Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Malín Brand
Í Bæjarbíói Frá vinstri: Maríus Ziska, Kiddi Sæmundsson, Mikael Blak og Heðin Ziska Davidsen í Hafnarfirðinum.
varpinu við hliðina á honum. Dags
daglega karpa þeir um hin ýmsu
málefni en það myndu þeir ekki gera
þarna, því þetta er sánan og þar
gilda aðrar reglur,“ segir Mikael.
„Aldrei nokkurn tíma hefur einhver
komið til annarrar manneskju í Fær-
eyjum og beðið um eiginhand-
aráritun. Slíkt gerist bara ekki,“
segir Heðin. Það er því ljóst að þeir
þurfa ekki að slá af sér aðdáendurna
í heimalandinu, þó að þeir njóti vin-
sælda. Nokkuð svipað og hér á landi.
Hin syngjandi þjóð
Tónlistin er viðamikill þáttur í
menningu Færeyinga. „Við erum í
raun syngjandi þjóð, ef svo má að
orði komast,“ segir Mikael. Samt
sem áður er tónlistarkennslan ekki
fyrirferðarmikil í færeyskum grunn-
skólum að sögn tónlistarkennarans í
hljómsveitinni. „Í hefðbundinni
kennslu er lítið pláss fyrir eiginlega
tónlistarkennslu en í Þórshöfn er all-
stór tónlistarskóli og þar fer öll tón-
listarkennsla í Færeyjum fram og
við eigum gott samstarf við skólana í
landinu og kennum börnum frá níu
ára aldri á hljóðfæri,“ segir Heðin.
„En það er engin tónlistarkennsla á
framhaldsstigi í Færeyjum. Þess
vegna fara flestir til Danmerkur í
frekara nám og sumir koma til Ís-
lands, eins og Eivør Pálsdóttir til
dæmis,“ segir Mikael og nefnir í
sömu andrá að Bretland og Banda-
ríkin verði líka fyrir valinu hjá upp-
rennandi tónlistarfólki í Færeyjum.
Miðað við þá staðreynd að íbúar
eyjanna séu aðeins fimmtíu þúsund
talsins er gróskan í tónlistarlífinu
þar með ólíkindum. Strákarnir segja
að í venjulegum 200 manna hópi af
Færeyingum séu iðulega um tuttugu
í hljómsveit!
Hurfu í reykinn í Berlín
Kristinn Sæmundsson, eða
Kiddi eins og hann er oftast kall-
aður, fékk Marius Ziska hingað til
lands og hefur skipulagt tónleika-
ferðalag um Ísland með þeim. Nefn-
ist hann „Litli Íslandstúrinn“ og
hefst 13. nóvember og lýkur 16. nóv-
ember. „Þeir byrja með tónleikum á
Ránni í Keflavík, fara svo á Græna
hattinn á Akureyri, því næst á Vita-
kaffi á Akranesi og enda hér í Bæj-
arbíói,“ segir Kiddi. Þeir hafa spilað
á fimm viðburðum sem tengjast
Airwaves-tónlistarhátíðinni en víst
er að enginn tónleikastaðanna er
nándar nærri eins furðulegur og sá
sem þeir spiluðu á í Berlín. „Það var
sko skrýtinn staður,“ segir Heðin og
skellir upp úr. „Hann heitir White
Trash og er veitingastaður þar sem
spilað er kraftmikið þungarokk á
meðan fólk borðar. Sviðið er alveg
uppi við matargesti og allar innrétt-
ingar staðarins eru kínverskar með
drekum úti um allt og virtust æva-
fornar. Við reyndum að spila rólegu
tónlistina okkar en hljómburðurinn
var vægast sagt skelfilegur. Það var
fullt á staðnum en aðeins tveir gestir
virtust vera að hlusta. Þá brá hljóð-
maðurinn á það ráð að setja reykvél-
ina í gang, eins og til að láta okkur
hverfa af sviðinu. Þetta var nú alveg
stórundarlegt,“ segir Heðin Ziska
Davidsen en þeir Marius Ziska og
Mikael Blak hafa spilað hér tvisvar
áður og búast ekki nokkru slíku af
nágrönnunum Íslendingum.
