Morgunblaðið - 03.11.2014, Side 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2014
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Nú heyrist eldhjarta Íslands slá er
heiti á dagskrá sem haldin er í Norð-
urljósasal Hörpu í kvöld, mánudaginn
3. nóvember, klukkan 20.00 í tilefni
þess að nú eru liðin 150 ár frá fæð-
ingu Einars Benediktssonar skálds.
Gestum er boðið í ævintýraferð um
ljóðheima skáldsins þar sem kvæðin
kallast á við myndir, leik, hljóð og
tónlist. Svala Arnardóttir, sem er
langafabarn skáldsins, sér um texta
og leikstjórn og eiginmaður hennar,
Arthúr Björgvin Bollason, aðstoðaði
við dagskrárgerð. Flytjendur eru
Arnar Jónsson, Baldur Trausti
Hreinsson, Egill Ólafsson, Halldóra
Björnsdóttir og Svandís Dóra Ein-
arsdóttir. Aðgangur er ókeypis, enda
dagskráin hugsuð sem afmælisveisla
fyrir almenning.
„Við Svala heyrðum í áramóta-
ávarpi forsætisráðherra þjóðarinnar
að það væru tveir merkisatburðir á
árinu sem þyrfti að halda upp á: 70
ára afmæli lýðveldisins og 150 ára af-
mæli Einars Benediktssonar. Það
varð að samkomulagi milli rík-
isstjórnarinnar og fjölskyldu Einars
að lagðar yrðu fram hugmyndir um
það hvað væri hægt að gera í tilefni af
afmælinu og ein hugmyndin var um
afmælisdagskrá,“ segir Arthúr
Björgvin. „Í skýrslu sem við Svala
gerðum fyrir forsætis- og mennta-
málaráðuneytið var lagt til að fæðing-
arhús Einars við Elliðaár yrði gert að
Húsi ljóðsins, ljóðamiðstöð þar sem
komið yrði upp varanlegri sýningu
sem tengdist ljóðum hans. Þetta yrði
margmiðlunarsýning með digital-
myndefni og öðru slíku þar sem nýjar
kynslóðir yrðu leiddar inn í ljóðaheim
Einars með þeim meðulum sem
yngra fólkið þekkir í dag. Þessu var
tekið mjög vinsamlega, þótt ekkert sé
fastákveðið í þessum efnum. Við
ákváðum að vinna fyrir þessa dag-
skrá í Norðurljósasalnum myndefni
sem myndi nýtast á margmiðl-
unarsýningu í Húsi ljóðsins, ef af
yrði. Þar eð ég er bjartsýnismaður að
upplagi er ég sannfærður um að hug-
myndin um Hús ljóðsins verður að
veruleika, það er bara spurning hve-
nær og hversu vegleg útfærslan verð-
ur.“
Abstrakt sviðsetning á ljóðum
Dagskráin í Norðurljósasal Hörpu
í kvöld byggist ekki einungis á texta
því hið sjónræna kemur einnig mjög
við sögu. Jón Egill Bergþórsson og
Vignir Jóhannsson sjá um sviðsmynd
og sjónræna útfærslu en Jón fór út á
land með kvikmyndatökumanni og
myndaði staði sem koma fyrir í ljóð-
unum sem Svala valdi. „Þegar ég var
að gera þessa ljóðadagskrá langaði
mig til að taka hana út úr erindaformi
og klisjum og setja inn í núið. Þannig
varð til hugmynd að skapa stemningu
með myndum, hljóðum og tónlist um
leið og fram færi flutningur á ljóð-
unum. Það má kannski kalla þetta ab-
strakt sviðsetningu á ljóðunum,“ seg-
ir Svala. „Ljóðin eru valin með tilliti
til þess hver voru aðalástríðu og
hugðarefni Einars. Skáld eru alltaf að
leika sér að myndmáli og þarna eru
sterkar og voldugar myndir sem færa
texta Einars nær þeim sem hlustar
og skapa mikla stemningu.“
„Þetta er ævintýraferð í gegnum
ljóðheima Einars Benediktssonar.
Það sjónræna í sýningunni hjálpar til
við að afhelga ljóðin og gerir fólki um
leið ljóst að þau eru ekki eins flókin
og óskiljanleg og sumir halda,“ segir
Arthúr Björgvin. „Einar yrkir á máli
sem við tölum kannski ekki í dag en
er alls ekki eins tyrfið og óaðgengi-
legt og menn vilja stundum vera láta.
Ég held að ein ástæðan fyrir því að
ráðamönnum finnst ekki galin hug-
mynd að setja upp Einarshús sé að
hægt er að hafa húsið sem málrækt-
arstöð í leiðinni, unglingar fara þá í
gegnum ljóð Einars í skólanum og
koma síðan í heimsókn í húsið. Ljóð
Ævintýraferð
í gegnum ljóð-
heima Einars
Vegleg dagskrá verður í Hörpu í
kvöld í tilefni þess að 150 ár eru liðin
frá fæðingu Einars Benediktssonar
Einar Benediktsson Kviknað hefur hugmynd um að gera fæðingarhús
hans að Húsi ljóðsins, eins konar ljóðamiðstöð.
Svala og Arthúr Björgvin. „Það sjón-
ræna í sýningunni hjálpar til við að af-
helga ljóðin og gerir fólki um leið ljóst að
þau eru ekki eins flókin og óskiljanleg og
sumir halda,“ segir Arthúr Björgvin.
Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00
Fataskápur
Hæð 2100 mm
Breidd 800 mm
Dýpt 600 mm
Tegund: Strúktúr eik
TIL Á LAGER
S KÁPATI LB OÐ
Verð58.900,-m. vsk.