Morgunblaðið - 03.11.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 03.11.2014, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014                                     Hvernig fer það sam- an við læknaeiðinn að leggja niður störf og neita að líkna sjúkum og lækna? Hreint ekki vel. Hvernig stendur þá á því að hér á Íslandi, árið 2014, er svo komið að þeir læknar sem fá greitt samkvæmt kjara- samningi Læknafélags Íslands við ríkið taka svo afdrifaríka ákvörð- un að fara í verkfall? Það er hreint ekki auðveld eða létt ákvörðun. Hún stríðir algerlega gegn okkar lífsskoð- unum og jafnvel gegn eiðnum sem við skrifum undir við útskrift: Gerðu eng- an skaða (Primum non nocere). Ekki eru fordæmi fyrir því að læknar hafi gripið til svo afdrifaríkra aðgerða. Ekki eru heldur fordæmi fyrir slíkri samstöðu innan þessarar stéttar sem einkennist af ólíkum innbyrðis hags- munum. Hluti hennar starfar á sjúkrahúsi, aðrir í heilsugæslu, sumir í þéttbýli aðrir í fámennum sveit- arfélögum og enn aðrir að hluta til hjá einkareknum fyr- irtækjum. Þessi stétt ríkisstarfsmanna er inn- byrðis ólík en hefur meðal annars átt það sameiginlegt að hafa verið seinþreytt til vand- ræða. Nú er hún komin út í horn. Hún hefur fengið nóg. Hún getur ekki lengur hlaupið hraðar. Á sama tíma horfum við á eftir sam- starfsfélögum til margra ára hverfa á braut með orðunum: Gangi ykkur vel, ég vil ekki bera ábyrgð á þessu lengur! Ég stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum á árunum 1996-2002. Sneri þá aftur heim til Íslands sem út- lærður lyflæknir og sykursýkislæknir, full af áhuga og með nýjungar í far- teskinu sem hafa komið sér vel fyrir skjólstæðinga mína, s.s. insúlíndælur sem þá voru að koma á markað í Evr- ópu. Ég var 36 ára gömul, barnshafandi að öðru barni þar sem ég hafði ekki leyft mér að eignast börn meðan ég var í framhaldsnámi. Þetta hafa verið góð ár á Íslandi, 12 ágæt ár. Mikil vaktavinna og gott að hafa stuðning- inn frá sínum nánustu, algerlega ómetanlegt. En tímarnir hafa breyst eins og allir þekkja. Þegar ég hélt utan árið 1996 var enginn með farsíma á Íslandi, ein- staka brautryðjendur réðu yfir bíla- símum sem voru á stærð við raf- geyma. Enginn tölvupóstur en tveir tölvuáhugamenn á Landspítalanum voru rétt að byrja að þreifa sig áfram með slíka undratækni. Snertiskjáir voru það allra heitasta og internetið var rétt uppgötvað en ekki komið í al- menningsnotkun. Mér fannst ég vera að flytja á heimsenda og mundi jafnvel ekki upplifa það að sjá foreldra mína nokkru sinni aftur. Margir vinir mínir og kollegar sem fluttu heim um svipað leyti og ég, og hafa eftir langt starf á Íslandi nú pakkað saman og flutt aftur út með alla fjölskylduna, upplifa gjör- breyttan heim. Þeir eru í góðum sam- skiptum við okkur hérna heima í gegn- um samfélagsmiðla, nota ódýrar leiðir til að hringja heim með búnaði eins og Skype og síðast en ekki síst hafa þeir aðgang að tíðum ferðum og ódýrum flugfargjöldum þannig að jafnvel er hægt að skjótast heim í vaktafríum og heimsækja ættingja og vini. Ég rek þessar breytingar hér til að minna á í hvaða samkeppni við erum. Það hefur svo margt breyst á einum áratug að við sem komin erum á miðj- an aldur eigum í mesta basli með að átta okkur. Stéttin hefur breyst, ungt fólk hugs- ar á allt annan hátt en tíðkaðist fyrir 10-15 árum. Ungir læknar í dag eru reiðubúnir til að leggja mikið á sig og standa hóflegar vaktir en þeir vilja geta lifað af eðlilegum vinnutíma og fengið frítökurétt á móti hluta af helg- ar- og næturvinnu sinni. Þeir vilja ekki ganga um of á tímann sem þeir kjósa að eyða með fjölskyldum sínum. Það er alveg sama hvað ég og mér eldra fólk rifjar upp með nostalgíu í röddinni hvað við unnum nú mikið hér um árið. Það voru jú þrískiptar vaktar á gjör- gæslunni í Ameríku og þá var ekkert farið heim næsta morgun, ó nei. Það var sko unnið í 36 tíma törnum og maður hlustaði með andakt á eldri mennina segja frá því þegar vaktirnar voru tvískiptar 10 árum þar áður. Það- an kemur nafnið á námslæknum í Bandaríkjunum. Þeir eru kallaðir „residentar“ af því að þeir bjuggu á sjúkrahúsunum – fluttu inn og voru í nokkur ár. En í stað þess að fá lotning- arfull viðbrögð unga fólksins í dag þá fær maður frekar undrunarsvip sem af skín spurningin, „hvernig gastu lát- ið bjóða þér þetta?