Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.11.2014, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014 Haustlitastemning Náttúran býr yfir óteljandi litum og töfrum, sérstaklega á haustin þegar laufblöðin og gróðurinn umbreytist og ekki amalegt að fá aukaskreytingu með daggardropum. Ómar Litförótt þykir sumum utanrík- isstefna núverandi ríkisstjórnar og bregða lit eftir fleiru en árstíðum. Sú utan- ríkisstefna sem ég fylgdi fram árin 2009- 2013 byggðist m.a. á þremur nýjum sókn- arlínum til að tryggja hagsmuni Íslendinga til framtíðar: við- ræðum um aðild að Evrópusamband- inu, þróun norðurslóða sem for- gangsverkefnis og sérstöku átaki um fríverslun við Asíulönd. Núverandi ríkisstjórn virðist hins vegar ekki hafa skýrar línur um utanríkismál, og jafnvel enga utanríkisstefnu, ef frá er talin andstaða við allt sem tengist Evrópusambandinu. Þar er þó sú þverstæða uppi að blessuð ríkisstjórnin leggur ekki í að breyta stöðu Íslands sem umsókn- arríkis og leggur sig raunar í líma umfram samanlagðar fyrri rík- isstjórnir að moka sem hraðast í gegnum Alþingi öllum tilskipunum sem berast með póstinum frá Bruss- el. Því miður hafa norðurslóðir (líkt og ESB) um missera skeið einnig týnst í glatkistu Framsóknar. Sá málaflokkur hefur bjargast með því að forseti Íslands hefur tekið að sér þann part utanríkisstefnunnar. Það gerir hann af meiri þrótti og áhuga en nokkru sinni varð vart hjá rík- isstjórn Sigmundar Davíðs. Mest kemur þó á óvart, að þrátt fyrir eindregnar yfirlýsingar um að halda áfram stefnu fyrri ríkisstjórna um að efla fríverslun Íslendinga eru engin tíðindi af þeim vígstöðvum. Þá eru frá talin afar lofsverð ferðalög ut- anríkisráðherra um heimsbyggðina. Í því efni sker í augu að engin teikn eru um að ríkisstjórnin áformi að notfæra sér það færi sem nú er að skapast til að ná viðræðum við Jap- ani um fríverslun. Um það er þó sam- staða flestra, ef ekki allra, flokka á Alþingi. Asíugáttin Samningar um frí- verslun við Japan eru rökrétt efnahagslegt og pólitískt framhald af opnun Asíugáttarinnar sem hófst á síðasta kjör- tímabili með mik- ilvægum samningum sem ég undirritaði við Alþýðulýðveldið Kína og Hong Kong. Þá voru einnig hafnir samningar við Indónesíu og Víetnam, viðræður teknar upp að nýju við Taíland og drög lögð að viðræðum við Myanmar og Malasíu og samstarfsyfirlýsing gerð af hálfu EFTA-ríkjanna við Pakistan. Viðræður við Indland höfðu áður hafist í tíð annars utanrík- isráðherra Samfylkingarinnar, Ingi- bjargar S. Gísladóttur. Fríverslunarsamninginn við Kína, sá fyrsti sem Evrópuríki náði, er efa- lítið mikilvægasti milliríkjasamn- ingur sem Ísland hefur gert frá því Jón Baldvin, annar utanríkisráð- herra úr röðum jafnaðarmanna, lauk samningum um aðild Íslands að EES fyrir um 20 árum. Samningurinn við Kína opnar Íslandi afar mikilvæga markaði í landi í hröðum uppgangi sem margt bendir til að beri höfuð og herðar yfir önnur efnahagsveldi heims þegar vindur fram um öldina. Pólitískt og efnahagslega er hins vegar mikilvægt að í kjölfar samn- ings um fríverslun við Kína geri Ís- land líka slíkan samning við Japan. Það er mikilvægt að skilja að um þessar mundir eru að skapast til þess sérstakar aðstæður. Jarðvegur fyrir viðræður Því valda ekki síst nýjar áherslur ríkisstjórnar Shintzo Abe, sem hefur gert fríverslun að sérstöku áherslu- efni. Hann hefur lagt fram efnahags- stefnu sem vísar til fornu samúræj- anna og er kennd við „örvarnar þrjár“. Undir þriðju örina falla áform um að auka verulega hlut fríversl- unar. Hún nær nú aðeins yfir tæpan fimmtung utanríkisviðskipta Japana en stjórnvöld áforma að auka hlut hennar upp í 80% af milliríkjaversl- uninni. Þessar breytingar skapa lag fyrir hraðstíga smáþjóð. Það skiptir líka máli að á síðasta kjörtímabili lagði ríkisstjórnin þungt á við japönsk stjórnvöld að sérstakur sendiherra væri formlega tilnefndur til að veita japanska sendiráðinu for- stöðu hér á landi. Svo var ekki áður. Í sumar tók fyrsti sendiherrann, sem gegnir slíku hlutverki, upp staðfestu á Íslandi. Það er til marks um að Ís- land hefur nú meira vægi innan jap- anska stjórnkerfisins en áður og sér- stakur Íslandssendiherra mun auðvelda mjög viðræðurnar hafi ís- lenska ríkisstjórnin á annað borð döngun til að koma þeim í gang. Heimsókn Gunnars Braga Síðastliðin sumar kom opinberlega fram eftir fund sem Takao Makino, aðstoðarutanríkisráðherra Japans, átti með fulltrúum allra flokka í Al- þingishúsinu að mættir lýstu ein- dregnum vilja til