Þjóðlegir Félagarnir eru þjóðlegir í framsetningu þó svo að margir textar
þeirra séu á ensku. Færeysk náttúra og lífið í eyjunum kemur við sögu.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
frábært spil Fyrir
ALLA fjölskylduna
Sendum
um allt land
spilavinir.is
Opið laugardag 11-16
Í kvöld klukkan 21.00 verða dálítið
óvenjulegir tónleikar í Bæjarbíói í
Hafnarfirði. Þar kemur skáldið og
tónlistarmaðurinn Bjartmar Guð-
laugsson fram og segir áheyrendum
frá eigin upplifun af lífinu í lýðræð-
isríki. Hann mun einnig flytja eigin
tónlist og leiða fjöldasöng. „Í raun
er ég að fara yfir sjálfan mig í sam-
félaginu. Ég hef ort síðan ég var
krakki og allt er það dálítið sam-
félagstengt,“ segir Bjartmar.
Söngleikur um þjóðfélagið
Á tónleikunum í kvöld ætlar
Bjartmar í raun að opinbera fyrir
áheyrendum rauða þráðinn í ferli
sínum. „Þráðurinn er satt að segja
söngleikur um þjóðfélagið og sjálf-
an mig og þar koma fyrir ýmsar per-
sónur sem ég hef samið um á leið-
inni, eins og Sumarliði, Fúll á móti,
hippinn og fleiri.“
Hann mun segja sögur með sínum
hætti og segist fullur eftirvænt-
ingar.
„Ég mun virkja salinn mjög mikið
því þetta eru allt lög sem fólk þekk-
ir. Ég er bara með gamlar lummur!“
Minningar úr Bæjarbíói
Bæjarbíó stendur við Strandgöt-
una í Hafnarfirði og skipar það sér-
stakan sess í huga margra. Bjart-
mar er einn þeirra. „Þetta hús er
svo fallegt og gott. Þegar ég var tíu
ára fór ég þangað í bíó með frænd-
um mínum úr Garðabænum og þeg-
ar ég kom þarna um daginn var bara
eins og ég væri dottinn inn í sama
tímann,“ segir Bjartmar.
Það er því engin tilviljun að Bæj-
arbíó hafi orðið fyrir valinu því það
tengist á einn eða annan hátt fjöl-
mörgum sögum sem hann ætlar að
segja þar í kvöld. „Ég mun til dæmis
segja frá upplifun minni af rokkinu,
djúkboxunum, bátunum, bryggj-
unum og samfélaginu eins og það
er. Þemað er kauptún, kaupstaður,
borg,“ segir hann.
Gamla minnimáttarkenndin
Sjálfur segist Bjartmar vera mjög
meðvitaður um það jákvæða í lífinu
og tilverunni og lítur björtum aug-
um til framtíðarinnar. „Í þjóðfélag-
inu veltum við okkur of mikið upp úr
einhverri kreppu út og suður. Við
komum hingað út af kreppu fyrir
rúmlega þúsund árum og við erum
sífellt að taka okkur niður. Íslend-
ingar eru ofsalega gott fólk og við
erum góð hvert við annað en við
megum passa okkur á því að vera
ekki með þessa gömlu minnimátt-
arkennd því það er eins og við séum
ennþá í sömu sporum,“ segir tón-
listarmaðurinn og skáldið Bjartmar
Guðlaugsson sem segist alls ekki
nenna að velta sér upp úr leið-
indum, sem hlýtur að teljast skyn-
samlegur hugsunarháttur þegar allt
kemur til alls. malin@mbl.is
Bjartmar Guðlaugsson í Bæjarbíói
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sögur Bjartmar Guðlaugsson mun í kvöld rekja sögu skáldsins í lýðræðisríki.
Upplifun skálds af lýðræðisríki
Nú er aldeilis lag fyrir konur að hrista sig
saman í skemmtilegum dansi, spjalla og
njóta samvistanna. Á morgun sunnudag kl.
13.30 ætlar söguhringur kvenna og Tanya
Dimitrova bjóða konum upp á zumba í
Gerðubergssafni í Breiðholti. Tanya starf-
rækir Heilsuskóla Tanyu þar sem hún kennir
dans og ýmis konar heilsurækt. Tekið er
fram að gott er fyrir þær konur sem ætla að
koma að mæta í góðum skóm og léttum föt-
um. Söguhringur kvenna er samstarfsverk-
efni Borgarbókasafns og Samtaka kvenna af
erlendum uppruna og er markmið hans að
skapa vettvang þar sem konur skiptast á
hverskonar sögum, persónulegum eða bók-
menntalegum. Enginn aðgangseyrir er að
stundinni góðu og börnin eru velkomin með.
Söguhringur kvenna
Tanya býður konum í frían zumba-
dans og skemmtilegt spjall
AFP
Stuð Það er einstaklega skemmtilegt að dansa saman zumba.
Tanya Alveg sprellfjörug.