Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
Jón William Magnússon
forstjóri andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut 7. nóv-
ember, 73 ára að aldri.
Hann fæddist á Strand-
götu 17 í Ólafsfirði 16.
desember 1940, sonur
hjónanna Magnúsar
Jónssonar sjómanns frá
Kálfsá og Guðlaugar
Helgu Jóhannesdóttur
húsmóður frá Grund,
bæði frá Ólafsfirði.
Jón William stundaði
nám við Iðnskólann á
Ólafsfirði árin 1956-
1958 er hann flutti suður til Keflavík-
ur, þá 17 ára að aldri, þar sem hann
starfaði hjá Vélsmiðju Olsen og lauk
þar sveinsprófi í vélvirkjun árið 1963.
Jón William lauk síðan meistaraprófi
í pípulögnum árið 1967. Hann stofn-
aði í kjölfarið fyrirtækið Rörlagnir
ásamt samstarfsmönnum og var for-
maður félags íslenskra pípulagninga-
manna í nokkur ár frá árinu 1971.
Jón William var mikill brautryðj-
andi í atvinnurekstri og hafði sem
slíkur mikil áhrif á sam-
félagið allt á Suður-
nesjum. Jón William
stofnaði Ofnasmiðju
Suðurnesja 13. febrúar
1972. Var fyrirtækið
rekið af fjölskyldu Jóns
til ársins 2005 þegar
það var selt eftir far-
sælan rekstur í 33 ár en
Ofnasmiðja Suðurnesja
var í fararbroddi í
framleiðslu ofna hér-
lendis frá stofnun. Jón
William var einnig
frumkvöðull í ferða-
þjónustu og stofnaði
Hótel Keflavík 17. maí 1986 ásamt
fjölskyldu sinni og vann að uppbygg-
ingu þess til dánardags.
Eiginkona Jóns William var Unnur
Ingunn Steinþórsdóttir húsmóðir,
fædd 13. febrúar 1942, látin 6. sept-
ember 2010. Þau eignuðust fjögur
börn, Magnús, Steinþór, Guðlaugu
Helgu og Davíð.
Útför Jóns Williams fer fram frá
Keflavíkurkirkju 18. nóvember og
hefst athöfnin klukkan 13.
Andlát
Jón William Magnússon
Þrír hafa boðið sig
fram til for-
mennsku í Lands-
sambandi hesta-
mannafélaga
(LH) fyrir fram-
haldsaðalfund
sem haldinn verð-
ur í dag. Þrettán
bjóða sig fram til
aðalstjórnar og
átta í varastjórn.
Landsþingi LH var frestað á dög-
unum þegar formaður sambandsins
sagði af sér í kjölfar deilna um stað-
setningu næsta landsmóts og öll
stjórnin lýsti í kjölfarið því yfir að hún
myndi einnig segja af sér.
Framhaldsþingið hefst klukkan 9 í
dag. Aðalmál þingsins er að kjósa for-
mann og stjórn.
Þeir þrír sem bjóða sig fram til for-
mennsku eru Kristinn Hugason, Lár-
us Ástmar Hannesson og Stefán G.
Ármannsson. Þeir fá tækifæri til að
kynna sig á fundinum.
Þrettán bjóða sig fram í aðalstjórn.
Þau eru: Hrönn Kjartansdóttir,
Andrea Þorvaldsdóttir, Sigurður
Ævarsson, Þorvarður Helgason,
Jóna Dís Bragadóttir, Ólafur Þóris-
son, Eyþór Gíslason, Stella Björg
Kristinsdóttir, Haukur Baldvinsson,
Sigurður Ágústsson, Gunnar Dungal,
Steingrímur Viktorsson og Jónas
Vigfússon. helgi@mbl.is
Þrír í fram-
boði til for-
mennsku í LH
Óvissa Enn er
deilt um landsmót.
Rúmlega 300 kindur voru teknar af
bónda í Suðurumdæmi og þær
sendar til slátrunar í fyrradag.