fríverslunar. Þessi samstaða er áréttuð með tillögu um fríverslunarviðræður við Japan sem lögð var fram á Alþingi í haust af þingmönnum fimm flokka. Ennþá eru samt engin tíðindi af málinu úr sjálfu stjórnarráðinu. Þó ber að hrósa Sigurði Inga Jóhannssyni, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, sem af natni hefur ýtt hug- myndinni fram í samtölum sem hann hefur átt við japanska ráðamenn. Í ljósi þessa, og þó ekki síst með hliðsjón af hagsmunum Íslands, er illskiljanlegt hví ríkisstjórnin hefur ekki enn tekið ákvörðun um að fela utanríkisráðherra að setja fram formlega ósk um viðræður um frí- verslun gagnvart japönskum stjórn- völdum. Slík ákvörðun gerði kleift að gera fríverslun að aðalerindi Gunn- ars Braga þegar hann gerir för sína til Japans síðar í haust. Eitt er þó ljóst. Töf á formlegri ósk um við- ræður getur sett Íslendinga í langa bið, og kostað íslenskan sjávarútveg bæði fjármuni í formi áframhaldandi tolla og tap á markaðsfærum sem frí- verslun færir. Sterkar röksemdir Ég varð þess áskynja í heimsókn minni í japanska þingið í sumar leið að mörg ríki hyggjast leita hófanna með fríverslun við Japan. Töf á að setja fram ósk um viðræður getur leitt til þess að Íslendingar lendi í langri biðröð. Þá getur orðið erfitt fyrir litla þjóð að ná upp á pallborðið því reynsla smáþjóða, þar á meðal okkar af loftferðasamningum við Japan, sýnir að smæð þjóða og þar- með hlutfallslega litlir viðskiptahags- munir af Japana hálfu, er stundum fótakefli. Nú eru hins vegar sterkari póli- tískar röksemdir en áður, þar á með- al öryggispólitískar, fyrir viðræðum við Japan: · Í fríverslunarstefnu sinni leggja Japanir sjálfir áherslu á að þeir vilji einbeita sér að samningum um frí- verslun við þjóðir sem hafa yfir að ráða sterkum auðlindum. ·Eitt EFTA-ríkjanna, Sviss, hefur þegar gert fríverslunarsamning við Japan. Í því ljósi er hægt að færa sterk rök fyrir fríverslun við Ísland, sem einnig tilheyrir EFTA. Varla munu Japanir meðhöndla EFTA- ríkin með mismunandi hætti. En til þess þarf óskin að koma fram. ·Við höfum gert fríverslunarsamn- ing við Alþýðulýðveldið Kína og í ljósi pólitísks jafnvægis er eðlilegt að Japan og Ísland staðfesti vinatengsl sín með formlegri fríverslun. Það er ekki síst mikilvægt frá pólitískum sjónarhóli Japans ·Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Shinzo Abe um þjóðaröryggi, sem aðstoðarutanríkisráðherra Japans afhenti fulltrúum stjórnmálaflokk- anna á fundi í Alþingishúsinu, segir m.a. að styrking fríverslunar sé hluti af nýrri öryggisstefnu Japana. Í ljósi aukinnar spennu við Suður-Kínahaf felur nýja öryggisstefnan líka í sér nálgun gagnvart Atlantshafsbanda- laginu. Það speglast glöggt í ræðu sem Abe forsætisráðherra flutti í höfuðstöðvum þess 6. júní sl. Innan bandalagsins, sem tekur afstöðu á grundvelli órofa samþykkis (e. „con- sensus“), skipta tengsl og gagn- kvæmur skilningur einstakra banda- lagsríkja gagnvart þriðju ríkjum máli. Það gildir líka um smáþjóð einsog Ísland. Aðild Íslands að Atl- antshafsbandalagsinu hefur því sér- stakt vægi gagnvart óskum um frí- verslunarviðræður. Gróin vinaríki Mestu skiptir þó að Japan og Ís- land eru gróin vina- og samstarfsríki með svipaðar áherslur á reglur rétt- arríkisins. Að staðaldri eiga ríkin nána samvinnu í hópi svipað þenkj- andi ríkja innan alþjóðastofnana. Í samskiptum slíkra vinaríkja á stærð ekki að skipta máli varðandi óskir um fríverslun heldur grunngildi, einsog afstaðan til frelsis, mannréttinda og lýðræðis – auk góðrar reynslu af við- skiptum og samstarfi þjóðanna Þetta eru röksemdir sem Gunnar Bragi og hans fólk þurfa að flytja af festu og einurð þegar ráðherra sækir Japan heim í haust. Það er í þágu ríkra hagsmuna Íslands að formleg ósk um viðræður um fríverslun komi fram sem fyrst. Það eykur líkurnar á að utanríkisráðherra Íslands geti komið heim frá Japan beinn í baki með viljayfirlýsingu um slíkar við- ræður. Átján mánuðir hafa þó ekki dugað ríkisstjórninni til að setja fram ósk um fríverslunarviðræður við Jap- an. Það býður heim þeirri ályktun að í utanríkismálum sigli hún yfirleitt ekki eftir neinu sjókorti. Eftir Össur Skarphéðinsson » Illskiljanlegt hví rík- isstjórnin hefur ekki enn tekið ákvörðun um að setja fram formlega ósk um viðræður um frí- verslun gagnvart jap- önskum stjórnvöldum. Össur Skarphéðinsson Höfundur eru alþingismaður og fyrr- verandi utanríkisráðherra. Fríverslun við Japan og seinagangur stjórnvalda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.