Morgunblaðið - 08.11.2014, Síða 25

Morgunblaðið - 08.11.2014, Síða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Orðin sandur og sjávarsandur vísa til ógrynna og mikils fjölda í ýms- um orðatiltækjum á íslensku en þótt við eigum „sand“ af sandi er hann ekki óþrjótandi auðlind. Raunin er nefnilega sú að 75 til 90 prósent af náttúrulegum sand- ströndum heimsins eru að hverfa, að sögn Johns R. Gillis, heiðurs- prófessors í sagnfræði við Rutgers- háskóla í Bandaríkjunum og höf- undar bókarinnar The Human Shore: Seacoasts in History. Gillis segir í grein í The New York Times að ástæðurnar séu margar, meðal annars hækkandi sjávarmál og tíðari stormar vegna loftslagsbreytinga, en einnig stór- fellt sandnám og önnur landnýting manna á ströndunum. Mennirnir hafi einnig stuðlað að þessari þróun með því að stífla ár og minnka þar með framburð sands úr hlíðum fjallanna. Sala á sandi og möl jókst um 10% á ári Gillis segir að vöxturinn í sand- og malarnámi í heiminum sé nú meiri en hagvöxturinn í heild. Til að mynda hafi salan á sandi og möl aukist um 10% á ári í Bandaríkj- unum frá 2008. Nú sé svo komið að skortur sé á sjávarsandi eða sam- bærilegum sandi vegna stöðugs ágangs fyrirtækja sem reiða sig á þessa auðlind. Geta ekki notað eyðimerkursand Sandur er mikilvægur í fram- leiðslu svarfefna (t.d. sandpappírs og stálullar), plasts, kísilflaga og jafnvel tannkrems. Sandurinn hef- ur þó haft mesta þýðingu í bygg- ingarstarfsemi. Um það bil 80% af sand- og malarnáminu eru notuð til að búa til steinsteypu. Í flestum tilvikum er ekki hægt að nýta eyðimerkursand í staðinn vegna þess að hann er fínni og mýkri en sandurinn og mölin úr sjávarströndunum. Eyðimerkur- ríkið Dúbaí þarf því að flytja inn sand alla leiðina frá Ástralíu. bogi@mbl.is Sand- strendur að hverfa  Sandur ekki óþrjótandi auðlind AFP Gengið á sandi Kona með hund í grennd við New York-borg. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Forseti grænlenska þingsins, Lars- Emil Johansen, hefur staðfest að endurskoðunarfyrirtæki hefur lokið rannsókn á því hvort núverandi og fyrrverandi ráðherrar grænlensku landstjórnarinnar hafi notað opin- bert fé í eigin þágu. Johansen hefur einnig greint frá því að enginn stjórnmálamaður eða embættismaður hafi lesið skýrslu sem endurskoðun- ar- og ráðgjafar- fyrirtækið Del- oitte hafi skrifað um niðurstöður rannsóknarinnar. Johansen segir að skýrslan sé geymd í öryggis- hólfi Grænlands- banka og verði ekki gerð opinber fyrr en eftir þing- kosningarnar sem fara fram 28. þessa mánaðar, að sögn grænlenska dagblaðsins Sermitsiaq. Getur ekki birt skýrsluna Boðað var til kosninganna í byrj- un október eftir að Aleqa Ham- mond, þáverandi formaður græn- lensku landstjórnarinnar, sagði af sér sem formaður Siumut-flokksins vegna rannsóknar á ásökunum um að hún hefði notað rúmar 106.000 danskar krónur (2,2 milljónir ís- lenskra) af opinberu fé í eigin þágu. Hammond er sögð hafa notað féð til að greiða fyrir flugmiða, hótelgist- ingu og veitingar fyrir fjölskyldu sína. Forseti þingsins kveðst ekki hafa heimild til að gera skýrsluna opin- bera fyrir kosningarnar. „Það er að- eins endurskoðunarnefnd þingsins sem getur opnað og lesið skýrsluna um niðurstöður rannsókarinnar um notkun núverandi og fyrrverandi ráðherra á opinberu fé,“ hefur Ser- mitsiaq eftir Johansen. Hann segir að skýrslan verði ekki birt fyrr en nýtt þing hefur kosið endurskoðun- arnefnd eftir þingkosningarnar. Hans Enoksen, fyrrverandi for- maður landstjórnarinnar, hafði ósk- að eftir því að skýrslan yrði birt þegar í stað. Hann kvaðst leggja beiðnina fram sem einn þeirra sem rannsóknin beindist að. Hann sagði að grænlenskir kjósendur vildu fá þessi mál á hreint og tryggja að ráð- herrar landstjórnarinnar notuðu ekki opinbert fé í eigin þágu. Rannsóknarskýrsla geymd í bankahólfi  Rannsókn á notkun ráðherra á opinberu fé ekki gerð opinber fyrir kosningarnar á Grænlandi Lars-Emil Johansen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.