“. Og hvað get ég sagt, jú hefðin bauð þetta á þeim tíma. En síðan gerðust óhöpp. Í ljós kom að þeir starfsmenn sem höfðu verið á löngum vöktum gerðu frekar mistök og yfirvöld áttuðu sig á að kerfinu yrði að breyta í takt við auknar gæðakröf- ur, aukinn hraða og óskir starfs- manna. Reglugerðum var breytt bæði austan hafs og vestan, vöktum fækk- að, mönnun aukin. Það er þessi nýi tími sem við stöndum frammi fyrir. Við getum sagt margar sögur um það hvað allt var nú gott og einfalt hér áður fyrr. Það bara dugar ekki. Það nennir ekki nokkur maður að hlusta á það. Ég er 48 ára og á Íslandi í dag búa 29.000 manns sem hafa náð sjö- tugsaldri. Þegar ég verð sjötug verða þeir 60.000. Ef húsnæðið í dag er sprungið og fjöldi lækna er sá sami á LSH í dag og hann var árið 2007 þó að öldruðum Íslendingum hafi fjölgað um 20% á síðan þá, hvernig verður þá tek- ið á móti mér þegar ég verð sjötug? Hvaða þjónusta verður þá í boði? Ég tel að yfirstandandi kjarabar- átta lækna snúist ekki í meginatriðum um bætt kjör eldri kynslóða lækna og jafnvel ekki starfsaðstöðu þeirra, við höfum jú reynt ýmislegt og mörg okk- ar verða komin að starfslokum þegar nýr spítali rís. Hún snýst um að til dæmis fólk á mínum aldri fái við- unandi læknisþjónustu þegar það verður sjötugt. Fyrir mig snýst hún um að hér verði nægilega margir læknar til að sinna öldruðum for- eldrum mínum og barnabörnunum sem mig dreymir um að eignast. Ég hef valið að búa á Íslandi. Mig langar til að starfa á Íslandi. Ég vil hafa öflugan spítala á Íslandi og ég vil ekki þurfa að óttast það að verða göm- ul á Íslandi. Til þess að svo megi verða þarf að laga kjör lækna þannig að þeir kjósi líka að flytja til Íslands og starfa hér. Er þetta ekki eitthvað sem við verðum að sameinast um? Hvernig endar þetta annars? Læknaverkfall – hvar endar þetta? Eftir Örnu Guðmundsdóttur »Ég var 36 ára gömul, barnshafandi að öðru barni þar sem ég hafði ekki leyft mér að eignast börn meðan ég var í framhaldsnámi. Arna Guðmundsdóttir Höfundur er læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hæ, ég heiti Lukka og mér er virkilega misboð- ið. Hingað til hef ég kvartað yfir því að vera skilin eftir ein heima á morgnana því foreldrar mínir þurfa að fara í vinnuna. Ekki lengur. Nú er ástandið orðið óþol- andi, ég má ekkert leng- ur. Ef ég fer og finn föt með lykt sem mér líkar vel og fer með þau í búrið mitt er ég skömmuð. Ef ég gref beinið mitt í blómapotti er ég skömm- uð. Ef ég hleyp að ís- skápnum og horfi á hann er ég skömmuð (nei, við erum í verkfalli svo ekk- ert bruðl). Ef ég dansa, engin verð- laun. Ef ég sest, engin verðlaun. Ef ég leggst, engin verðlaun. Það versta þegar ég heilsa, ekki neitt (við erum í verkfalli). Mér finnst svakalega gaman að fara út að ganga, kannski tvisvar á dag, en fimm sinnum? Hræðilegt. Það er einfaldlega of mikið. Það er frost úti og feldurinn minn er ekki hann- aður fyrir svo margar gönguferðir í miklum kulda. Mér er enn kalt þegar ég er dregin út aftur. Ég fæ ekki lengur að fara og banka hjá bestu vinkonu minni og fá kex. Enginn syngur lengur „Bíum, bíum bambaló“ fyrir mig þegar ég er þreytt. Enginn syngur „Schlafe, schlafe“ fyrir mig eftir smá stund þegar ég hef verið skömmuð. Hvað á ég að gera? Kæru stjórnendur. Komið mínum aftur í vinnu svo ég geti gert það sem ég vil. Semjið núna. P.s. Ég gleymdi einu. Ég er hundur og eigendur mínir eru tón- listarkennarar. Lukka. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hundalíf Lukku Tónlistarkennarar Frá baráttufundi þeirra. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.