Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.11.2014, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 NOTAÐIR BÍLAR · Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Mercedes-Benz GLK 250 cdi 4MATIC Árgerð 2014, ekinn 11 þús. km, dísil, 2.143 cc., 204 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,1 l/100 km. Verð: 7.890.000 kr. nýlegum glæsijeppum Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 4x4 4x4 Mitsubishi Pajero Instyle Árgerð 2012, ekinn 40 þús. km, dísil, 3.200 cc, 200 hö., sjálfskiptur, eyðsla 9,3 l/100 km. Verð: 7.890.000 kr. Toyota Land Cruiser GX 150 Árgerð 2013, ekinn 41 þús. km, dísil, 2.982 cc, 191 hö., sjálfskiptur, eyðsla 7,1 l/100 km. Verð: 8.900.000 kr. 4x4 Góð kaup í Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Hvernig hefði ásýnd borgarinnar verið ef Þjóðleikhúsið, teiknað af húsameistara ríkisins, Guðjóni Sam- úelssyni, hefði risið í Austurstræti þar sem Moggahöllin svonefnda var síðan byggð? Og hvað ef „háborg ís- lenskrar menningar“ hefði risið á Skólavörðuholtinu? Þessar hugmyndir og margar fleiri, sem komust aldrei af teikniborðinu, eru skoðaðar ofan í kjölinn í nýrri bók sem nefnist Reykjavík sem ekki varð eftir hjónin Önnu Dröfn Ágústs- dóttur sagnfræðing og Guðna Val- berg arkitekt. Í bókinni eru teknar fyrir átta op- inberar byggingar sem til stóð að reisa í miðbænum en Arnarhóll og svæðið í kringum Tjörnina kemur oft við sögu. „Í gegnum tíðina hafa bygg- ingarlóðir þar verið vinsælar en um- deildar,“ segir Anna Dröfn. Skipulag í Reykjavík er og virðist alltaf hafa verið ákveðið átakamál, bendir hún á, einkum staðsetning og stærð opin- berra bygginga. Margt sem kom á óvart „Það var ótrúlega margt sem kom okkur á óvart þegar við vorum að sanka að okkur efni. Mér finnst í raun merkilegt hvað það er margt í hinu manngerða borgarumhverfi sem ég hafði aldrei áður pælt í en er mér núna mjög hugleikið.“ Anna tekur staðsetningu Alþingis- hússins sem dæmi og segir: „Líklega þekkist hvergi annars staðar í höfuð- borgum að gafl þinghúss sé það fyrsta sem blasir við þegar gengið er út úr dómkirkju,“ en það á sínar skýringar sem koma fram í bókinni. Byggingarsaga Þjóðleikhússins er þá mjög áhugaverð að mati Önnu en á sínum tíma sýndist sitt hverjum um hvar ætti að koma leikhúsbygging- unni fyrir. Jónasi Jónssyni frá Hriflu þótti tilvalið að Reykjavíkurborg keypti land í Grjótaþorpinu og rýmdi þar til fyrir Þjóðleikhúsinu. Þegar gengið væri niður Austurstræti myndi Þjóðleikhúsið blasa við. „Sá staður hefði líklega verið arkitekt- inum meira að skapi en endanleg staðsetning en Guðjón vildi sjá leik- húsið standa við enda breiðstrætis eða við torg,“ að sögn Önnu. Jafnframt voru uppi hugmyndir um að reisa Þjóðleikhúsið við Reykja- víkurtjörn, á Skólavörðuholti eða í Mæðragarðinum og svo mætti áfram telja. Á endanum var húsið reist við Hverfisgötu, við hlið Landsbóka- safnsins sem nú heitir Safnahúsið. Líklega hefur vegið þungt að ríkið átti þá lóð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í kafla um Þjóðleikhúsið. Barn, hjónaband og bókarskrif Þau Anna Dröfn og Guðni hafa unnið að bókinni frá árinu 2012. Þá voru þau ógift og barnlaus en nú, tveimur árum seinna, eru þau gift og eiga tæplega tveggja ára stúlku. Samstarfið hlýtur því að hafa gengið vonum framar. Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar þau voru að skoða bók um Safnahúsið við Hverfisgötu. „Þá fór- um við að ræða þann fjölda bygginga sem til umræðu hefur verið að reisa á Arnarhóli í gegnum tíðina. Guðni fékk þá hugmynd að gaman væri að teikna einhverja af þessum bygg- ingum upp í þrívídd og fella inn á ljós- mynd af svæðinu eins og það lítur út í dag. Þannig gætum við áttað okkur betur á hver áhrifin af því hefðu get- að orðið. Mér fannst þetta strax ótrú- lega spennandi og vildi reyna að átta mig aðeins á umræðunni og þeim ástæðum sem urðu til þess að margar tillögur um opinberar byggingar urðu aldrei að veruleika,“ segir Anna. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að engin slík bók var til og létu þau því slag standa. Bókin er afrakst- ur góðrar samvinnu þar sem sérsvið beggja nýtur sín. „Þetta hefur verið skemmtileg vinna þar sem okkar eig- in forvitni um efnið hefur verið aðal- drifkrafturinn,“ segir Anna Dröfn. Hugmyndir sem urðu ekki að veruleika  Kafað ofan í hugmyndir um borgarskipulag Reykjavíkur sem komust aldrei af teikniborðinu í nýrri bók  Skipulag er alltaf umdeilt  Forvitni um efnið aðaldrifkraftur höfundanna Morgunblaðið/Ómar Höfundar og hjón Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Val- berg arkitekt í Austurstræti þar sem Þjóðleikhúsið hefði getað risið. Tölvumynd/Guðni Valberg Reykjavík sem ekki varð Þjóðleikhúsið við Austurstræti. Ásýnd borg- arinnar hefði orðið önnur ef leikhúsið væri við Ingólfstorg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.