Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 11
Ljósmynd/Eva Rut Hjaltadóttir Ótrúleg Brynhildur Oddsdóttir hefur lært tamningar, söng, gítarleik og tónsmíðar. Öll menntunin nýtist henni vel. þar frá 2008 til 2011,“ segir Bryn- hildur sem lauk BA-prófi í tón- smíðum árið 2011. Samhliða tón- smíðanáminu lærði hún klassískan söng og tók burtfararpróf á sama tíma og hinu náminu lauk. Það er ekki þar með sagt að tónlistarnám- inu hafi þar með verið lokið. Síður en svo og því er enn ekki lokið. Ár- ið 2011 hófst nám Brynhildar í gít- arleik við FÍH og er hún enn við nám þar. Fyrst var Hilmar Jens- son kennarinn hennar og svo tók Andrés Þór við. „Báðir eru þeir frábærir gítarleikarar og frábærir kennarar.“ Svo lengi lærir sem lifir Brynhildur hefur óbilandi áhuga á öllu sem tengist tónlistinni og eins og dæmin hér að ofan sýna er hún órög við að prófa eitthvað nýtt. Hún hefur að undanförnu verið að læra djasssöng og næsta vor lýkur hún burtfararprófinu. „Ég ætla mér ekkert að hætta að læra. Þetta hjálpar mér svo mikið í tónsmíðunum. Mörg af lögunum á nýju plötunni samdi ég eft- ir að ég byrjaði í FÍH. Það er til dæmis margt í djass- inum sem ég vil setja í tónlistina mína þó hún sé ekki beint djass heldur er hún undir djass- og blús- áhrifum,“ segir Brynhildur en nán- ar er fjallað um plötuna í ramma hér til hliðar. Hinar ýmsu tónlist- arstefnur höfða til Brynhildar og því einskorðast tónsmíðarnar ekki einungis við blús- og djassáhrif. „Mér finnst til dæmis smjög spennandi að semja klassísk tón- verk. Að semja fyrir strengjasveit- ir og slagverk þykir mér mjög skemmtilegt,“ segir Brynhildur sem vann einmitt lokaverkefni í Listaháskólanum sem var á mörk- um klassíkur og popps. „Mér finnst skemmtilegt þegar verið er að tengja stefnurnar saman,“ segir tónlistarkonan Brynhildur Odds- dóttir sem kemur meðal annars fram á tveimur stöðum í tengslum við Airwaves-tónlistarhátíðina. Annars vegar á sviði við Bæjarins bestu klukkan 17.30 á föstudaginn og hins vegar á ION hóteli á Nesjavöllum á laugardaginn klukk- an 18.15. Það er því fjölmargt framundan hjá Brynhildi sem auk þess að kynna plötuna og ljúka prófum í rafgítarleik og djasssöng kennir tónfræði við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Plata hennar Burn- ing Heart er fáanleg í verslunum Eymundsson, Skífunni og á vefn- um www.tonlist.is. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 Ferðaskrifstofan Nazar var að ljúka sínu fyrsta ferðatímabili á Íslandi. Á hverju ári stendur ferðaskrifstofan fyrir ljósmyndakeppni þar sem við- skiptavinir frá öllum Norðurlöndum geta tekið þátt. Í ár vann Íslendingur keppnina með skemmtilegri ljósmynd sem tek- in var í sumarfríi á Tyrklandi. Dýr- finna Ósk Sigvarðsdóttir býr á Hellu, vinnur þar í grunnskólanum og hefur lítið gert af því að taka ljósmyndir en notaði þó tækifærið og tók myndir með GoPro-vél þegar hún „slysaðist“ í svifvængjuflug í fríinu. „Vinkona mín var búin að ákveða að fara í svif- vængju og manaði mig með sér,“ segir hún. Smá fiðringur í maga Dýrfinna hafði ekki flogið í svif- vængju áður og viðurkennir að hafa fengið örlítið í magann þegar hún fór fram af fjallinu. „Við ókum upp á hátt