Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 16

Morgunblaðið - 08.11.2014, Side 16
BÆJARLÍFIÐ Gunnlaugur Auðunn Árnason Stykkishólmur Eigendur Kalkþörungaverksmiðj- unnar á Bíldudal hafa að undanförnu verið í viðræðum við bæjaryfirvöld um að stofna fyrirtæki í Hólminum til að vinna úr hráefnum sem finnast í Breiðafirðinum. Um er að ræða verksmiðju sem þarf lóð, hafnaraðstöðu og orku. Verið er að afla gagna og reiknað er með að þeirri vinnu ljúki um áramót. Ef niðurstöður verða jákvæðar ætti að vera hægt að taka fljótt næstu skref. Eigendur sjá mikla möguleika í vinnslu þangs og þörunga á nýjum forsendum og að gera meiri verð- mæti úr hráefninu.    Nýr Baldur er á heimleið. Stefnt er að því að Baldur komi til Stykk- ishólms á morgun, sunnudag. Ferjan sem er 68 metra löng og 12 breið getur flutt um 55 bíla í stað 38 bíla sem gamli Baldur flytur. Öll öku- tæki eru flutt undir dekki og er ferj- an svokallað gegnumakstursskip. Sæferðir ehf. sem reka ferjuna sýna með kaupunum mikinn vilja og kjark til að styrkja samgöngur til og frá Vestfjörðum til hagsbóta fyrir at- vinnulífið og ferðaþjónustuna.    Smábátar hafa stundað síldveið- ar frá Stykkishólmi síðustu haust þegar síldin hefur gengið inn í Breiðafjörð. Veiðar og vinnsla hafa skapað mikla vinnu á meðan á henni hefur staðið. Nú hefur orðið breyt- ing á. Aðeins einn bátur Kiddi RE hefur hafið síldveiðar. Fyrir því eru einkum tvær ástæður, litla sem enga síld er að finna í Breiðafirði og svo er enginn kaupandi að síldinni til vinnslu. Tilraunaveiðar á hörpudiski voru leyfðar í haust eftir veiðibann frá 2003. Einn bátur hefur stundað veiðarnar undir eftirliti frá Hafrann- sóknastofnun. Báturinn hefur land- að um 190 tonnum til vinnslu hjá Ag- ustsson ehf. í Stykkishólmi. Bjartsýni ríkir um framhald veiða á næsta ári.    Í haust hófust að nýju gildruveið- ar á beitukóngi eftir að hafa stoppað í kjölfar gjaldþrots. Nýir eigendur eru komnir af stað og gera út bátinn Blíðu. Landað hefur verið um 50 tonnum og fer aflinn til vinnslu á Suðurnesjum.    Ný bæjarstjórn leitar allra leiða til að rétta af fjárhag bæjarins og hefur fengið ráðgjafa til að vinna að fjárhagslegri og rekstrarlegri end- urskipulagningu bæjarsjóðs. Það er gert í samráði við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga.    Útsvar mun lækka á næsta ári. Það kom fram í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun fyrir 2015. Í mörg ár hefur útsvarsálagningin verið full- nýtt, en mun lækka um 0,15 % og verður á næsta ári 14,37 %. Er með því komið á móts við útsvarsgreið- endur sem greiða hærri fast- eignagjöld af eignum sínum. Með því er leitast við að herða á fasteignaeig- endum að færa búsetuna hingað og taka þannig þátt í rekstri samfélags- ins.    Hólmarar munu í fyrsta skipti taka þátt í hinum vinsæla sjónvarps- þætti Útsvari sem verður á dagskrá 21. nóvember. Búið er að velja kepp- endur. Þeir eru örugglegar farnir að undirbúa sig af fullum krafti, því lítið hefur sést til Magnúsar, Róberts og Önnu síðustu daga. Ný verksmiðja til skoðunar Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Stykkishólmshöfn Bátarnir eru óneitanlega líkir en stunda ólíkar veiðar. Blíða SH veiðir beitukóng en Hannes Andersen SH veiðir hörpudisk 