Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 15

Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 15
FRÉTTIR 15 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstanga Félag sem hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guð- mundsdóttir eru í forsvari fyrir hefur fest kaup á Laugarbakka- skóla í Miðfirði af Húnaþingi vestra. Um er að ræða skólahús með kennslustofum, heimavist, mötu- neyti, íþróttahúsi og íbúðum, auk einbýlishúss og íbúðaparhúss. Heildarflatamál fasteignanna er tæpir 4.000 fermetrar. Kaupverð er ekki gefið upp, en unnið er nú að stofnun formlegs eignarhalds- og rekstrarfélags um eignina. Síðastliðið vor var starfsemi Laugarbakkaskóla lögð niður og fluttist kennsla í haust til Hvammstanga. Undanfarin ár hefur Hótel Edda rekið sum- arhótel á Laugarbakka og rennur leigusamningur út í ágústlok 2015. Húsnæðið verður afhent nýjum eigendum hinn 1. október 2015. Endurbæta þarf húsnæðið Tómas og Sigrún koma úr Reykjavík. Þau hafa unnið þar að veitingarekstri. Að sögn Tómasar er stefnt að umfangsmiklum endurbótum á húsnæðinu með það að markmiði að gera eignina heppilegri til hótelrekstrar auk þess að standsetja fjölnotahús, sem nýst getur fyrir alls kyns ráð- stefnur og uppákomur. Stefnt er að rekstri heilsárshót- els með þriggja stjörnu gæðum, allt að fimmtíu herbergjum með snyrtingu og sturtu. Stefnt er að opnun hótelsins vorið 2016. Gera má ráð fyrir að með rekstri þess skapist sex til átta heilsársstörf í héraðinu og allt að sextán störf á háannatíma. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveit- arstjóri Húnaþings vestra, er ánægð með þessa sölu. Segir hún mikinn kraft og metnað í Húna- þingi vestra í uppbyggingu af- þreyingar og þjónustu við ferða- menn. Með fjölgun gistiherbergja og auknum gæðum í þjónustu sem í boði er nýtast núverandi fjárfest- ingar ferðaþjónustuaðila í sveitar- félaginu enn betur og ný tækifæri skapast í kjölfarið fyrir sveitarfé- lagið allt. Laugarbakkaskóli fær nú nýtt hlutverk  Einstaklingar kaupa húsnæðið og byggja upp heilsárshótel Morgunblaðið/Karl Ásgeir Laugarbakkaskóli Skólinn er mikið mannvirki. Skólahúsnæðið og aðrar byggingar eru samtals um 4.000 fermetrar að flatarmáli. Laugarbakkaskóli » Skólinn var byggður af ríki og sveitarhreppum í Vestur- Húnavatnssýslu. Elsti hlutinn var byggður á árunum 1970 til 1991. » Með sameiningu sveitar- félaga í héraðinu í Húnaþing vestra árið 1998 var skóla- rekstur einnig sameinaður undir hatti grunnskóla Húna- þings vestra. Ármúla 38 | Sími 588 5010 | hljomsyn.comOpið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 BROT AF ÞVÍ BESTA... Allroom Air One þráðlausir hátalarar „Superior performance“ Audio Test, Austria 5-13 „The best wireless speaker we have heard in its class“ Lyd & Bilde, Norway, 2-2014 Best AirPlay Speaker £400+ 2013!What HiFi?, oct-13 „Impressively high fidelity audio... fashionable package.“ Technology Tell 5 stars and Group Test Winner!What HiFi!, UK „A triumph"HiFi & Musik „Looks great, sounds brilliant“ TAP! magazine „You won't believe your ears!“ Video Magazine audiopro.com Stereo hátalari 100w leðurklæddur rautt, hvítt og svart Fjarstýring/Optical in / Line in /Sub out Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra og Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri tóku fyrstu skóflu- stungu að stækkun flugstjórnar- miðstöðvarinnar við Reykjavíkur- flugvöll í gær. Starfsemi alþjóðaflug- þjónustu Isavia fer nú fram á fjórum stöðum í Reykjavík. Stækkun flug- stjórnarmiðstöðvarinnar gerir kleift að sameina starfsemina undir einu þaki og mun rýmkast um hana. M.a. verður flugfjarskiptadeild, sem nú er í Sóleyjarrima, flutt í flugstjórnar- miðstöðina. Framkvæmdin kostar um einn milljarð króna. Kostnaðurinn dreif- ist á tvö næstu ár og verður greiddur af notendum þjónustunnar. Um þriðjungi allrar flugumferðar yfir Norður-Atlantshaf er stjórnað úr flugstjórnarmiðstöðinni sem tek- in var í notkun 1994. Flugstjórnar- svæðið er um 5,4 milljónir km2 og nær að norðurpólnum. Umsvifin hafa aukist ár frá ári og var orðið löngu tímabært að stækka húsnæðið. Í fyrra flugu rúmlega 116 þúsund flugvélar nærri 170 milljónir kíló- metra um íslenska flugstjórnar- svæðið. Það sem af er árinu hafa 112 þúsund flugvélar farið um svæðið og stefnir í að flug um það aukist um 15% á þessu ári. Mest er um yfirflug sem Isavia sinnir samkvæmt samn- ingi við Alþjóðaflugmálastofnunina. gudni@mbl.is Ljósmynd/Isavia/Guðni Sigurðsson Fyrsta skóflustunga tekin Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri munduðu skóflurnar. Flugstjórnarmið- stöðin stækkuð  Starfsemi sameinuð undir einu þaki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.