Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Tökur hófust um síðustu helgi á
fyrsta pókerþættinum sem fram-
leiddur hefur verið á Íslandi. Fóru
tökurnar fram samhliða Íslands-
mótinu í póker sem haldið var í Borg-
arnesi.
Að sögn Davíðs Þórs Rúnars-
sonar, formanns Pókersambands Ís-
lands, hefur verið flutt inn „sjón-
varpsborð“ sem gefur áhorfendum
kost á að sjá spil þeirra sem spila.
Borðið verður notað þegar keppend-
urnir níu sem eftir eru í mótinu spila
um sigurlaunin í dag í póker-
klúbbnum Casa. Fjórar myndavélar
eru notaðar við tökurnar. Að sögn
Davíðs hafa þrjár sjónvarpsstöðvar
sýnt efninu áhuga.
142 tóku þátt í Íslandsmótinu
sem hófst um síðustu helgi. Þáttöku-
gjaldið var 55 þúsund krónur og nú
standa eftir níu keppendur. Sigur-
vegarinn fær tvær milljónir í verð-
laun, 1,2 milljónir eru í verðlaun fyrir
annað sætið og 800 þúsund krónur
fyrir það þriðja. Heildarupphæð
vinninga er rúmar níu milljónir
króna. Um 300 manns voru við-
staddir mótið.
Í kynningarferð um landið
„Spilarar koma alls staðar að af
landinu. Spilurum utan af landi hefur
að vísu fækkað svolítið en við stefnum
að því að fara í kynningarferð um
landið innan skamms,“ segir Davíð.
Póker hefur nú fengið viður-
kenningu sem hugaríþrótt. „Nú
stöndum við jafnfætis skák og brids.
Ég get lofað landanum því að tæki-
færi mun gefast til að fagna íslensk-
um pókerhetjum eins og þegar brids-
landsliðið kom heim með Bermúda-
skálina. Núna er póker orðinn íþrótt
eins og skák og brids. Sættið ykkur
við það,“ segir Davíð Þór.
Íslendingar gætu fagnað
pókerhetjum í framtíðinni
Þungt hugsi Alls tóku 142 spilarar þátt í Íslandsmótinu í póker sem hófst
um síðustu helgi. Níu standa eftir og hefst lokaborðið í dag klukkan 14.
Framleiða
fyrsta sjónvarps-
þáttinn um póker
Ómaf Friðriksson
omfr@mbl.is
Færst hefur í vöxt í ýmsum löndum
að fallið sé frá ákæru á hendur þeim
sem sjálfviljugir upplýsa skatt-
yfirvöld um erlendar tekjur og eign-
ir sem ekki hafa verið taldar fram til
skatts. Þetta kemur fram í grein eft-
ir Guðrúnu Jennýju Jónsdóttur,
sviðsstjóra alþjóðasamskipta hjá
ríkisskattstjóra, í Tíund, tímariti
embættisins.
Þar segir m.a. að Danmörk, Nor-
egur og Svíþjóð séu meðal þeirra
ríkja sem sett hafa sérstakar frið-
helgisreglur.
Guðrún segir að aukin samvinna á
milli skattyfirvalda í ríkjum um upp-
lýsingaskipti, sem miðar að því að
koma í veg fyrir skattasniðgöngu og
skattsvik, hafi leitt til þess að margir
skattaðilar sem ekki hafa hreint
mjöl í pokahorninu sjá nú þann kost
vænstan að gefa sig fram við skatt-
yfirvöld og óska eftir að leiðrétta
fyrri skattskil sín.
Af þessu tilefni hafa mörg ríki lög-
fest sérstakar reglur, friðhelgis-
reglur, um hvernig með slík mál
skuli fara. Tilgangur þeirra er þá að
gera skattaðilum kleift að stíga fram
og leiðrétta að eigin frumkvæði röng
skattskil og afla um leið ríkissjóði
tekna sem gera má ráð fyrir að
hefðu að öðrum kosti tapast, eða
hefðu verið innheimtar með miklum
tilkostnaði.
Eftirtektarverður árangur
Í Noregi hafa svona friðhelgis-
reglur verið í gildi frá 1987. Skatt-
yfirvöldum er heimilt að fella niður
sektir ef skattaðili sjálfur hefur
komið fram með upplýsingarnar.
Hann greiðir þá skatt af þeirri fjár-
hæð sem var óframtalin ásamt vöxt-
um allt að tíu ár aftur í tímann.
Almenna reglan er sú að sekt get-
ur verið allt að 60% af þeirri fjárhæð
sem var vanframtalin.
Guðrún segir Svía hafa haft al-
mennar friðhelgisreglur í gildi í
mjög langan tíma. Þar þarf viðkom-
andi aðeins að greiða vangoldin
skatt og vexti og sleppur þannig við
sektir og hugsanlega refsimeðferð.
„Óhætt er að segja að árangurinn
í Svíþjóð og Noregi sé eftirtektar-
verður. Í Noregi hafa um það bil
1.100 skattaðilar stigið fram og í Sví-
þjóð eru þeir um 5.200. Samtals hafa
innheimst í Svíþjóð SEK 1.500 millj-
ónir hjá skattaðilum sem stigið hafa
fram og talið fram áður óframtaldar
eignir og/eða tekjur í aflandsríkj-
um,“ segir í greininni.
