Morgunblaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 1
„Hér hefur
hljóðbóka-
markaðurinn,
líkt og raf-
bókamark-
aðurinn,
verið svelt-
ur en við
höfum reynt að
bæta úr því. Það mættu
vera fleiri titlar í boði og þeir þurfa
að koma á sama tíma og prentaða
bókin til að fleiri líti á hljóðbókina
sem raunverulegan valkost,“ segir
Stefán Hjörleifsson, eigandi eBóka,
sem selja raf- og hljóðbækur.
Hljóðbókaútgáfa hefur verið
metnaðarfull en enn er markaður-
inn agnarsmár, segir Bryndís
Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra
bókaútgefenda. »16
L A U G A R D A G U R 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 262. tölublað 102. árgangur
Royal
Tryggir öruggan bakstur
Íslensk framleiðsla
BJÖRGVIN
BESTUR
OG ÆTLAR ÚT
GÓLFIÐ
DÚAR
AIRWAVES 46ÍÞRÓTTIR HANDBOLTI
Skorið Hjartaaðgerð á Landspítalanum.
Ómega-3-fitusýrur virðast auka
hættuna á gáttatifi, sem er algeng
hjartsláttartruflun, eftir hjarta-
skurðaðgerð. Þetta er niðurstaða
rannsóknar sem íslenskir læknar
og vísindamenn gerðu. Niðurstaðan
kom rannsakendum í opna skjöldu
enda bjuggust þeir við þveröfugum
áhrifum, það er að ómega-3-fitu-
sýrurnar myndu gagnast sjúkling-
unum.
Vísindamennirnir segja þetta
glöggt dæmi um mikilvægi þess að
framkvæmdar séu vandaðar rann-
sóknir á ávinningi ákveðinnar með-
ferðar áður en farið er að beita
henni. Nánar um rannsóknina í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Ómega-3-fitusýrur
virðast auka hættu
á gáttatifi
Rannsóknarsvæðið
» HS Orka er með rannsókn-
arleyfi á þessu tiltekna svæði, í
nágrenni Krýsuvíkurskóla.
» Viðræður munu ekki snúast
um rannsóknir á hverasvæðinu
í Seltúni.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við höfum fyrir löngu aflað okkur
rannsóknarleyfis á svæðinu og erum
með samkomulag við Hafnarfjarðar-
bæ um að vinna að þessu. Bréfið var
sent núna til að halda viðræðum
áfram,“ segir Ásgeir Margeirsson,
forstjóri HS Orku, en fyrirtækið
óskaði nýverið eftir viðræðum við
Hafnarfjarðarbæ um rannsóknir á
jarðhitasvæði í Krýsuvík, sem gætu
leitt til orkuvinnslu.
Ásgeir telur möguleika á að hægt
sé að vinna 50-100 MW afl í jarð-
varma á þessu tiltekna svæði, sem er
í nýtingarflokki rammaáætlunar.
HS Orka vill einnig kanna mögu-
leika á afleiddri starfsemi orku-
vinnslu, sem og ferðaþjónustu.
Bæjarráð hefur samþykkt að fela
Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra
að fara í viðræðurnar við forsvars-
menn HS Orku. Haraldur sagði ekki
meira um málið að segja af hálfu
bæjarins er Morgunblaðið náði tali
af honum í gær. Svipaða sögu hafði
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður
bæjarráðs, að segja. Málið væri á
frumstigi.
MViðræður um orkuvinnslu »6
HS vill virkja í Krýsuvík
HS Orka í viðræður við Hafnarfjarðarbæ um orkuvinnslu í Krýsuvík Umrætt
svæði er í nýtingarflokki rammaáætlunar Möguleikar eru á 50-100 MW virkjun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skógur Vísindamenn telja dauða trjáa á Reykjum gefa merkar vísbendingar.
Fjölmörg stór tré í skóginum við
Reyki í Ölfusi hafa fallið á síðustu
misserum þar sem heitt vatn úr
sprungu sem myndaðist í jarð-
skjálftunum vorið 2008 hefur komist
í rótakerfi þeirra og drepið. Land
þarna, þar sem fjöldi nýrra hvera
opnaðist í skjálftunum, breytist
stöðugt. Það hefur vakið athygli vís-
indamanna víða að úr veröldinni sem
koma á staðinn í rannsóknarskyni.
„Rætur trjánna soðna. Þetta er
einsdæmi á heimsvísu,“ segir Guð-
ríður Helgadóttir hjá Landbúnaðar-
háskóla Íslands á Reykjum.
Upp eftir fjallshlíðinni má sjá tugi
fallinna trjáa. Mælingar sem þarna
hafa verið gerðar gefa vísindafólki
innsýn í þróun á lífi örvera og smá-
dýra við hækkandi jarðvegshita.
Hefur til dæmis mælst 60 gráða hiti
á 10 cm dýpi, segir Guðríður Helga-
dóttir. „Hér má finna staði þar sem
hitastigið er stöðugt 5-10°C heitara
en venjulega og eru það staðir sem
vísindamönnum þykja sérstaklega
spennandi, enda í takt við þá hlýnun
sem kannski mætti búast við á jörð-
inni á næstu áratugum.“ sbs@mbl.is
»12
Soðnar rætur einsdæmi á heimsvísu
Heit jörð á Reykjum vekur athygli
Í dag er baráttudagur gegn einelti haldinn í
fjórða sinn. Víða var gærdagurinn notaður til að
huga að þessu málefni, ekki síst í skólum lands-
ins. Í Kópavogi gengu tæplega 8.000 leik- og
grunnskólabörn gegn einelti í öllum hverfum
bæjarins, ásamt kennurum og öðru starfsfólki
skólanna. Markmið göngunnar var að stuðla að
jákvæðum samskiptum, vekja athygli á einelti
sem ofbeldi og að það sé aldrei liðið. Mörg
barnanna gengu með skilti þar sem mátti sjá ým-
is slagorð gegn einelti en gangan á að efla sam-
stöðu barnanna og skólastarfið.
Leik- og grunnskólabörn í Kópavogi gengu gegn einelti
Morgunblaðið/Ómar
Baráttudagur gegn einelti haldinn í fjórða sinn
Hljóðbók verði raun-
verulegur valkostur