Morgunblaðið - 03.11.2014, Page 4
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flateyri Arctic Oddi var annar af
stóru vinnuveitendum bæjarbúa.
Uppsagnir að minnsta kosti tíu
starfsmanna Arctic Odda á Flateyri
veikja byggðina gríðarlega og engin
teikn eru á lofti um að aðrir ætli að
hefja fiskvinnslu þar. Þetta segir
Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður
Verkalýðsfélags Vestfirðinga.
Fyrirtækið hefur ákveðið að
leggja niður bolfiskvinnslu sína og
einbeita sér að fiskeldi annars staðar
á Vestfjörðum. Fimm manns til við-
bótar verður mögulega sagt upp því
til stendur að skip Vestfirðings, sem
er í eigu sömu aðila, verði selt, sam-
kvæmt heimildum blaðsins.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
búa rétt rúmlega tvö hundruð
manns á Flateyri þannig að þeir sem
var sagt upp og gætu mögulega
misst vinnuna til viðbótar eru 5 til
7,5% íbúa í bænum.
„Þetta er afskaplega brothætt
ástand. Fólkið hefur ekki að miklu
að hverfa á Flateyri. Það eru engin
úrræði og engar hugmyndir um að
endurbyggja fiskvinnslu þarna. Það
er náttúrlega búið að reyna það frá
2007,“ segir Finnbogi og vísar til
þess þegar um 120 manns var sagt
upp þegar fiskvinnslufyrirtækinu
Kambi var lokað skyndilega.
Ekkert bundið við svæðið
Finnbogi segir að uppsagnirnar
séu versta birtingarmynd frjáls
framsals fiskveiðiheimilda.
„Íbúarnir og þeir sem eru að
vinna verðmætin hafa ekkert um
það að segja hvort það verður vinna
áfram ef eigandanum dettur í hug að
fara burt með allar eignirnar. Það er
ekkert bundið við byggðarlagið eða
svæðið. Húsnæði, tæki og búnaður
eru fyrsta flokks þarna og ein gjöf-
ulustu fiskimið landsins við túnfót-
inn. Það er hrikaleg staða að það sé
ekki stöndugt fyrirtæki sem sækir
þann afla og vinnur á staðnum.“
Brothætt
ástand á
Flateyri
„Versta mynd
frjáls framsals kvóta“
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
sé
r
ré
tt
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
.a
ð
ve
rð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Kanarí
Frá kr.99.900
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
SÉ
RT
ILB
OÐ
Netverð á mann frá kr. 99.900 á Roque Nublo m.v. 2 í íbúð.
18. nóvember í 8 nætur
Skátar voru á faraldsfæti í borginni í gær þegar
þeir reyndu að leysa margvíslegar þrautir er
reyndu á rötun og góða athyglisgáfu þeirra.
Leikurinn hófst við aðalbyggingu Mennta-
skólans í Reykjavík og máttu skátarnir aðeins
fara fótgangandi eða í strætó milli áfangastaða.
Ungir skátar leysa þrautir í borginni
Morgunblaðið/Ómar
Krakkarnir nutu útivistarinnar á meðan þeir leystu margvíslegar þrautir innan borgarmarkanna
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fasteignafélagið Stakkholt-miðbær
keypti 48 íbúðir í nýju fjölbýlishúsi
sem er í smíðum í miðborg Reykja-
víkur, eða um þriðjung íbúðanna. Um
er að ræða sjö hæða stigagang í hús-
eigninni Stakkholt 2a. Alls 139 íbúðir
verða smíðaðar í nokkrum stigagöng-
um á Stakkholtsreitnum.
Tvö eignarhaldsfélög eru skráð á
sömu kennitölu og félagið og heita
þau Stakkholt-miðbær og R-157.
Stjórn félagsins skipa Ingi Guð-
jónsson lyfjafræðingur og Jón Á.
Ágústsson. Fram kemur í hluta-
félagaskrá að tilgangur félagsins sé
kaup, sala, eignarhald og útleiga fast-
eigna, lánastarfsemi og skyldur
rekstur. Hvorki náðist í Inga né Jón
við vinnslu fréttarinnar.
Samkvæmt hlutafélagaskránni eru
44 íbúðir skráðar á R-157 en 4 íbúðir
á Stakkholt-miðbæ. Flestar íbúðirnar
eru 50-70 fermetrar, aðeins fjórar yf-
ir 100 fermetrum. Samanlagt eru
íbúðirnar 48 um 3.735 fermetrar.
Meðalfermetraverð 439 þúsund
ÞG verk byggir umrædd fjölbýlis-
hús. Á vef þess fyrirtækis er fast-
eignavefur. Fjórar íbúðir eru á fyrstu
hæð Stakkholts 2a og eru þær allar
seldar. Sex íbúðir á sex hæðum voru
valdar af handahófi og var meðal-
fermetraverðið tæplega 439 þús. kr.
Miðað við það fermetraverð er sam-
anlagt söluverð íbúðanna 48 alls um
1.638 milljónir króna. Heimildar-
maður blaðsins, sem þekkir vel til
fasteignamarkaðarins, sagði viðskipti
af þessu tagi fyrst hafa litið dagsins
ljós á árunum fyrir hrun.
Félag kaupir 48 nýjar íbúðir
Fasteignafélag keypti um þriðjung íbúða á Stakkholtsreitnum í Reykjavík
Samanlagt söluverð íbúðanna er lauslega áætlað yfir 1,6 milljarðar króna
Morgunblaðið/Ómar
Stakkholt Félagið keypti stigagang sem er í efra hægra horninu.
Öryggismál og landhelgisgæsla,
bráðnun íss og loftslagsbreytingar,
olía og hrein orka, hagsmunir frum-
byggja og vísindastefna Bandaríkj-
anna var á meðal dagskrárefna al-
þjóðaþingsins Arctic Circle í Hörpu í
gær. Rúmlega 1.300 þátttakendur
frá 34 löndum sóttu þingið á lokadegi
þess og fluttu margir leiðtogar í um-
hverfismálum heimsins erindi.
Christiana Figueres, stjórnandi
Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, flutti framsöguræðu á fundi
um loftslagsbreytingar og bráðnun
íss á norðurslóðum.
Figueres átti fund á laugardag
með Gunnari Braga Sveinssyni, ut-
anríkisráðherra, og Sigurði Inga Jó-
hannssyni, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra, þar sem nýtt hnattrænt
samkomulag um áætlanir um minnk-
un á losun var rætt. Ráðherrarnir
hétu stuðningi Íslands við samkomu-
lagið sem fyrirhugað er að undirrita í
París á næsta ári. Hyggst Ísland því
sýna metnað í loftslagsmálum ef
marka má fundinn. Figueres hitti
einnig nemendur Jarðhitaskóla og
Jafnréttisskóla SÞ og heimsótti
Hellisheiðarvirkjun.
benedikta@mbl.is
Ísland hyggst sýna
metnað í loftslagsmálum
Fundað Christiana Figueres, stjórnandi Loftlagsstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna, fundaði m.a. með Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra.
Þjóðaþingi Arc-
tic Circle lauk í gær