Matvælastofnun (MAST) svipti
bóndann fénu vegna „óviðunandi
aðbúnaðar og umhirðu“ eins og
segir í frétt stofnunarinnar. Um
ítrekuð brot var að ræða og var
ekki orðið við kröfum Matvæla-
stofnunar um úrbætur.
Óskað var eftir því að lögregla
væri viðstödd þegar fénu var smal-
að og það var sótt á bæinn, að sögn
lögreglunnar á Hvolsvelli.
Matvælastofnun hefur haft af-
skipti af búinu undanfarin ár vegna
ófullnægjandi aðbúnaðar og um-
hirðu. Síðastliðinn vetur var húsa-
kostur á bænum ófullnægjandi en
tryggja þarf viðeigandi húsnæði
samkvæmt lögum um velferð dýra.
Matvælastofnun gaf lokafrest til
15. september til að bæta úr
ástandinu og til að tryggja full-
nægjandi aðstöðu dýra í vetur.
Ekki var orðið við þeim kröfum.
„Með dýravelferðarlögum hefur
Matvælastofnun heimild til að
framkvæma vörslusviptingu á dýr-
um þegar dýraeigendur fylgja ekki
reglum um velferð dýra og virða
ekki tilgreinda fresti sem þeim eru
gefnir,“ segir í frétt stofnunarinn-
ar.
Nýju lögin um velferð dýra
gengu í gildi 1. janúar 2014. Mat-
vælastofnun hefur m.a. eftirlit með
aðbúnaði búfjár. Hægt er að til-
kynna Matvælastofnun um illa
meðferð á dýrum. gudni@mbl.is
Bóndi sviptur rúm-
lega 300 kindum
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Vertu vinur okkar
á Facebook
20% afsláttur af
Lokadagur
Kjólar, buxur, tunikur, toppar...
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
H
a
u
ku
r
1
0
.1
4
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A. Þóroddsson hrl.
lögg. fasteignasali,
sigurdur@kontakt.is
Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is
• Stórt og rótgróið fyrirtæki í framleiðslu matvæla. Er nú með 14 eigin
verslanir og hratt vaxandi sölu og hagnað. Ársvelta um 700 mkr. og
Ebitda 135 mkr.
• Rótgróið innflutningsfyrirtæki með kælitæki, viftur, blásara og skyldar
vörur. Ársvelta er vaxandi, nú 140 mkr. og afkoma góð. Eigandi vill
hætta vegna aldurs en er til í að starfa eitthvað áfram með nýjum
eiganda, ef þess er óskað.
• Ein þekktasta ísbúðakeðja landsins. Mjög góð afkoma og miklir
stækkunarmöguleikar.
• Stór innflutningsverslun með vörur fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta 700
mkr.
• Mjög fallegt 15 herbergja notalegt “boutique” hótel í góðum rekstri á
frábærum stað í miðbæ Reykjavíkur.
• Rótgróin lítil heildverslun með snyrtivörur.
• Stórt og vinsælt hostel á góðum stað í miðbæ Reykjavíkur. Góð velta og
afkoma.
• Lítið fyrirtæki með álagningarháar vörur sem það flytur sjálft inn. Hentar
vel aðilum sem eru með dreifingu á eigin vörum í stórmarkaði.
• Ferðaskrifstofa með bílaleigu. Góð fyrirtæki sem bjóða upp á spennandi
ferðir allt árið á eigin bílum. Velta 300 mkr. og vaxandi. Ágæt afkoma.
• Ein elsta og þekktasta verslun landsins með vandaðan kvenfatnað.
Markhópur verslunarinnar eru konur 30 ára og eldri. Góð umboð.
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Gull eða silfur
Flottir toppar
Verð kr. 10.900 | Str. 36-52
Opið 10-16 í dag
20%
AFSLÁTTUR
7.-15. NÓV
BASIC DRAGTIN
ALLTAF KLASSÍK
ALLTAF FLOTT
FRÁBÆR
GLÆSIDRAGT
JAFNT Í VEISLUNA
SEM VINNUNA
MÖRG SNIÐ
STÆRÐIR 36-48
laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Aukablað
alla þriðjudaga