofn- kostnaður er ekki styrkhæfur. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel úthlutunarreglur og önnur gögn varðandi samninginn. Raðauglýsingar 569 1100 Styrkur Tónlistarsjóðs Rótarý Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir styrkumsóknum. Sjóðurinn veitir ungu fólki, sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði           viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn verður veittur í janúar 2015 og er að upphæð kr. 800.000. Umsóknarfrestur er til 8. október n.k. Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarý á Íslandi, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. rotary@rotary.is. Sjá nánar á www.rotary.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.