Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 12
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Svæðið er mjög lifandi og sífellt að fá nýjan svip. Nýir hverir að opnast á sama tíma og virkni annarra fjarar út,“ segir Guðríður Helgadóttir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Þar á staðnum hafa merkilegir hlutir gerst á síð- ustu misserum sem sýna og sanna að náttúran er síkvik. Landið er lif- andi og Reykir hafa á síðustu miss- erum vakið athygli vísindamanna víða um heim. Það eru einkum áhrif jarðhita á jarðveg og gróður sem vekja athygli þeirra. Skjálftinn kom öllu af stað Gufumökkur steig upp af kraum- andi pyttum á Hveramel ofan við Reyki þegar Morgunblaðið var þar á ferð í vikunni. Það sýður í hver- unum, sem skipta tugum. Markaðar brautir liggja um svæðið þar sem leiðbeiningarskiltum hefur verið komið upp. Er fólk þar varað við að fara of nærri, sem sumir freistist til. Lengi hefur verið jarðvirkni á Hveramel, sem jókst verulega eftir Suðurlandsskjálftann 29. maí 2008. Upptök hans voru ekki langt þarna frá en meðal birtingarmynda þeirra umbrota var aukin hveravirkni á sprungu sem gengur um Reykjafjall og eftir Hveramel endilöngum. Frá meginsprungunni um melinn gekk önnur skáhallt upp Reykjafjall og hefur ylur úr henni hitað jarðveg í hlíðinni og drepið grenitré í stórum stíl. „Rætur trjánna hafa soðnað. Þetta er einsdæmi á heimsvísu sem hefur vakið áhuga og athygli bæði fræðimanna og meistara- og dokt- orsnema í vistfræði og fleiri skyldum greinum. Hingað hefur komið fólk frá fjölmörgum löndum, gert ýmsar athuganir og viðað að sér gögnum til frekari úrvinnslu,“ segir Guðríður. Landbúnaðarháskóli Íslands á að- ild að alþjóðlegu rannsóknarverk- efni sem ber yfirskriftina FORHOT. Í krafti þess segir Guðríður unnið að ýmsum vísindaverkefnum og vænt- anlega birtist niðurstöður þeirra á næstu misserum. Í samhengi við hlýnun jarðar Upp eftir Reykjafjallshlíðum má sjá tugi fallinna grenitrjáa sem liggja á hliðinni svo sést beint í rót- arhnyðjurnar sem hitinn hefur drep- ið. „Mælingar í Reykjaskógi hafa gefið vísindafólki innsýn í þróun ör- vera og smádýra við hækkandi jarð- vegshita. Það er sett í samhengi við hlýnun jarðar og gefur vísbendingar um vistkerfisbreytingar sem verða af þeim völdum. Það er breytilegt frá einum punkti til annars hér á svæðinu hve mikill hitinn er. Í einum göngustígnum hér í Reykjafjalli mældist 60 gráða hiti á aðeins 10 cm dýpi,“ segir Guðríður og heldur áfram: „Hér má finna staði þar sem hitastigið er stöðugt fimm til 10 gráðum hærra en venjulega. Það eru staðir sem vísindamönnum þykja sérstaklega spennandi, enda í takt við þá hlýnun sem kannski mætti búast við á jörðinni á næstu áratugum.“ Hrifla, Reykjamóri og Skjálfti Gengið var upp á Hveramel, sem er tveggja til þriggja hektara svæði. Hverir sem þar mynduðust í Suður- landsskjálftunum eru fjölmargir og voru þeim gefin nöfn eins og Reykjamóri og Skjálfti. Í jaðri svæðisins er Hrifla, eini vatnshver- inn á þessum stað. Nafn hans er komið frá Kristjáni Má Unnarssyni, fréttamanni á Stöð 2. Vísar nafnið til þess að þarna er Fífilbrekka, sum- arhús Jónasar Jónssonar ráðherra frá Hriflu, sem þar dvaldi oft. Hrifla er þó frekar vatnslítill hver, en hit- inn í yfirborði hans hefur mælst allt að 76 gráður. Rétt við Hriflu er lítill snotur læk- ur sem að stofni til kemur úr kaldri uppsprettu uppi í fjallshlíðinni. Nið- ur fjallið rennur lækurinn um volgr- ur og heitar smálindir. Safnar þann- ig í sig hita og er við útfall 37 gráður, þægilegur baðhiti. Litasinfónían í hverum Leirgerður er sá pyttur á Hvera- mel sem öflugastur er. Myndaðist í skjálftunum og fyrst eftir þá gengu leirslettur hátt upp svo á börmum mynduðust hraukar. Kraftur Leir- gerðar hefur dvínað á sama tíma og nýir hverir efst á svæðinu myndast. „Það er líklegt að gerjunin haldi áfram. Litasinfónían gefur vísbend- ingar,“ segir Guðríður Helgadóttir. Hún nefnir að á Hveramel komi nú kísilmyndanir fram sem bendi til þess að gufa kraumi rétt undir yf- irborði. Gulur litur í hverum bendi til hárra brennisteinssambanda og rauða í þeim vitni um járnríkan jarðveg. Allt tengist þetta Heng- ilssvæðinu. Jarðhiti er við Kolvið- arhól, í Hverahlíð, á Ölkelduhálsi, í Reykjadal og á Hveramel – en þetta er allt sama mengið segja jarðfræð- ingar. Soðnar rætur á heitri sprungunni  Land á Reykjum í Ölfusi hefur breyst mikið eftir Suðurlandsskjálfta og nýir hverir krauma  Hiti drepur tré í stórum stíl  Einstakt á heimsvísu  Vísindamenn koma víða að  Kísill og rauður leir Hveramelur við Reyki Hveragerði Reykjafall Hellisheiði Reykir Hveramelur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hamfarir Á síðustu misserum hafa tugir grenitrjáa í Reykjaskógi eyðilagst vegna hita sem komist hefur í rótakerfið sem vísindamönnum finnst áhugavert að kanna. Guðríður Helgadóttir sést hér við eitt hinna dauðu trjáa. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Ármúla 24 • S: 585 2800 EOS fjaðraljósin frá Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Ný sending komin Hveramelsbrekkurnar blasa við á vinstri hönd þegar ekið er niður Kamba. Þær vekja athygli enda leggja margir leið sína á svæðið til að kynna sér staðhætti, í vaxandi mæli erlendir ferðamenn í hópum sem ís- lenskir fararstjórar fara fyrir. Sumir þeirra segjast raunar forðast svæðið, vegna slysahættu því ef fólk fari nærri heitum hverunum, þar sem allt geti gerst, sé voðinn vís. Hópar hafi samband „Þessi umferð hefur valdið okkur hér á Reykjum ákveðnum áhyggjum. Við vorum ekki viðbúin því að taka á móti stórum hópum ferðamanna. Stundum finnst okkur líka sem fólk fari ekki nógu varlega um hverasvæð- ið. Viljum því gjarnan að hópar hafi samband við okkur áður en þeir koma – og þá getum við fylgt fólki um svæð- ið. Um helgar er hins vegar slá fyrir veginum inn á Reykjasvæðið svo þá þarf fólk að ganga svolítinn spöl upp að hverasvæðinu,“ sagði Guðríður þegar hún fór með okkur um svæðið. Það var eitt síðdegið nú í vikunni, rétt í þann mund að rúta full af farþegum renndi í Reykjahlað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjónarspil Gufu leggur í átt að Hveragerði frá nýjustu hverunum við Reyki. Óvarlega er farið  Rúturnar renna í hlaðið á Reykjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.