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 kollurinn/margir litir Tímalaus íslensk hönnun eftir Sigurð Má Helgason Fuzzy • Model-húsgögn ehf. • Hraunbergi 11 • 111 Reykjavík Sími 557 1425 og 867 5118 • modelhusgogn@simnet.is • www.fuzzy.is LÁTTU EKKI HÓSTA SPILLA SVEFNINUM Hóstastillandi og mýkjandi hóstasaft frá Ölpunum Sími 555 2992 og 698 7999 NÁTTÚRU- AFURÐ úrselgraslaufum Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Skráðar hljóðbækur í Bókatíðindum 2014, sem Félag íslenskra bókaút- gefenda gefur út, eru 22 talsins. Í fyrra voru þær 16. Skálmöld, nýjasta skáldsaga Ein- ars Kárasonar, kom í gær út sem hljóðbók en prentaða útgáfan kemur í verslanir eftir helgi. Þetta er að öll- um líkindum í fyrsta skipti sem hljóðbók kemur út á undan prenti. „Ég held að það sé fínt að hlusta á Sturlungaöldina á meðan maður skokkar,“ segir rithöfundurinn. Ein- ar bendir á að ef textinn er skemmti- lega lesinn opnist önnur vídd í verk- inu. Hann segir hljóðbókina vera í sókn erlendis og því ætti svipuð þró- un að verða hér á landi. Síðustu ár hafi bækur hans komið út í hljóðbók- arformi og á pappír á svipuðum tíma. Skálmöld er fjórða bókin í Sturl- ungabálki Einars. Alvöru valkostur „Þetta er öðrum þræði yfirlýsing um að hljóðbókin sé alvöru valkostur fyrir neytendur. Þetta er til að vekja umræðu um hana og það er megin- ástæðan fyrir því að við bjóðum hljóðbókina á undan,“ segir Stefán Hjörleifsson, eigandi eBóka sem selja hljóð- og rafbækur. Nýjasta skáldsaga Arnaldar Indr- iðasonar, Kamp Knox, kom samhliða út sem hljóðbók og á prenti. Stefán segir hana fara mun betur af stað í sölu sem hljóðbók en síðasta bók Arnaldar. Erlendis hefur orðið þreföldun á sölu á hljóðbókum. „Hér hefur hljóð- bókamarkaðurinn, líkt og rafbóka- markaðurinn, verið sveltur en við höfum reynt að bæta úr því. Það mættu vera fleiri titlar í boði og þeir þurfa að koma á sama tíma og prent- aða bókin til að fleiri líti á hljóðbók- ina sem raunverulegan valkost.“ Tækninni hefur fleygt fram og í dag er auðvelt að hlaða niður hljóð- skránni. Áður þurfti fjölmargar kassettur eða geisladiska til að hlusta á eina skáldsögu. Mp3-diska sem taka miklu meira magn eða hljóðskrá er hægt að færa auðveld- lega á milli tækja. Engar afritunarvarnir eru á hljóð- bókum frá eBókum. Stefán segir varnir ávallt hamlandi fyrir notend- ur. Hljóðbókin sé á betra verði en nýjar prentaðar bækur, eða um 7-8% ódýrari í verslunum og allt að 30% ódýrari á eBókum. Hann bendir á að þær ættu í raun að vera dýrari því kostnaðurinn við hljóðbókina sé tölu- verður. Um 10-25 hljóðbókatitlar koma út hjá eBókum á ári og langflestir á geisladiskum líka. Nú má nálgast hátt í 200 hljóðbókatitla en fáir lesa meira en 10-15 bækur á hverju ári. Stefán segir að starfsemi Hljóð- bókasafnsins hafi haft áhrif á sölu hljóðbóka hjá sér en útgáfan sé í ágætu samstarfi við safnið. Þar sé framleitt mikið efni og það sé á ábyrgð lánþega að farga geisladiski með lesnu efni eftir notkun því ekki þurfi að skila diskunum aftur og lán- þegar hafa getað hlaðið bókunum niður takmarkalaust. Stefán segir að þetta auki hættuna á sjóræningja- starfsemi. „Sé ekki borgað fyrir vör- una ber fólk minni virðingu fyrir henni og þá eru meiri líkur á að henni sé deilt.