fjall fyrir of- an bæinn og hlaupum svo fram af fjallinu og svífum í svona fimmtán til tuttugu mínútur yfir borginni og lendum svo á ströndinni,“ segir Dýr- finna. „Ég fékk sko í magann þegar við hlupum fram af og ég var bara með lokuð augun til að byrja með. Það var náttúrulega hræðilegast að fara fram af en ég var alveg með hnút í maganum á meðan við svifum yfir borginni. Áður en við lentum fór- um við alveg út yfir sjóinn og það fannst mér dálítið óhugnanlegt,“ segir hún. Eftir sem áður naut hún þess að skoða landið úr lofti og sér sannaralega ekki eftir að hafa látið tilleiðast og bregða sér í dálítinn flugtúr. Sem betur fer, að sögn Dýr- finnu, hafði hún ekki orð á þessu æv- intýri við foreldra sína fyrr en hún kom heim því þau hefðu án efa reynt að telja henni hughvarf. Vegleg verðlaun Eftir ferð vinkvennanna til Tyrk- lands voru þær beðnar um að svara spurningalista á vefnum frá ferða- skrifstofunni. „Þar rak ég augun í auglýsingu um ljósmyndasamkeppn- ina og ákvað að slá til,“ segir Dýr- finna. Sú ákvörðun var ekki galin og sem fyrr segir þótti myndin hennar best og fékk hún að launum inneign hjá Nazar að verðmæti 200.000 krónur. Dýrfinna hefur hugmyndir um hvernig verja skuli þeim fjármunum. „Ég er alla vega farin að skipuleggja næsta sumarfrí,“ segir ævintýrakon- an Dýrfinna Ósk Sigvarðsdóttir sem að vonum er hæstánægð með verð- launin, ferðina og ljósmyndina. Vann fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni Ljósmynd/Dýrfinna Ósk Sigvarðsdóttir Á flugi Dýrfinna ásamt reyndum flugkappa yfir bæ í Tyrklandi. Þessi mynd varð í fyrsta sæti í ljósmyndakeppni sem ferðaskrifstofan Nazar stendur fyrir árlega. Í svifvængju býsna hátt yfir strandlengju Tyrklands Með Brynhildi í Beebee and the bluebirds leika afbragðs tónlistarmenn. Tómas Jónsson leikur á píanó, Brynjar Páll Björnsson á bassa og Ásmund- ur Jóhannsson á trommur. Gítarleikurinn er í höndum Brynhildar sjálfrar sem einnig syngur og semur lögin. Platan Burning Heart kom út í síðasta mánuði og inniheldur lög og texta eftir Brynhildi. Hún seg- ist gjarnan fá innblástur úr kvikmyndum og sögum, einkum og sér í lagi fyrir lagatextana. Auk þess byggjast þeir á hennar eig- in reynslu. Hún segir að lög- in verði til með ýmsum hætti, til dæmis ómar oft laglína í kollinum og verður síðar að lagi. Stundum koma hljómarnir þó á undan laglínunni. Á því er allur gangur. Beebee and the bluebirds VEL SKIPUÐ SVEIT Brynhildur Brynhildur Í dag, mánudag mun félagið Horizon bjóða upp á skemmtilega tungu- málasmiðju á Café Lingua í Borgar- bókasafninu. Í smiðjunni verða kynn- ingar og umræður á tyrknesku, dönsku, ensku og íslensku og verða meðal annars tekin dæmi um ýmiss konar spaugilegan tungumálamis- skilning. Smiðjan er fyrir alla sem eru áhugasamir um tungumál og fjöl- tyngi. Te og kaffi er í boði og aðgang- ur ókeypis. Café Lingua fer að þessu sinni fram í Borgarbókasafni við Tryggva- götu 15, á milli klukkan 17.30-18.30. Nánari upplýsingar má finna á vef Borgarbókasafnsins, www.borgar- bokasafn.is. Spaugilegur misskilningur Morgunblaðið/Styrmir Kári Fróðlegt Margt má læra á Café Lingua Tungumála- smiðja í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.