Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 30

Morgunblaðið - 08.11.2014, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 2014 MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! SMUROLÍUR OG SMUREFNI Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - immtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Vantrú á að unnt væri að vara við jarð- skjálftum, áður en þeir bresta á, byggðist á mistökum. Vís- indamenn gengu oft út frá því að svokallaðir forboðar jarðskjálfta (precursors) væru svip- aðir frá einum jarð- skjálfta til annars. Þess vegna væri tölfræði um forboða eða tölfræði um reglu í tíma- röð jarðskjálfta leiðin til að spá. Þegar íslenskir jarðskjálftafræð- ingar, ásamt samstarfsmönnum á öðrum Norðurlöndum, hófu saman rannsóknir sem miða að jarðskjálfta- spá árið 1988, tókum við þá ákvörðun að leita eðlisfræðilegra skýringa á forvirkni á undan jarðskjálftum. Meðal helstu niðurstaðna er að við getum ekki gengið út frá því að for- boðar neinna skjálfta séu eins, ekki frekar en að stórir skjálftar séu eins. Tölfræði um skjálftaraðir eða for- boða er því gagnslaus, nema sem fyrsta skref í spárannsóknum. Við verðum að rannsaka sérhvern hugs- anlegan forboða fyrir sig til að skilja, með hjálp mælinga og eðlisfræði, hvað er að gerast niðri í jarðskorp- unni á hverjum tíma og hverjum stað og reikna út hvernig það muni þróast, byggt á þekkingu á eðliseig- inleikum skorpunnar. Ég tel að með góðu og samfelldu eftirliti muni verða unnt að vara á gagnlegan hátt við stórum jarð- skjálftum á Suðurlandi, bæði hvað varðar áhrifasvæði og tíma. Þetta byggi ég á fjölþjóðlegum rann- sóknum á skjálftaspá sem fóru fram á Suðurlandsbrotabeltinu á árunum 1988-2006. Ég hef gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknanna og þess- ari staðhæfingu minni í bókinni „Advances in Eart- hquake Prediction“, sem kom út hjá Sprin- ger 2011. Jafnframt skrifaði ég ásamt Maurizius Bonafede og Gunnari B. Guðmunds- syni yfirlitsgrein um rannsóknirnar í banda- ríska tímaritið BSSA, líka árið 2011. Ég bendi líka í þessu sam- bandi á kafla minn um jarðskjálftaspá og margt fleira í bókinni Náttúruvá á Íslandi sem Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan gáfu út 2013. Hvernig getum við spáð fyrir um Suðurlandsskjálfta? Það er líklegt að allir stórir jarð- skjálftar á brotabelti Suðurlands verði þar sem fyrir eru gamlar en samlímdar sprungur, í flestum til- vikum eftir stóra jarðskjálfta fyrri alda og þúsalda. Flekahreyfing um brotabeltið byggir upp spennu sem leysist úr læðingi í nokkrum stórum skjálftum dreift um beltið. Af sög- unni að dæma getum við búist við að þetta gerist að talsverðu leyti í röð skjálfta sem stendur yfir í nokkrar vikur, en heildarútlausn spennunnar í beltinu geti tekið nokkra áratugi. Sprungur í brotabeltinu sem geta orðið vettvangur verðandi skjálfta liggja í norður-suður stefnu, þvert á beltið, og fáeinir kílómetrar milli þeirra, sjá Mynd 1. Næstu jarð- skjálftar verða líklega ekki á sprungum skjálfta sem orðið hafa á síðustu 100-200 árum, heldur á eldri sprungum sem eru orðnar svo vel samlímdar að við mælum ekki leng- ur eftirskjálfta frá þeim. Við getum ekki gert okkur vonir um að vita hvaða sprunga verður næst fyrr en þær fara að gefa frá sér mælanleg merki um „endurvakningu“, einkum smáskjálfta, líklega árum eða ára- tugum áður en stór skjálfti verður á þeim. Hún verður „virk“ á nýjan leik vegna plötureksins og vegna þess að háþrýstir vökvar neðan úr möttli tæra eða veikja samlímingu hennar. Og það er samspil milli þessara tveggja þátta. Þessa tæringu og staðbundna áraun er hægt að mæla með upplýs- ingum sem örsmáir skjálftar bera með sér þarna að neðan. Mælingar á fleiri þáttum í nærumhverfinu, sér- staklega á landbreytingum, koma til viðbótar. Fyrsta skrefið í jarðskjálftaspá, staðarspáin, kemur út úr greiningu á smáskjálftum. Búast má við að það verði mjög fljótlega ljóst úr þessari greiningu og fleiri mælingum hve sprungan sé stór og út frá því hvað búast megi við stórum skjálfta. Við getum ekki fullyrt að einmitt þessi sprunga verði næst, en fyrst hún gefur af sér nýtilegar upplýsingar til að fylgjast með sér, þá verðum við að meta og greina þróun hennar sam- fellt, og bera hana saman við aðra hugsanlega möguleika þegar fleiri sprungur fara að láta á sér kræla. Smám saman einbeitum við mæl- ingum og samfelldum rannsóknum að þeim sprungum sem við teljum líklegastar fyrir næstu stórskjálfta. Úr upplýsingum sem berast með ör- smáum en tíðum skjálftum getum við lesið hvernig sprungur vaxa, en líka sagt hvernig staðbundin spenna breytist eins og sjá má dæmi um í mynd 2. Við reynum að finna lög- gengi þeirrar þróunar sem er í hverri sprungu fyrir sig og fram- reiknum (extrapólerum) þróunina og berum þann framreikning (skamm- tímaspá) saman við það sem við mælum í kjölfarið, t.d. næsta dag. Með þessum hætti lærum við smám saman betur á þá eðliseiginleika sem ráða þróuninni, og framreikningar okkar og spár batna. Staðsetning, stærð, og líklegt skemmdasvæði hins verðandi skjálfta verður smám saman betur ákvarðað og við eygjum líka von um að þegar nær dregur stórum skjálfta getum við sagt fyrir um tíma hans með gagnlegri nákvæmni. Rannsóknir á hverri sprungu fyrir sig Við sjáum í mynd 2 hversu ólíkur aðdragandinn er að Suðurlands- skjálftunum tveimur árið 2000. Ann- ar verður þar sem spenna er orðin mjög mikil, hin þar sem hún er þriðj- ungi minni. Reyndar er spennu- upplausnin fyrir 17. júní skjálftann svo hæg og brotmörk skorpunnar svo illa þekkt að það dugir ekki eitt sér að reikna út hvernig sker- spennan nálgast brotmörk til að spá um tíma hans. Ragnar Slunga, sem vann mynd 2 út frá upplýsingum frá smáskjálftum, sá líka vísbendingar í sömu gögnum um að komið hafði fram óstöðugleiki á sprungunni sjálfri skömmu fyrir útlausn hennar. Þetta voru veikar vísbendingar en þær verða mikilvægar þegar þær eru bornar saman við skyndilega Eftir Ragnar Stefánsson »Ég tel að með góðu og samfelldu eftirliti muni verða unnt að vara á gagnlegan hátt við stórum jarðskjálftum á Suðurlandi. Ragnar Stefánsson 1.700-2.000 km Hekla Hengill -21.4° -21.2° 0 10 20 -21° -20.8° -20.6° -20.4° -20.2° -20° -19.8° -19.6° 64.2° 64.2° 64.2° 64.2° 64.2° 64.2° 1734 1896 1896 1784 1896 1732 1912 1706 1896 1784 1896 Jarðskjálftaspár á grundvelli nýrr- ar þekkingar Að segja fyrir um jarðskjálfta Saga Suðurlandsskjálfta frá 1700 Mynd 1 Svört strik tákna áætlaða sprungulengd og staðsetningu skjálfta frá 1700. Rauð strik tákna Suðurlandsskjálft- ana tvo árið 2000 og vestar tvöfalda skjálftann 2008, sem oftast er kenndur við Ölfus. Það er meira að marka staðsetn- ingu gömlu skjálftanna en áætlunina á sprungulengdinni. Það er líklegt að síðari tíma skjálftar komi inn á milli skjálft- anna á þessu korti. Vegagerðin undirbýr vegalagningu yfir Sprengisand! Upp- hækkaðan, malbikaðan veg í gegnum miðhá- lendið! Víðáttan, víð- ernið er það mikilvæg- asta sem við höfum, sem við getum fært börnunum okkar og er það sem ferðamaðurinn sækir helst í. Við eigum ekki landið, við erum bara umsjónarmenn þess. Við þurfum að fara varlega í upp- byggingu á þessum vegi. Hvar liggja hagsmunir Íslands til lengri tíma? Vænlegra væri að byggja upp betri vegi í byggð og halda raski í lág- marki. Ef við viljum verðmæta ferða- menn, þá verðum við að gæta að há- lendinu. Eftir svona vegarlagningu koma kröfur um lýsingu, bens- ínstöðvar, hótel og sitthvað fleira. Hvað verður þá um kyrrðina, óspillta náttúru, víðerni og víðáttuna? Er ekki mál að vakna, bræður og systur, áður en það verður of seint? En í hvers þágu eru þessar fram- kvæmdir? Í auglýsingu er markmiðið að bæta samgöngur milli landshluta, að bæta aðgengi að miðhálendinu og styrkja ferðaþjónustu. Í skýrslunni sjálfri er minnst á virkjanir. Hagsmundir Íslendinga eiga auðvitað að vera í for- sæti. Að auka aðgengi þeirra að hálendinu er göf- ugt markmið, en hálendið er öllum opið nú þegar. Það þarf jeppa til að kom- ast þangað, en bátalaust fólk kemst ekki út í eyjar og símalaus maður getur ekki hringt. Er ekki aðgengi að Þórsmörk takmarkað, að Öskju, að Laugafelli, að Kverkfjöllum, að Urðarhálsi? Á þá ekki að bæta það með sömu rökum og hvar endar þetta þá? Halda menn að aðdráttaraflið hjá ferðafólki, íslensku eða erlendu, liggi í hótelgistingunni, í matnum, í þjónust- unni? Hvers vegna er gaman að ferðast á Íslandi? Hver er upplifunin sem ekki fæst annars staðar? Leyfum meginlandi Evrópu að gera það. Hver man stundarkorn af keyrslu sinni milli Kölnar og Hamborgar svo dæmi sé tekið? Ferðalag á Íslandi er ljóslifandi í hugum gesta mörgum ár- um síðar. Eftir Ólaf B. Schram » Óbyggðirnar í heild sinni eru söluvara Íslands, ekki einstakir staðir inni á Sprengisandi. Ólafur B. Schram Er ekki mál að vakna, bræður og systur?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.