Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Söngkonan Elvý G. Hreinsdóttir og eiginmaður hennar, organistinn Eyþór Ingi Jónsson, halda fyrstu tónleikana í tónleikaferð sinni um NA-land í Þorgeirskirkju í kvöld kl. 20. Í nóvember í fyrra fluttu þau efnisskrána „Kvæðin um fuglana“ á sex stöðum í Eyjafirði og Þing- eyjarsýslum og hafa nú sett saman nýja efnisskrá sem ber yfirskriftina „Kvæðin um sólina“. Á henni eru þjóðlög, sönglög og dægurlög frá Íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi, Úkraínu og Bandaríkjunum. Elvý og Eyþór munu, líkt og í fyrra, sýna ljós- myndir sínar á tónleikunum. Sér- stakur gestur þeirra hjóna verður 14 ára gítarleikari, Birkir Blær Óð- insson. Á morgun halda þau stofu- tónleika í Sunnutröð 8 í Hrafnagils- hverfi kl. 20, í Þórshafnarkirkju á laugardaginn kl. 17, menningar- húsinu Bergi á Dalvík á sunnudag- inn kl. 17 og í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Tónleikaferð Elvý og Eyþór Ingi. Kvæðin um sólina Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Síðustu vikur hefur kammeróperan Babel eftir tónskáldið Steingrím Rohloff verið flutt sjö sinnum af dönsku Athelas-sinfóníettunni og fjórum einsöngvurum í Teatermuseet Hofteatret í Kaupmannahöfn. Verkið byggist á smásögu argentínska sagnameistarans Jorges Luis Bor- ges um bókasafn- ið í Babel. Mynd- arlega hefur verið fjallað um verkið og uppfærsluna í dönskum fjöl- miðlum. Steingrímur hefur verið virkur þátttakandi í ís- lensku tónlistarlífi á síðustu árum þrátt fyrir að hann sé ekki búsettur á landinu; hann hefur til að mynda verið staðartónskáld í Skálholti, samið píanókonsertinn Phantasmagoria fyrir Kammersveit Reykjavíkur, sem Tinna Þorsteins- dóttir flutti, og klarinettukonsert sem Rúnar Óskarsson flutti með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Móðir Stein- gríms er Unnur Sigurðardóttir frá Sámsstöðum og hann fæddist í Reykjavík en faðir Steingríms, dr. Alfred Rohloff, er þýskur og hann ólst upp í Þýskalandi. Síðasta áratug- inn hefur hann verið búsettur í Dan- mörku, þar sem hann á börn. Steingrímur hefur á síðustu árum samið nokkur tónverk fyrir leiksvið og segir það hafa tekið tvö ár að koma Babel á fjalirnar í Kaupmannahöfn. „Í Danmörku má sækja um styrk til uppfærslu á verkum sem þessu, í sjóð sem frjálsir leikhópar sækja í. Ríkið styrkir sex leikhús en aðrir sækja um í þennan verkefnasjóð,“ segir Steingrímur þegar hann er spurður út í þetta nýjasta verk sitt. „Athelas-hópurinn sem flytur tón- listina er eins konar Caput-hópur hér úti, hann hefur sérhæft sig í samtíma- tónlist og einstaka sinnum hefur hann tekið þátt í uppsetningu á óp- erum eða sviðsverkum sem þessu.“ Steingrímur hafði gengið með þá hugmynd um skeið að semja kamm- eróperu sem byggðist á smásögunni eftir Borges. „Ég hef þekkt þessa sögu í nokkur ár og hreifst strax af henni. Þetta er fantasía, í anda Becketts og Kafka, höfunda sem ég dái. Hún gerist í ab- strakt rými og fær mann til að hugsa um eilífðina. Þegar forsvarsmenn Athelas spurðu hvort ég hefði hugmynd að verki að vinna með þeim kom ég með þessa tillögu, við sóttum um styrk til uppfærslunnar og fengum. Það er gríðarlega mikil vinna að setja verk sem þetta upp. Við fengum textahöfund til liðs við okkur en ég tók virkan þátt í öllu ferlinu; auk þess að semja tónlistina skrifaði ég líka hluta textans, út frá texta Borges. Svo fengum við góðan leikstjóra til að halda utan um uppsetninguna.“ Ögrar sér og listamönnunum Tónlistina byrjaði Steingrímur að semja fyrir um ári og lauk því nú í ágúst. Hann segir það hafa vakið sér- staka athygli að þrír hlutar óper- unnar eru dúettar þar sem söngvari syngur á móti sjálfum sér á vídeói og ásláttarleikari leikur með. Það sé tæknilega erfitt fyrir listamennina en vissulega afar samtímaleg áskorun að tefla saman söngnum og tækninni. „Ég er mjög spenntur fyrir hug- myndum sem þessari, að blanda list- formum saman,“ segir hann. „Ég nota myndbandatæknina mikið í verkinu og samspil ólíkra þátta. Það þótti mér spennandi og ögrandi. Mezzósópraninn syngur til dæmis í upptökutæki, leikur síðan upptökuna og syngur á móti henni. Þá er hún með annað upptökutæki og tekur dú- ettinn upp. Þannig hleðst þar lag ofan á lag. Og þetta gerir hún allt á svið- inu. Sumir áhorfendur telja að beitt sé einhverjum brellum, að upptakan sé gerð fyrirfram en sú er alls ekki raunin. Söngkonan tekur þetta sjálf upp og leikur sama hlutinn þrisvar sinnum. Það tókst mjög vel. Ég hlóð verkið alls konar hug- myndum sem ég fékk og okkur tókst að raungera þær allar – það finnst mér vera kraftaverk. Ég ögraði sjálf- um mér og listamönnunum en það gekk allt upp.