“ Mikill metnaður útgefenda „Hljóðbækur eru frábært form og útgáfa þeirra hér á landi hefur verið mjög metnaðarfull. Margir af fremstu leikurum þjóðarinnar hafa lesið upp verk okkar bestu höfunda ár hvert,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hún segir að hljóðbókamarkaður- inn hafi reynst erfiður síðustu ár. Markaðurinn sé agnarsmár auk þess sem óánægja hafi verið meðal fé- lagsmanna vegna aðgengis að hljóð- bókum á Hljóðbókasafni Íslands. Margfalt stærri hluti þjóðarinnar geti nýtt sér safnið en gerist og gengur meðal nágrannaþjóða okkar. Auk þess séu litlar sem engar tak- markanir á möguleikum notenda til að dreifa efninu áfram. „Það er brýnt að fram fari rann- sókn á því hversu mikil áhrif þjón- usta safnsins hefur á almennan markað og hvort skoða þurfi breyt- ingar á útlánareglum og formi,“ seg- ir Bryndís. Hún ítrekar þó að starf Hljóð- bókasafnsins sé mjög mikilvægt fyr- ir þá sem ekki geta lesið prentaðar bækur. Salan dregist saman „Salan hjá okkur hefur hrapað um 40-50% frá árinu 2009,“ segir Gísli Helgason, annar eigandi hljodbok.is. Þegar mest var komu út 30 titlar, í ár eru þeir 11 talsins. Gísli segir að í framtíðinni verði vonandi rafbækur og hljóðbækur á sama sniðinu. „Okkar draumur er sá að útgefendur gefi út samhliða, hljóðbók, rafbók og á prenti því þetta hjálpar hvað öðru,“ segir hann. Samdrátt í sölu rekur hann meðal annars til þess að ríkið sé í sam- keppni við almenna hljóðbókaútgáfu með Hljóðbókasafni Íslands. „Þjón- ustan hjá Hljóðbókasafninu hefur gengið allt of langt, þeir eru að fara fram úr sér í þjónustunni,“ segir Gísli og vísar til þess að notendur þurfi ekki að skila geisladiskum með lesnu efni eftir notkun. Markaður með hljóðbækur erfiður  Markaðurinn agnarsmár  Hljóðbókin, rafbókin og prentaða bókin þurfa að koma út samtímis  Sé ekki borgað fyrir hljóðbók eru meiri líkur á að fólk deili henni Hljóðbækur Örlítið fleiri hljóðbækur koma út í ár, skv. Bókatíðindum. Hljóðbókasafn Íslands setti fyr- ir stuttu svokallaðar vatns- merkingar á hljóðbókaskrár sem standa notendum safnsins til boða. Vonast er til að þetta dragi úr því að notendur deili efninu með öðrum á skráa- skiptasíðum eins og deildu.net. Hljóðbókasöfn í hinum nor- rænu löndunum hafa notað þessar merkingar. Samkvæmt könnun sem gerð var í Noregi deila notendur síður efninu ef það var vatnsmerkt. Ástæðan fyrir merkingunni er m.a. krafa útgefenda, að sögn Þóru Sigríðar Ingólfs- dóttur, forstöðumanns Hljóð- bókasafns Íslands. Þóra segir að eitthvað hafi borið á því að deilt hafi verið efni frá þeim, t.d. á umræddri síðu. Nú sé hægt að rekja upp- runa skránna og stöðva við- komandi lánþega ef upp kemst um slíkt. Dæmi eru um að lok- að hafi verið aðgangi ein- staklinga vegna þessa. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að efninu sé komið áfram og reynum að fylgjast með. Hins vegar teljum við að um- fangið sé stórlega ýkt.“ Virkir notendur Hljóðbóka- safnins eru 5.700 talsins. Margir þeirra eru lesblindir nemendur sem ná sér nær ein- göngu í námsefni á netinu í gegnum niðurhal en ekki á geisladiskum. Virkasti notendahópurinn er þó blindir, aldraðir og sjón- skertir. Notendur deila síðum VATNSMERKINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.