Morgunblaðið - 03.11.2014, Síða 16
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Öll vinna og skipulag al-mannavarnadeildar ríkis-lögreglustjóra miðast viðað gosið í Holuhrauni
standi lengi yfir, jafnvel ár. Þó eru
ekki skipulagðar vaktir nema 2-3 vik-
ur fram í tímann. Víðir Reynisson,
deildarstjóri almannavarna, segir að
engu að síður séu menn farnir að
huga að fyrirkomulaginu um jól og
áramót. Reynt sé að keyra kerfið á
lágmarksmannskap og dreifa vinnuá-
lagi á stærri hópa, bæði til að halda
niðri kostnaði og þreyta ekki mann-
skapinn um of.
„Það er mikil vinna að láta þetta
allt ganga upp og við þurfum stund-
um að kalla fólk inn úr fríum. Margir
leggjast á eitt og þannig hefst þetta.
Ég sagði það nú á öðrum degi þess-
arar atburðarásar í ágústmánuði að
menn yrðu að passa sig á að keyra sig
ekki strax út, því við gætum átt eftir
að standa í þessu í 75 daga að
minnsta kosti. Það hefur gengið eftir
og vel það. Núna vinnum við í raun-
inni eftir plani sem gerir ráð fyrir að
við þurfum að takast á við þetta
næstu árin,“ segir Víðir.
Stóratburður á heimsvísu
Hann stýrir samhæfingarhópi
margra stofnana og viðbragðsaðila
sem kemur saman þrisvar í viku til að
fara yfir stöðuna hverju sinni. Sam-
starf stofnana er orðið það mikið að
ekki er vanþörf á. Sem dæmi þá eru
lögreglumenn einnig notaðir við vís-
indarannsóknir við Holuhraun, eins
og að taka myndir, sýni og sinna
mælingum. Þannig er reynt að sam-
nýta mannskap eins og hægt er og
nýta allar ferðir á gossvæðið vel, m.a.
til að viðhalda eftirlitsbúnaði.
„Þetta er orðið dálítið rútínerað
en það er einmitt hættan. Við megum
ekki sofna á verðinum og þurfum
annað slagið að klípa okkur og aðra
til að minna á hve stórir atburðir eru í
gangi. Það þurfa allir að vera stöðugt
á tánum. Þetta er ekkert í líkingu við
það sem við höfum séð áður, hraunið
er orðið það stærsta síðan í Skaftár-
eldum og ótrúlegir atburðir eru að
gerast í Bárðarbungu með þessu sigi
öskjunnar og stórum jarðskjálftum.
Atburðir af þessu tagi eiga sér hvergi
stað í heiminum um þessar mundir
og alþjóðasamfélagið fylgist vel með
okkur,“ segir Víðir en erlendar
vísindastofnanir hafa sent hingað
mannskap og búnað til aðstoðar við
vöktun á eldgosinu. Víðir segir þenn-
an stuðning ómetanlegan, kostnaður
stjórnvalda væri orðinn mun hærri
hefði þessarar aðstoðar ekki notið
við.
„Alþjóðasamstarf í almanna-
vörnum og vísindarannsóknum skilar
okkur mjög miklu. Forsenda fyrir að-
gangi að ýmsum gögnum er einmitt
þetta alþjóðasamstarf. Hér er fullt af
búnaði sem við höfum ekkert efni á
að reka og höfum fengið að láni er-
lendis frá,“ segir Víðir og á þar m.a.
við gasmæla, veðurradartæki, GPS-
tæki, jarðskjálftamæla og fleira.
Viðbúin öðrum atburði
„Við þurfum alltaf að vera undir
það búin að takast á við annan at-
burð, eins og gos undir jökli eða ann-
ars staðar. Þá þarf að vera til mann-
skapur sem er ekki útbrunninn,“
segir Víðir en í því samhengi hefur
einnig verið skoðað hvað standi til
boða af erlendum sérfræðingum ef
frekari hamfarir skella á, t.d.
sérfræðingum í hamfara-
stjórnun. Er helst horft
til hinna Norður-
landaþjóðanna og Evr-
ópusamstarfsins í al-
mannavörnum í slíku
samstarfi, en einnig
stofnana og samtaka
eins og Rauða
krossins,
Sameinuðu
þjóðanna og
NATO.
Viðbúnaður miðast
við gos næstu árin
Morgunblaðið/Eggert
Almannavarnir Samráðshópur hefur komið reglulega saman í sam-
hæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð vegna eldgossins í Holuhrauni.
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðskiptablað-ið segir fráþví að Vil-
hjálmur Egilsson,
rektor Háskólans á
Bifröst, hafi í út-
varpsviðtali sagt að aldrei hefði
átt að setja á fjármagnshöft
hér á landi:
„Þá segir hann að í stað fjár-
magnshafta hefði verið heppi-
legra að láta gengi krónunnar
falla nægilega mikið til þess að
náttúrulegur botn á genginu
hefði getað myndast.“
Svo er haft eftir Vilhjálmi:
„Ef þessum náttúrulega
botni hefði verið náð þá hefði
gengið að öllum líkindum
hækkað fljótt aftur og náð mun
hærri stöðugleika en raunin
varð á endanum innan hafta að
mati Vilhjálms. Þá sagði hann
enn fremur að ef fjármagns-
höftin væru afnumin á morgun,
þá myndu áhrifin vera mjög
lítil.“
Þetta eru eftirtektarverð
sjónarmið og fjarri því að vera
fráleit. Það var ekkert und-
arlegt við það að örvænting og
pat gripi marga við þá atburði
sem urðu þegar íslenskir bank-
ar féllu, bæði vegna innri
vanda og ekki síður vegna þess
að töfrateppunum var kippt í
einni svipan undan efnahags-
legri tilveru. Þeirri sömu sem
byggði á því að „alþjóðavæð-
ingin og nýju efnahags-
lögmálin“ hefðu
kollvarpað því sem
um aldir höfðu ver-
ið talin órjúfanleg
lögmál veru-
leikans.
Það var hluti af ofboði óttans
að selja sig blindandi undir
flest það sem frá misvitrum út-
sendurum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins kom. Það var auðvitað
ekki allt saman vont, enda eng-
um alls varnað. En margt var
bölvað. Eitt það vitlausasta var
að láta ljúga inn á þjóðina
nauðsyn þess að fá flenni lán
frá AGS og leggja þau inn á
reikning hjá seðlabanka í New
York og borga þungbæran
vaxtamun af lánum sem ekki
nokkur nauðsyn rak menn til
að sitja uppi með.
Það versta sem gat hugs-
anlega gerst við það, að losa sig
hratt við gjaldeyrishöftin á
þeim tíma sem lofað hafði ver-
ið, var margfalt hagfelldara en
kostnaðurinn við að burðast
með þau allan þennan tíma.
Mörg skekkjan hefur orðið til
vegna þess, og margt óréttlæti
sem ekki er víst að nokkurn
tíma verði hægt að bæta með
sanngirni úr. En kjarkleysi og
hugmyndaleysi síðustu ríkis-
stjórnar og lautinanta hennar í
Seðlabankanum, sem meðal
annars voru önnum kafnir í
málaferlum við sjálfa sig, kæfði
allar hugmyndir í fæðingu.
Rektor ræðir
eftirtektarverð
sjónarmið}
Ekki fjarri sanni
Það er ekkertleyndarmál að
samskipti Ísraels
og Bandaríkjanna
hafa verið stirð um
nokkurn tíma. Ísr-
aelsmenn hafa gagnrýnt stefnu
Bandaríkjanna í málefnum
Mið-Austurlanda, og sagt þau
vera of lin, til að mynda í af-
stöðu sinni til kjarnorkuáætl-
unar Írana og í efnavopnamáli
Sýrlands. Bandaríkjastjórn
hefur tekið gagnrýninni illa og
sagt fleiri en eina leið færa til
þess að ná fram markmiðum
um bætt ástand í heimshlut-
anum, auk þess sem hún hefur
gagnrýnt landnemabyggðir
Ísraelsmanna hart.
Þá biðu samskipti ríkjanna
mikinn hnekki – sennilega
vegna þess að þau voru ekki
beysin fyrir – þegar haft var
eftir ónefndum embættismanni
í Washington að Benjamín
Netanyahu, forsætisráðherra
Ísraels, væri lítið annað en grá-
bölvuð kveif, sem hugsaði fyrst
og fremst um að halda völdum.
Hann væri of hræddur til þess
að láta til skarar skríða gegn
Íran, sem væri gott, en líka of
hræddur til þess að teygja sig í
átt að friðar-
samkomulagi við
Palestínumenn og
önnur arabaríki.
Yfirvöld í Wash-
ington reyndu að
biðjast afsökunar vegna um-
mælanna nafnlausu, og höfn-
uðu bæði Hvíta húsið og utan-
ríkisráðuneytið því að sá sem
hefði látið þau falla kæmi úr
þeirra röðum. Skaðinn var þó
skeður og líklega mun taka
nokkurn tíma að bæta hann og
gæti jafnvel þurft að bíða þess
að annar hvor þeirra Net-
anyahu eða Obama hyrfi úr
embætti áður en það gerðist.
Það yrði hins vegar mikið
áfall fyrir ríkin tvö ef svo lang-
ur tími þyrfti að líða áður en
samskipti þeirra bötnuðu.
Verkefnin í Mið-Austurlöndum
eru ærin. Enn er ósamið um
kjarnorkuáætlun Írana og
borgarastríðið í Sýrlandi geis-
ar enn. Þegar við bætist upp-
gangur Ríkis íslam, auk mögu-
leikans á því að Palestínumenn
geri aftur uppreisn, er ljóst að
hagsmunir vesturveldanna
skaðast mjög fari samskipti
Ísraels og Bandaríkjanna ekki
batnandi.
Samskipti Ísraels
og Bandaríkjanna
þurfa að batna}
Nafnlaus orð geta verið dýr
F
yrir um einu og hálfu ári gaf ég
út bók um búsáhaldabyltinguna,
þar sem reynt var að sýna hana
frá hlið þeirra lögreglumanna
sem stóðu vaktina við Alþingis-
húsið á meðan samfélagið fór á hliðina. Ég
fékk mínar fimmtán mínútur af frægð, tvö
eða þrjú viðtöl í tengslum við bókina, auk
þess sem vissir kaflar (en þó ekki þeir sem ég
taldi mikilvægasta) enduðu í fjölmiðlum með
látum. Að öðru leyti var bókin að mestu þög-
uð í hel, og jafnvel kölluð „bull“ af fólki sem
ekki hafði lesið staf í henni en taldi sig samt
þess umkomið að dæma bæði hana og per-
sónu mína út frá persónulegum fordómum
sínum.
Ég lét mér það í léttu rúmi liggja, fjar-
lægði númerið mitt úr símaskrá og hef síðan
sagt fátt mér eða bókinni til varnar. Hugsaði eins og
frúin forðum að minn tími myndi koma.
Það er mér engu að síður þungbært að þurfa að sitja
undir því að vera uppnefndur pólitískur eineltisseggur
af Álfheiði Ingadóttur, fyrrverandi þingmanni og ráð-
herra, nú þegar enn og aftur gýs upp umræða um henn-
ar þátt í mótmælunum 20. janúar 2009. Ég ætti þó lík-
lega að vera upp með mér að hún viðurkenni mig sem
höfund bókarinnar, því að áður hafði hún sagt að Davíð
Oddsson væri líklegur höfundur hennar, auk þess sem
hún gerði lítið úr fagnámi mínu sem sagnfræðingur, þar
sem ég væri blaðamaður á Morgunblaðinu.
Þessi illu viðbrögð Álfheiðar verða þó að
skoðast í því ljósi að umræðan verður ekki til
í tómarúmi. Lögreglumaður í sérsveitinni,
sem nú er látinn, sá ástæðu til þess að skrifa
niður sérstaka skýrslu um hegðun hennar
gagnvart sér, sem þáverandi samstarfsmenn
geta staðfest. Fjöldi þingmanna og starfs-
manna þingsins varð einnig vitni að hegðun
hennar þennan dag, og mál hennar var tekið
sérstaklega fyrir á fundi allsherjarnefndar
stuttu eftir stóru mótmælin. Er allt þetta
fólk að leggja Álfheiði í einelti? Voru heim-
ildarmenn mínir að segja mér ósatt? Því get
ég ekki trúað.
Rétt er að árétta að enginn heldur því
fram að Álfheiður hafi „stýrt byltingunni“
eða að hún hafi persónulega fengið alla sem
áttu um sárt að binda til þess að mótmæla.
Að fullyrða slíkt er að búa til ömurlegan strámann og
afvegaleiðir umræðuna frá því sem skiptir máli, að ein-
hverjir þingmenn virðast hafa leitt fyrirmæli þeirra lög-
reglumanna sem voru að reyna að verja þá algjörlega
hjá sér og jafnvel reynt að gera lögreglunni erfiðara
fyrir í þeim illviðráðanlegu aðstæðum sem þá ríktu.
Að lokum. Eitt helsta þingmál Framsóknarflokksins
á síðasta kjörtímabili var að skipa nefnd til þess að
rannsaka þessa atburði ofan í kjölinn, þar með talið at-
hafnir og ábyrgð þingmanna. Það er mjög miður að
kjarkurinn til að leggja það til að nýju hafi horfið með
setunni í ríkisstjórn. sgs@mbl.is
Stefán Gunn-
ar Sveinsson
Pistill
Eineltisseggurinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Víðir Reynisson segir almenn-
ing geta aukið áfallaþol sam-
félagsins t.d. varðandi við-
búnað á heimilum ef til frekari
náttúruhamfara kemur. Mik-
ilvægt sé að kynna sér leið-
beiningar á vef Almannavarna
og Rauða krossins. „Ekkert
samfélag er sterkara en ein-
staklingarnir sem í því búa. All-
ir þurfa að vera viðbúnir frekari
náttúruhamförum, hvort sem
það verður Bárðarbunga eða
eitthvað annað. Því betur sem
einstaklingar og fyrirtæki und-
irbúa sig því betur getum við
tekist á við áföll. Menn þurfa
að spá í sitt nærumhverfi og
velta því fyrir sér hvaða áhrif
svona atburðir geta haft. Hægt
er að gera einfalda hluti til að
draga úr áhrifunum. Viðlaga-
kassi er eitt af því,“ segir Víðir.
Heimilin þurfi að gera sína
áætlun um t.d. hver ætli að
gera hvað, hver t.d. sæki börn í
skóla og hvar eigi að hittast ef
eitthvað kemur upp. „Þetta
þarf fólk um allt land að gera,
alveg eins og með eld-
varnir. Heimilin þurfa að
hafa sína hamfaraáætl-
un.“
Landsmenn
geri sig klára
FREKARI HAMFARIR
Víðir Reynisson