“ Mikilvægt að koma til Íslands Steingrímur segir Babel vera fimmta sviðslistaverkið af þessu tagi sem hann semur. Mikið mæði á söngvurunum í þessu verki og þeir standi sig afskaplega vel. „Þetta er verk sem færir óperu- hefðina fram á veginn. Hvað söguna varðar er verkið líka mjög athygl- isvert því það er ekkert plott, verkið fjallar um tilgangsleysi og eilífðina og er í raun hringlaga. Sviðið er fullt af bókum og áhorfandinn skynjar sterkt að söngvararnir eru staddir á bóka- safni. Þau leita að merkingu í bók- unum en finna hana ekki.“ Steingrímur bjó áður í Köln og París, þar sem hann var við nám, og segir vera nokkurn mun á tónlistarlíf- inu þar og í Kaupmannahöfn. Að mörgu leyti sé gott að vera tónskáld í Danmörku, hann hafi til að mynda getað unnið nær árlega undanfarið að nýju sviðsverki. Hann sé alltaf með einhver verkefni. „Að sumu leyti er staðan fyrir tón- skáld hér góð, því hægt er að sækja um styrki og stuðningur við menn- ingu er enn mikill í Danmörku. Tón- listarsenan er þó ekki stór, þótt hún stækki með hinni norrænu samvinnu. Það eru þó vissulega viðbrigði að færa sig hingað frá París þar sem hægt er að velja milli þrennra frá- bærra tónleika daglega.“ Þegar spurt er að lokum um tengsl Steingríms við tónlistarlífið á Íslandi segist hann vera reglulegur gestur á Myrkum músíkdögum. Eins og fyrr er getið hefur hann unnið að ýmsum tónsmíðum fyrir íslenska tónlistar- hópa og -flytjendur. „Mér finnst alltaf stórkostlegt að koma til Íslands, það er mikilvægt fyrir mig, og Harpa hefur auðgað tónlistarlífið gríðarlega mikið.“ Blandar listformum saman  Babel, nýrri kammeróperu eftir Steingrím Rohloff, var vel tekið í Danmörku  „Ég hlóð verkið alls konar hugmyndum sem ég fékk og okkur tókst að raungera þær allar,“ segir tónskáldið Ljósmynd/Christoffer Askman Babel „Sumir áhorfendur telja að beitt sé einhverjum brellum … en sú er alls ekki raunin,“ segir Steingrímur Steingrímur Rohloff Fjallað var um uppsetninguna á Babel, kammeróperu Stein- gríms Rohloffs, í mörgum dönskum miðlum og yfirleitt á mjög jákvæðan hátt. Freder- iksborg Amts Avis gaf verkinu fimm stjörnur af sex; „afar kröftugt“ segir m.a. í Inform- ation um dúettsöng með upp- tökutæki; í Smagsdommerne sagði rýnir verkið hlaðið fant- asíu og fjölbreytilegum tóna- gangi; og í Berlingske er talað um fjölda hrífandi hugmynda og að verkið byggist á hugvits- samlegri notkun raddanna. Fantasía og fjölbreytileiki LOFSAMLEGIR DÓMAR Í DÖNSKUM MIÐLUM Stuttmyndin Ártún eftir leikstjór- ann Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut aðalverðlaun stuttmynda- hátíðarinnar Brest European Short Film Festival í Frakklandi um síðustu helgi og Hvalfjörður, fyrri stuttmynd Guðmundar, hlaut auk þess sérstök dómnefnd- arverðlaun á ALCINE-kvik- myndahátíðinni í Madrid á Spáni. Hjónabandssæla, stuttmynd í leik- stjórn Jörundar Ragnarssonar, tók einnig þátt í keppni hátíðarinnar í Brest. Ártún og Hvalfjörður hlutu verðlaun Þroskasaga Í Ártúni segir af dreng sem býr í smábæ úti á landi og lang- ar að upplifa fyrsta kossinn. Í ferðalagið Á vinnustaðinn Í sumarbústaðinn Í eldhúsið • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Fæst í Hagkaupum, Fjarðarkaupum og Byko Engar flækjurEkkert vesen www.danco.is Heildsöludreifing Wrapmaster Skammtari fyrir plastfilmur Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 271. tölublað (19.11.2014)
https://timarit.is/issue/373678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

271. tölublað (19.11.2014)

Aðgerðir: