Morgunblaðið - 03.11.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 03.11.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er allt á frumstigi ennþá en hefur verið í undirbúningi í tals- verðan tíma. Verkefnið er spenn- andi,“ segir Davíð Stefánsson en hann er í hópi aðila sem eru að skoða möguleika á að setja upp vatnsátöpp- unarverksmiðju í Hafnarfirði. Að verkefninu stendur fyrirtækið Aqua Couture, sem skráð er á Ír- landi, en Davíð er meðal hluthafa. Meðal stærstu eigenda er rússneski auðjöfurinn Alexander Titomirov sem auðgaðist upphaflega á líf- tækniiðnaði í Bandaríkjunum. Að sögn Davíðs hefur Titomirov sýnt fjárfestingum á Íslandi mikinn áhuga. Hann er einnig mikill skák- áhugamaður og kom m.a. að fundi Spasskys og Fischers hér á landi árið 2005, að því er kom fram í Hafnarfirði vikublaði. Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar samþykkti nýverið á fundi sínum viljayfirlýsingu um við- ræður við Aqua Couture en viðræður um kaup á vatni eru ekki hafnar. Í viljayfirlýsingunni er kveðið á um að Aqua Couture fái aðgang að vatni úr Kaldárbotnum til næstu 25 ára. Takist samningar yrði vatnslögn lögð að vatnsverksmiðju sem fyrirtækið áformar að reisa í Hafnarfirði, til að tappa þar vatninu á flöskur. Hafnfirska vatnið eftirsótt Davíð segir að verið sé að þoka málinu áfram. Fyrsta málið sé að semja um kaup á vatni og um það muni komandi viðræður við Hafn- arfjarðarbæ snúast. Samkvæmt viljayfirlýsingunni yrði vatnsrennslið í lögninni til að byrja með um þrír lítrar á sekúndu. Ekki liggur endanlega fyrir hversu mörg störf verksmiðjan myndi skapa, ef af verður. Að sögn Dags Jónssonar, vatns- veitustjóra Hafnarfjarðar, er ætlunin að ljúka frekari könnunarviðræðum fyrir árslok. „Það hafa margir sýnt vatninu úr Kaldárbotnum áhuga og við höfum alltaf verið jákvæð fyrir viðræðum þegar hefur verið haft samband við okkur. Þetta er enn á frumstigi. Vatn- ið okkar er mjög gott og skiljanlegt að margir sýni því áhuga, ekki síst af því að það er sjálfrennandi og þarf ekki að standa í stórræðum við dæl- ingu úr iðrum jarðar. Það er líka allt til staðar hérna í Hafnarfirði og hafn- araðstaða til dæmis mjög góð,“ segir Dagur. Áforma vatnsverksmiðju í Hafnarfirði  Hafnarfjarðarbær í viðræðum við fyrirtækið Aqua Couture  Rússneskur auðjöfur meðal eigenda  Viljayfirlýsing samþykkt í umhverfis- og framkvæmdaráði  Ræða afnotasamning til næstu 25 ára Ljósmynd/Umhverfisstofnun Kaldárbotnar Mikill áhugi er á vatnslindum Hafnfirðinga við Kaldá. Það vinna nú margir hörðum höndum að því að gera upp hús sín og lag- færa fyrir veturinn. Í þessu húsi í hjarta Reykjavíkur var unnið við þak- rennurnar en þær eiga það til að stíflast á haustin, öllum til mikils ama. Morgunblaðið/Ómar Þakrennurnar lagfærðar Viðgerðir á þakrennum nauðsynlegar fyrir veturinn Baldur Arnarson baldura@mbl.is Einstæð tveggja barna móðir í Reykjavík sem hefur verið heimilis- laus síðan í júní segir velferðarkerfið bregðast skyldum sínum gagnvart þeim sem höllum fæti standa. Konan heitir Ragna Erlendsdóttir og á tvær dætur, 5 ára og 11 ára. Þriðja dóttir hennar, Ella Dís, lést síðastliðið sumar. Ella Dís var með sjaldgæfan sjúkdóm og lengi bundin við hjólastól og með öndunarvél. Vegna veikinda Ellu Dísar þurfti Ragna að leggja út í ýmsan kostnað, meðal annars vegna læknisþjónustu erlendis. Sá kostnaður leiddi að lok- um til þess að Ragna fór í gjaldþrot. „Ég missti húsnæðið mitt og dóttur mína á sama tíma. Síðan get ég ekki fengið leigt á almennum leigumarkaði vegna gjaldþrots. Ég leitaði því til Fé- lagsþjónustunnar og var sagt að ég fengi næstu lausu íbúð. Nú eru liðnir fjórir mánuðir en ekkert gerist.“ Leitaði til lækna erlendis „Ég þurfti að taka lán vegna kostn- aðar við að hjálpa dóttur minni. Hún var lengi án sjúkdómsgreiningar og ég þurfti að leita til útlanda til ann- arra lækna og þurfti að fjármagna það sjálf. Þannig að ég tók lán fyrir lækniskostnaði sem leiddi loks til gjaldþrots. Við börðumst í sex ár til að finna hvað var að henni,“ segir Ragna sem telur konu í sinni stöðu ekki eiga möguleika á leigumarkaði. „Ég get ekki lagt fram banka- ábyrgð. Það eru tíu manns um hverja leiguíbúð og það eru mjög fáir sem gefa konu eins og mér tækifæri.“ Ragna segir félagsþjónustuna hafa lofað húsnæði en ekki efnt það. „Mér var lofað íbúð í síðustu viku í hverfi þar sem dætur mínar eru í skóla en það gengur ekki upp. Dætur mínar tvær voru í skóla þar sem syst- ir þeirra lenti í slysi og lést. Ég þurfti því að skipta um skóla. Önnur dóttir mín gat ekki hugsað sér að fara í þennan skóla,“ segir Ragna sem er nú einhleyp en barnsfaðir hennar býr á Englandi. Hún hefur íhugað að flytja til Englands vegna erfiðra kjara hér. „Ég á fjölskyldu þar líka. Ég er bú- in að reyna oft að fara út en kem alltaf aftur heim. Mér þykir mjög vænt um Ísland og vil taka þátt í uppbyggingu á Íslandi. Það er svolítið erfitt að lifa hér. En ég trúi því að við getum snúið þessu við og mig langar til að taka þátt í því. Velferðarkerfið er svo hart. Það er engan veginn að sinna sínum skyldum samkvæmt stjórnarskrá og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ragna. Heimilislaus síðan í sumar  Tveggja barna einstæð móðir segir velferðarkerfið bregðast fátæku fólki Morgunblaðið/Ómar Á hrakhólum Ragna og dætur hennar, Mia, 5 ára, og Jasmin Hildur, 11 ára. Ástríður Erlendsdóttir, einstæð fjögurra barna móðir sem rætt var við í Morgunblaðinu í síð- ustu viku, fékk íbúð á Ásbrú á vegum félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ. Ástríður hefði ella verið heimilislaus en henni var gert að yfirgefa íbúð sína um mánaðamótin. Hún segir margt fólk í sömu stöðu. Fékk íbúð MÓÐIR Í REYKJANESBÆ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þau ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingar, í ræðu á flokksstjórnarfundi sl. laugardag, að „útlendingar með litla skólagöngu [séu að] flytja til landsins“ en að „Ís- lendingar með meiri menntun [séu að] flytja utan“ eru ekki í samræmi við rannsóknir síðustu ára. Þetta er mat dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur, forstöðumanns MIRRU, Miðstöð innflytjenda- rannsókna hjá Reykjavíkur- akademíunni, sem bendir aðspurð á rannsókn frá 2010. „Mér finnst þetta svolítið glanna- leg yfirlýsing af hans hálfu. Við vit- um að hingað koma margir vel menntaðir innflytjendur.“ Fimmtungur með háskólapróf „Við þurfum að rannsaka þetta betur áður en við getum fullyrt nokkuð um samsetningu hópsins. Rannsókn sem MIRRA gerði, Pó- lónía-Reykjavík 2010, sýndi að fimmtungur pólskra innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu, sem voru 18 ára og eldri, hafði háskólapróf og þar af um helmingur meistarapróf. 20. hver hafði aðeins lokið grunn- skólaprófi. Þrír af hverjum fjórum hafði iðnmenntun, tæknimenntun og framhaldstæknimenntun.“ Hallfríður heldur áfram og segir að Mannfræðifélag Íslands muni halda málþing um brottflutning Ís- lendinga til Noregs síðan í efnahags- hruninu. Fer það fram á háskóla- torgi við HÍ nk. laugardag. Hún segir tölur Hagstofunnar að- eins segja hluta sögunnar. Þannig starfi margir Íslendingar í hluta- starfi í Noregi en hafi dvalarstað á Íslandi. Þetta eigi t.d. við um lækna. „Þetta fólk kemur hvergi fram í töl- um yfir brottflutta. Það eru líka margir Íslendingar sem hafa flutt til Noregs sem hafa ekki mikla skóla- göngu, t.d. vörubílstjórar.“ „Glanna- legt“ hjá Árna Páli  Ummæli um inn- flytjendur gagnrýnd Árni Páll Árnason Hallfríður Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.