Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Það skemmtilegasta er að sjá há- hyrningana, hvali og upplifa náttúr- una en það leiðinlegasta er sjóveikin; hún er ekki skemmtileg,“ segir Sol sem er níu ára og ranghvolfir aug- unum um leið. Hún býr í seglskútu við Reykja- víkurhöfn ásamt foreldrum sínum, Jay og Natöshu, og systrum sínum tveimur, Lunu átta ára og Caribe tveggja og hálfs árs, næsti fjöl- skyldumeðlimur bætist við í mars. Fjölskyldan ætlar að hafa vetursetu við höfnina og halda siglingunni áfram til Evrópu í sumar. Börnin skoppa um dekkið á skút- unni og príla á milli báta af miklu ör- yggi, en skútan þeirra, Messenger, liggur að stærri bát við höfnina. Fjölskyldan, öll með tölu, er mikið siglingafólk. Það sýndu þau með siglingunni frá Kanada til landsins sem var jafnframt erfiðasta og lengsta siglingin þeirra til þessa; 14 dagar án þess að koma í land. Þau segja slíkt reyna á en stelpurnar hafi sofið stærstan hluta leiðarinnar. Elstu stelpurnar tvær ganga í Austurbæjarskóla og líkar vel. Sú eldri var heima, örlítið lasin, þegar Morgunblaðið fékk að kíkja í heim- sókn í skútuna. Sú yngsta rölti um í Frozen-náttfötum, lék sér með dúkkur og reyndi að halda uppi sam- ræðum við blaðamann á spænsku og ensku til skiptis. Sol segir skólann á Íslandi mun betri en þann sem hún sótti í Banda- ríkjunum. „Þar þurfti maður að skrifa allt niður eftir því sem kenn- arinn skrifaði á töfluna. Maður lærir ekkert af því,“ segir hún ábúðarfull. Samhent og ástfangin hjón Leiðir þeirra hjóna lágu saman fyrir níu árum. Jay sem er frá Kali- forníu hafði gert upp bát og sigldi til Kostaríku, þar hitti hann Natöshu í heimalandi hennar. Eftir það hafa þau siglt um heiminn og stoppað í lengri eða skemmri tíma til að vinna, safna sér peningum og halda áfram að ferðast og kynnast fleiri ævintýr- um. Jay hefur unnið að jafnaði sex mánuði á ári síðustu ár og með þeim hætti ná þau að láta drauma sína rætast. Hann er mikill hagleiks- maður, bátasmiður og kokkur að mennt. Hann segir ekki mikið að gera fyrir bátasmið hér en ætlar að reyna fyrir sér sem kokkur. Fyrst ætlar hann að prófa sjómennskulífið en í dag fer hann í sinn fyrsta túr á fiskibát og hlakkar mikið til. Lífið sem þau lifa krefst ekki mik- illa fjárútláta, þau nýta vindinn í seglin sem orkugjafa en engin vél er í bátnum, rafmagn er af skornum skammti frá sólarrafhlöðum, þá hita þau bátinn upp með viði og afgangs- olíu, oft geta þau veitt sér fisk í soð- ið. Hjónin eru sammála um að lífs- stíllinn sé frelsandi. „Við lifum þröngt og það krefst stöðugrar endurnýjunar á hlut- unum,“ segir Natasha um leið og hún lagar til. Hún segir hlæjandi að þau þyrftu stærri bát því fjölskyldan stækki svo hratt. Öllum hlutum er haganlega komið fyrir og hvert pláss nýtt til hins ýtrasta í notalegum vist- arverum. „Hér erum við á besta stað í bæn- um, öll þjónusta er í göngufæri og við fáum menninguna beint í æð. Þannig er þetta við hverja höfn.“ Ljómi færist yfir andlit allra fjöl- skylumeðlima þegar sundlaugarnar ber á góma. Ísland varð fyrir valinu því þau kynntust Íslendingnum Jóhanni Valdimarssyni, sem talaði svo vel um landið. „Við ákváðum að slá til og sjáum ekki eftir því.“ Þeim líkar dvölin vel en furða sig á hitanum en þau komu í október. Upplifa náttúruna í öllu sínu veldi  Glaðleg og ævintýragjörn fjölskylda hefur komið sér vel fyrir í seglbát sínum við Reykjavíkurhöfn og ætlar að hafa vetursetu  Tvítyngdum og sigldum stúlkum líkar dvölin í Austurbæjarskóla vel Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta fasteignaviðskipta var ríf- lega 40,3 milljarðar á fyrstu átta mánuðum ársins, borið saman við 36,7 milljarða í fyrra. Það er um 10% aukning. Nýjar veltutölur Hagstofu Ís- lands í byggingargeiranum, mann- virkjagerð og fasteignaviðskiptum eru sýndar hér til hliðar. Sam- anlögð velta þessara þriggja greina eykst úr 81,1 milljarði í 94,5 milljarða og er það 