Stígi fram og
leiðrétti röng
skattskil sín
Færst hefur í vöxt í ríkjum að fallið
sé frá ákæru á þá sem gefa sig fram
Reglur í ýmsum löndum
» Ef viðkomandi upplýsir af
eigin hvötum um óframtaldar
eða rangframtaldar tekjur og/
eða eignir er honum gert að
greiða skatt af því sem var
vanframtalið, sem og vexti og
e.t.v. sektir, en hann sleppur
við refsimeðferð.
» Skattaleg friðhelgi felst í því
að viðkomandi býðst að upp-
lýsa um óframtaldar eða rang-
framtaldar tekjur og/eða eign-
ir gegn því að fá hagstæða
skattmeðferð.
» Skattgreiðandanum er boð-
ið að flytja eignir frá útlöndum
til heimaríkis gegn því að fá
skattmeðferð sem getur falið í
sér fullt eða takmarkað skatt-
frelsi og/eða friðhelgi frá refsi-
meðferð.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur sam-
þykkt að fela Haraldi L. Haraldssyni
bæjarstjóra að hefja viðræður að nýju
við HS Orku um rannsóknir á jarð-
hitasvæði í Krýsuvík, sem leitt gætu
til orkuvinnslu. Bærinn á land og auð-
lindarétt á þessu svæði, sem er við
Krýsuvíkurskóla, en ekki er verið að
tala um hverasvæðið í Seltúni.
„Þetta er áratugagömul hugmynd
sem oft hefur verið rædd áður, segja
má að þetta nái allt aftur á miðja síð-
ustu öld,“ segir Ásgeir Margeirsson,
forstjóri HS Orku, sem sendi bæjar-
yfirvöldum bréf nýverið, þar sem ósk-
að er eftir viðræðum.
Í bréfinu telur Ásgeir upp þá þætti
sem hugmyndir HS Orku byggjast á.
Fyrir það fyrsta vill fyrirtækið rann-
saka jarðhitasvæðið í Krýsuvík, með
tilliti til raforkuvinnslu. Í öðru lagi
greina aðstæður á svæðinu með tilliti
til mannvirkjagerðar ef til virkjunar
kæmi á svæðinu. Í þriðja lagi kort-
leggja helstu umhverfisþætti ef kæmi
til virkjunaruppbyggingar. Þá vill HS
Orka kanna möguleika á að framleiða
heitt vatn sem unnt væri að flytja til
Hafnarfjarðar eða höfuðborgarsvæð-
isins til hitaveitunotkunar. Í bréfinu
segir Ásgeir að þetta þyki ef til vill
ekki nærtækur kostur í tíma en hafi
mikið vægi með tilliti til hugsanlegra
skakkafalla sem hitaveita á höfuð-
borgarsvæðinu geti orðið fyrir ef
náttúruhamfarir myndu trufla núver-
andi rekstur.
Möguleikar á 50-100 MW afli
Jafnframt vill HS Orka kanna
möguleika á afleiddri starfsemi orku-
vinnslu í Krýsuvík, í samræmi við fjöl-
þætta starfsemi margra fyrirtækja í
auðlindagarðinum við orkuver HS
Orku í Svartsengi og á Reykjanesi.
Fyrirtækið telur sömuleiðis tækifæri
í aukinni ferðaþjónustu samfara
orkuvinnslu í Krýsuvík og að bæta að-
gengi ferðamanna um Krýsuvíkur-
svæðið.
„Við höfum fyrir löngu aflað okkur
rannsóknarleyfis á svæðinu og erum
með samkomulag við Hafnarfjarð-
arbæ um að vinna að þessu. Bréfið
var sent núna til að halda viðræðum
áfram,“ segir Ásgeir við Morgunblað-
ið.
Hann telur möguleika á að hægt sé
að vinna 50-100 MW afl í jarðvarma á
þessu tiltekna svæði, sem er í nýting-
arflokki rammaáætlunar.
Spurður hvort HS Orka sjái nýtt
Bláa lón geta risið samfara orku-
vinnslunni segir Ásgeir það algjör-
lega óráðið. Frekari rannsókna þurfi
við og bora dýpra en gert hefur verið í
Krýsuvík.
„Við vitum ekki nákvæmlega hvað
kemur upp úr pottinum og hvernig
efnasamsetning vökvans er. Hún er
til dæmis mismunandi í Svartsengi og
á Reykjnesi. Svæðið þarna í Krýsuvík
á eftir að leiða í ljós hvað hægt sé að
gera. Það getur verið framleiðsla á
einhverjum efnum eða ferðaþjónusta.
Við vinnum eftir þeirri auðlinda-
garðshugsun okkar að nýta sem allra
mest af því sem kemur upp úr jörð-
inni, þannig að sé enginn úrgangur.
Þetta er ekki bara spurningin um að
búa til rafmagn,“ segir Ásgeir.
Morgunblaðið/RAX
Krýsuvík HS Orka vill rannsaka orkuvinnslu við Krýsuvíkurskóla, ekki við hverasvæðið í Seltúni.
Viðræður um orku-
vinnslu í Krýsuvík
Bæjarstjóra Hafnarfjarðar falið að ræða við HS Orku
Viltu selja eða
kaupa fyrirtæki?
Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík,
GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665,
Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is
Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög-
giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er
með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem
rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef-
andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára-
hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum
fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting.
(magnus@firmaconsulting.is)
Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er
ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við
kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.