Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 28

Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 Meira úrval Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri Sími 588 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku MYRKVAGLUGGATJÖLD Ég hef stundum velt fyrir mér hvernig fari fyrir orðaforða yfir út-litslýsingar þegar langflestir geta fundið myndir í síma eðatölvu og þurfa þar af leiðandi ekki að lýsa neinum. Mannlýs-ingar eru misnákvæmar eftir tilgangi þeirra. Auðvitað snúast þær oft um forvitni um náungann en þær geta líka verið nauðsynlegar. Þegar lögregla lýsir eftir fólki er til að mynda birt mynd með lýsingu á hæð og holdafari. Í skáldverkum eru mannlýsingar oft ónákvæmar og fer þá eftir ímyndunarafli hvers og eins hvernig sögupersónan lítur út. Það er óhætt að segja að mannlýsingar Íslendingasagna séu meðal þeirra bestu. Sögupersónum er mörgum lýst svo vel að þær standa manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Lýsingar skúrka og hetja vega þar þyngst. Ég held t.d. mikið upp á Skarphéðin Njálsson í Njálu (Íslendinga sögur og þættir, 1998, bls. 153-4): „Hann var mikill maður vexti og styrkur, vígur vel, syndur sem selur, manna fóthvatastur, skjótráður og öruggur, gagnorður og skjótorður en þó löngum vel stilltur. Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygður vel, fölleitur og skarpleitur, liður á nefi og lá hátt tanngarðurinn, munn- ljótur nokkuð og þó manna hermannlegastur.“ Lýsingarnar gerast vart myndrænni. Í Sturlungu er einnig að finna nákvæmar mannlýsingar þótt minna sé um þær. Í Þorgils sögu og Hafliða er bráðskemmtileg lýsing á virðingarmanninum Þórði Þorvaldssyni úr Vatns- firði (Sturlunga saga, 1988, bls. 19): „Þórður var ekki mikill drykkjumaður, nokkuð van- gæft um fæðsluna sem oft kann að verða þeim sem van- heilsu kenna því að maðurinn var þá á efra aldri og var þó enn hraustur en kenndi nokk- uð innanmeins og var því ekki mjög matheill og nokkuð vandblæst að eta slátur því að hann blés svo af sem hann hefði vélindisgang og varð þá nokk- uð andrammur. Þórður var mikilleitur maður, eygður vel og lágu vel aug- un, framsnoðinn og strýhærður, sá upp mjög og riðaði lítt að.“ Mannlýsingar eru síður en svo alltaf upplýsandi. Í Njálu er Unnur, dóttir Marðar gígju, sögð „væn kona og kurteis og vel að sér og þótti sá bestur kostur á Rangárvöllum“ (Íslendinga sögur og þættir, 1998, bls. 124). Í Þor- gils sögu og Hafliða er Yngvildur nokkur Þórðardóttir sögð „auðug að fé og virðingakona“ (Sturlunga saga, 1988, bls. 18). Slíkar lýsingar segja ekki ýkja margt en lýsa tíðarandanum og því hvað þótti eftirsóknarvert. Því fer þó fjarri að eingöngu kvenfólk fái svo almenna lýsingu. Í daglegu tali hefur borið á að fólki sé lýst sem frábæru eða æðislegu. Það segir í raun ekki annað en að viðkomandi sé geðfelldur. Slíkar lýsingar eru samt ekki dæmigerðar fyrir nútímann frekar en ritsnilld Njáluhöf- undar sé færð yfir á alla samtímamenn hans. Engu að síður er ástæða til að velta vöngum yfir því hvort tæknin hafi áhrif á orðaforðann yfir það sem áður var lýst með orðum en ekki myndum. Mannlýsingar Tungutak Eva S. Ólafsdóttir eva@skyrslur.is Mannlýsing Gæti hinn hermannlegi Skarphéðinn Njálsson hafa litið svona út? Það má finna, þegar fólk er tekið tali á förnumvegi, að hinn almenni borgari hefur þungaráhyggjur af stöðu þjóðmála og meiri en veriðhefur frá fyrstu mánuðum og misserum eftir hrun. Þær áhyggjur beinast að tvennu: stöðu kjara- mála einstakra hópa launþega og innviðum samfélags okkar almennt, sem mörgum finnst að séu að byrja að bresta. Kannski eru þessar áhyggjur til marks um að hinar dýpri afleiðingar hrunsins séu nú fyrst að byrja að koma fram. Þær má sjá í hnotskurn í heilbrigðiskerf- inu. Það er í þeirri hættu að hrynja. Þegar svo er kom- ið að gífurlegum fjölda aðgerða hefur verið frestað, sem þýðir í raun frestun fram á næsta ár vegna verk- falls lækna má spyrja hvar mörkin séu á milli þess að erfiðleikar séu í rekstri heilbrigðiskerfisins og hruns þess. Allir vita að yrðu laun lækna hækkuð um nokkra tugi prósenta á skömmum tíma hefði það afleiðingar. Aðrir hópar launþega í heilbrigðiskerfinu mundu koma á eftir. Aðrir hópar sem starfa á öðrum sviðum í samfélaginu mundu taka mið af slíkum samningum lækna. En jafnframt er ljóst að almenn- ingur hefur skilning á kröfum lækna. Það er rangt hjá tals- mönnum lækna að vilja ekki „karpa“ um launakröfur sínar í fjölmiðlum. Þeir eiga þvert á móti að gera fólkinu í landinu skýra grein fyrir launa- kröfum sínum og þeim rökum sem að baki liggja. Það er þeim í hag. Auðvitað geta læknar sagt: ef við fáum ekki þessi kjör förum við til annarra landa. En þá er þess að gæta að grasið er ekki alltaf grænna annars staðar. Þótt Noregur hafi freistað margra síðustu ár er að harðna á dalnum. Það er ekki lengur allt í blóma í olíu- iðnaði. Verð á olíu er í frjálsu falli á heimsmarkaði af margvíslegum ástæðum. Sádi-Arabar reyna nú að þrengja að olíuframleiðslu Bandaríkjamanna úr leir- steini með því að auka framboð og lækka verð. Afleið- ingarnar eru að byrja að koma fram hjá olíufram- leiðsluríkjum á borð við Rússland og Noreg. Þær verða orðnar mjög þungbærar að nokkrum mánuðum liðnum. Efnahagsástandið innan evrusvæðisins fer versnandi en ekki batnandi. Faglært fólk er að flytja frá Evr- ópuríkjum til annarra heimshluta af sömu ástæðum og læknar hafa við orð að flytja frá Íslandi. Það er skiljanlegt að læknar telji sig geta sett fram launakröfur, sem nemi mörgum tugum prósenta í hækkun. Frá stjórnvöldum heyrist ekkert annað en að hér sé allt í blóma á ný. Már Guðmundsson seðla- bankastjóri segir að aðrar þjóðir „dauðöfundi“ Íslend- inga af efnahagsstöðunni hér. Hvað eiga svona yfirlýs- ingar að þýða? Athugasemdir Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns VG, vegna þessara yfirlýsinga seðlabankastjóra voru réttmætar. Bjartsýnistal ráðamanna ýtir undir væntingar fólks um verulegar kauphækkanir sem engar forsendur eru fyrir enn sem komið er. Það segir sína sögu um hugar- ástand þjóðarinnar að mætur fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, Svavar Knútur, skyldi nánast einn síns liðs, með aðstoð samskiptamiðla, ná saman að mati lög- reglu um 4.500 manns á Austurvöll. Það yrði ekki auð- velt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná slíkri fundarsókn. Það þýðir ekkert fyrir ráðamenn þjóðarinnar að böl- sótast yfir því andrúmslofti, sem nú ríkir í samfélagi okkar. Þeir eiga sinn þátt í því að það er orðið til. Þeir þurfa að horfast í augu við sjálfa sig. Þeir sem eru hafnir til hinna æðstu valda af samborgurum sínum eiga að ganga hægt um gleðinnar dyr og muna að þeir sömu samborgarar geta fellt þá af stalli. Í hádegisfréttum RÚV í fyrradag, fimmtudag, mátti heyra á talsmönnum launþegafélaga að 2,5% launa- hækkun, sem Seðlabankinn gerði ráð fyrir í áætlunum sínum kæmi ekki til greina. Þeirri skoðun hefur verið haldið fram hér á þessum vett- vangi að það yrðu viðbrögð laun- þegafélaga við upplýsingum sem fram komu síðla sumars um veru- legar launahækkanir stjórnenda um- fram almenna starfsmenn. Héldu stjórnendur fyr- irtækjanna að þeir gætu haldið þessum veruleika leyndum? En um leið er ljóst að verði gengið að kröfum lækna með þeim hliðarverkunum, sem það hefði í öðrum starfshópum í heilbrigðiskerfinu og annars staðar og yrðu umtalsverðar kauphækkanir knúnar fram á al- mennum vinnumarkaði með vísan í þær hækkanir sem stjórnendur hafa tekið til sín í krafti stöðu sinnar, fer verðbólgan á fullt á ný með þeim hækkunum á verð- tryggðum lánaskuldbindingum fólks og fyrirtækja, sem slíku mundi fylgja. Við sem þjóð höfum gengið þá götu áður og það er óþarfi að leggja í þá tortímingargöngu aftur. Við vitum hvar hún endar. Þess vegna er staðan sú nú að það gengur ekki að semja við einn um þetta og annan um eitthvað annað. Ríkisstjórn og Alþingi verða að taka forystu um að ná allsherjar samstöðu við verkalýðssamtök og vinnu- veitendur, sveitarstjórnir og stjórnarandstöðu um leið þjóðarinnar á næstu árum upp úr öldudalnum og end- urreisn stofnana samfélagsins, sem eru að bresta. Leiðin er ekki sú að hér verði allsherjar upplausn. Læknar flytji úr landi, sjúklingar verði að leita til ann- arra landa eftir nauðsynlegri læknismeðferð, einstök verkalýðsfélög hefji verkfallsbaráttu upp á eigin spýt- ur, þannig að vinnumarkaðurinn logi í skæruverkföllum mánuðum saman. Þetta er það sem mun gerast ef fram heldur sem horfir. Það þýðir ekki fyrir kjörna fulltrúa þjóðarinnar að loka sig af í einhverjum upphöfnum hroka um eigið ágæti og líta svo á að allir aðrir séu vitleysingar. Það þarf samstöðu. Það þarf samstöðu Eru hinar dýpri afleið- ingar hrunsins nú fyrst að koma fram? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ámorgun, 9. nóvember 2014, er lið-inn aldarfjórðungur frá hinum miklu tímamótum, er Berlínarmúrinn hrundi, en þá féllu sósíalistaríkin um koll og Kalda stríðinu milli Ráðstjórn- arríkja Stalíns og Vesturveldanna lauk með fullum sigri Vesturveldanna. Í Kalda stríðinu hafði Berlín verið skipt í hernámssvæði Stalíns annars vegar og Vesturveldanna hins vegar. Múrinn var reistur fyrirvaralaust 13. ágúst 1961 í því skyni að stöðva fólks- flótta frá Austur-Þýskalandi. Þótt austur-þýskir sósíalistar kenndu sig við alþýðuna, átti alþýðan sjálf enga ósk heitari en sleppa undan þeim og fá að vinna fyrir sjálfa sig og ekki fyrir ríkið, jafnvel þótt henni væri tilkynnt, að með því að vinna fyrir ríkið væri hún að vinna fyrir sjálfa sig. Vörð- unum austan megin múrsins var skip- að að skjóta alla, sem reyndu að kom- ast yfir, og er talið, að hátt í hundrað manns hafi þar látið lífið. Tveir Bandaríkjaforsetar héldu frægar ræður við Berlínarmúrinn. John F. Kennedy sagði 26. júní 1963: „Ich bin ein Berliner“. Með því ætlaði hann að segja, að hann væri í anda Berlínarbúi, styddi sameiningu borg- arinnar og frelsi borgarbúa. Eðlilegra hefði að vísu verið að segja: „Ich bin Berliner“, því að „ein Berliner“ er í þýsku oftast notað um kökusnúð. Þjóðverjar brostu í kampinn, en tóku viljann fyrir verkið og voru forset- anum þakklátir fyrir hina karlmann- legu hvatningu. Ronald Reagan sagði 12. júní 1987, um leið og hann hnyklaði brúnir og hækkaði röddina: „Mr. Gor- bachev, tear down this wall.“ Herra Gorbatsjov, jafnaðu þennan múr við jörðu. Það féll hins vegar í hlut Berl- ínarbúa sjálfra að jafna múrinn við jörðu, eftir að ljóst varð, að Gorbat- sjov myndi ekki halda hinni óvinsælu sósíalistastjórn uppi með hervaldi, enda hafði hann hitt fyrir ofjarl í Reagan, sem lét sér ekki nægja neina kökusnúða, heldur breytti með aukn- um varnarviðbúnaði karlmennsku orðsins í manndóm verksins. Ég fékk skemmtilega gjöf á fer- tugsafmælinu 19. febrúar 1993, þegar fjórir vinir, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, færðu mér brot úr Berlínarmúrnum á litlum steinpalli með áletruðum silf- urskildi, og hafði Kjartan útvegað sér brotið í Berlín. Við samfögnuðum þýskri alþýðu, skáluðum og rifjuðum upp, að tuttugu árum áður, 1973, hafði Davíð, ungur laganemi, skrifað grein í Morgunblaðið til að andmæla sósíalista einum, Þorsteini Vilhjálms- syni eðlisfræðingi. Þeir höfðu báðir þá um sumarið farið austur fyrir múr, til Austur-Berlínar, og Þorsteinn síð- an talað opinberlega um, hversu „opnir og óþvingaðir“ íbúarnir þar væru. Íslensk tunga kann líklega ekki herfilegri öfugmæli um líf íbúanna í Austur-Berlín. Hefur Þorsteinn aldr- ei tekið þessi orð sín aftur eða sýnt iðrunarmerki, ólíkt öðrum sósíalista, Tryggva Sigurbjarnarsyni verkfræð- ingi, sem skrifaði vissulega 1961 til varnar Berlínarmúrnum í málgagn sósíalista, Þjóðviljann, en sagði í við- tali við Morgunblaðið 2013, að enginn saknaði Austur-Þýskalands. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Brot úr Berlínarmúrnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.