16,5% aukning milli ára. Viðar Böðvarsson, varaformaður Félags fasteignasala, segir aukn- ingu í veltu fasteignaviðskipta vera í takt við fjölgun þinglýstra kaupsamninga milli ára. Í báðum tilfellum sé aukningin um 10%. Veltan meiri en á árinu 2008 Spurður hvort veltan í ár sé lítil eða mikil í sögulegu samhengi bendir Viðar á að veltan, sem er um 40,34 milljarðar á fyrstu átta mánuðum ársins, sé meiri en á sama tímabili 2008. Samanlögð velta þessa mánuði 2008 var 27,74 milljarðar á verðlagi þess árs. Það er lauslega framreiknað 37,46 milljarðar, miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs frá ágúst 2008 til ágúst 2014. „Salan 2008 var af- leit. Hrunið kom ári á undan á fasteignamarkaðnum, eða í nóvem- ber 2007. Ég hef oft sagt þá sögu að haustið 2007 upplifði ég mark- aðinn eins og ég sæti í leikhúsi og að það væri dregið fyrir tjaldið.“ Að sögn Stefáns Sigurðssonar, sérfræðings í fyrirtækjatölfræði hjá Hagstofunni, heyra undir flokkinn fasteignaviðskipti kaup og sala á eigin fasteignum, leiga íbúð- ar- og atvinnuhúsnæðis, leiga á landi og landréttindum, fasteigna- miðlun og fasteignarekstur gegn þóknun eða samkvæmt samningi. Þá heyra undir mannvirkjagerð þessir liðir: Vegagerð, brúarsmíði og jarðgangagerð, gerð þjónustu- mannvirkja fyrir vatn, bygging þjónustumannvirkja fyrir rafmagn og fjarskipti, gerð vatnsmann- virkja og bygging annarra ótalinna mannvirkja. Undir þriðja liðinn heyra þróun byggingarverkefna og bygging íbúðar- og atvinnuhús- næðis. Velta fasteignavið- skipta eykst um 10%  Nýjar tölur vitna um vöxt byggingargeirans milli ára Velta í mannvirkja- og fasteignageiranum Áverðlagi hvers árs ímilljónumkróna 1. janúar til 31. ágúst 2008 til 2014 Bygging húsnæðis, þróun byggingarverkefna Mannvirkjagerð Fasteignaviðskipti Samtals 78.042 26.696 27.742 132.481 2008 43.052 10.494 28.712 82.258 2009 35.049 9.135 29.077 73.260 2011 34.466 4.648 33.469 72.583 2012 35.049 9.135 29.077 73.260 2010 37.712 6.734 36.677 81.123 2013 45.841 8.317 40.347 94.505 2014 Heimild: Hagstofa Íslands „Caribe fæddist einmitt þarna þar sem þú situr,“ segir Na- tasha við blaðamann. Caribe kom í heiminn á Karíbaeyjum líkt og nafn hnátunnar vísar til. Faðirinn Jay tók á móti henni. Natasha fæddi öll börnin á nátt- úrulegan hátt, eins verður með barnið sem kemur í mars. Hún er alltaf í nánu sambandi við ljósmóður ef eitthvað skyldi koma upp á. Jay er að minnsta kosti klár að taka á móti næsta barni og segir hann upplifunina einstaka. Kannski vísar nafnið á því ófædda til íss og elds? Natasha er ljósmyndari að mennt og með meistaragráðu í vídeólist frá háskóla í New York. Hægt er að fylgjast með fjöl- skyldunni á vefsíðunni familia- coconut.com. Karíbaeyjar og Ísland HEIMAFÆÐING UM BORÐ Morgunblaðið/Kristinn Báturinn Þau láta vel af lífinu um borð í bátnum; ef þau eru leið fara þau út. Morgunblaðið/Kristinn Fjölskyldan Jay, Sol, Caribe, Luna og Natasha eru ánægð með lífið og tilveruna og hlakka til að skoða heiminn. Niðurstöður könnunar Varasjóðs húsnæðismála um leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga sýna að vandi sveitarfélaga vegna íbúða sem standa auðar um lengri tíma heyrir sögunni til. Þetta kemur fram í niðurstöðunum en þær sýna að í árslok 2013 voru leiguíbúðir sveitarfélaga rúmlega 4.900 og hafði fjölgað um 1,2% frá fyrra ári. Þeim sveitarfélögum sem telja sig búa við skort á leiguhúsnæði hefur fjölgað. Um 40 sveitarfélög telja sig búa við skort á leiguíbúðum en sex eru með áform um fjölgun þeirra um samtals 286 íbúðir. Árið 2011 glímdi 31 sveitarfélag við rekstrarvanda vegna leiguíbúða samkvæmt svörum í könnuninni en þeim hefur nú fækkað niður í 25 sveitarfélög. Vandi vegna auðra íbúða sagður úr sögunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 271. tölublað (19.11.2014)
https://timarit.is/issue/373678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

271. tölublað (19.11.2014)

Aðgerðir: