Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Um þrjátíumannshöfðu
safnast saman til
morgunbæna
klukkan sjö í gær-
morgun í bæna-
húsinu Kehillat Bnei Torah í
Jerúsalem þegar tveir tilræð-
ismenn vopnaðir hnífum, öxum
og byssum réðust inn og byrj-
uðu að drepa. Annar stakk með
hnífi sínum, hinn skaut. „Al-
lahu akbar,“ hrópuðu þeir, Guð
er mikill. Eftir árásina lágu
fjórir rabbínar í valnum. Átta
særðust.
Árásin var sérlega ógeðfelld
og hefur eins og gefur að skilja
valdið miklu uppnámi. Eitt
vitni sagði að aðkoman hefði
minnt á helförina: „Þarna var
gyðingum á bæn slátrað.“
Viðbrögðin eru ekki síður
ógeðfelld. Samtökin Hamas
sögðu að hryðjuverkið væri
hetjudáð. „Þetta er viðeigandi
og markvisst svar við glæpum
hernámsins,“ skrifaði Mushir
al-Masri, talsmaður Hamas, á
Facebook og birti skopmynd af
árás á bænahús gyðinga. Ha-
mas hvetur til frekari hryðju-
verka. Gildir einu að í Kór-
aninum segir að bænastaðir
njóti sérstakrar verndar.
Á undanförnum mánuðum
hafa verið framin nokkur til-
ræði í Jerúsalem. Tilræðis-
mennirnir koma frá austur-
hluta Jerúsalem, sem er hluti
af Ísrael. Þeir þurfa því ekki
að fara í gegnum
eftirlit og víggirð-
ingar eins og Pal-
estínumenn frá
Vesturbakkanum
og Gasa. Ólgan í
austurhluta Jerú-
salem skapar ísraelskum yf-
irvöldum því mikinn vanda.
Þessir tilræðismenn nota
bíla, byssur og hnífa, en ekki
sprengjubelti. Tilræði þeirra
eru engu að síður sjálfsmorðs-
árásir því að þeir geta ekki
gert sér neinar vonir um að
sleppa lifandi frá ódæðunum.
Mahmoud Abbas, leiðtogi
Palestínumanna, hefur ekki
brugðist við tilræðunum hing-
að til, en hann fordæmdi
verknaðinn í gær og kvaðst
fordæma allar árásir á
óbreytta borgara, sama hver
stæði að baki.
En ólgan vex ekki bara með-
al Palestínumanna. Róttæk öfl
í Ísrael ganga einnig fram af
aukinni hörku. Íbúar í land-
tökubyggðum gyðinga ráðast
nánast daglega á moskur og
byggingar araba í austurhluta
Jerúsalem og á Vesturbakk-
anum. Eftir því sem hitnar í
kolunum verður erfiðara að
hemja öfgarnar. Árás gær-
dagsins og hvatning Hamas til
frekari ódæðisverka ber því
vitni að þar á bæ ríkir enginn
vilji til friðar heldur einbeittur
ásetningur um að viðhalda
vítahring ofbeldis og blóðs-
úthellinga.
Samtökin Hamas
segja blóðbaðið
í bænahúsinu
hetjudáð}
Hrottalegt hryðjuverk
Heimsbúskap-urinn mátti
ekki við fréttum af
óvæntum sam-
drætti í Japan á
þriðja fjórðungi
ársins, nóg var
samt. Engu að síður var sam-
dráttur staðreynd þegar nýjar
tölur voru kynntar og áfallið
töluvert eftir góðar vonir um
að landið væri að rétta úr
kútnum þrátt fyrir lélegar töl-
ur á öðrum fjórðungi.
Shinzo Abe forsætisráð-
herra brást hratt við ótíðind-
unum og boðaði til kosninga í
næsta mánuði. Stjórnmála-
flokkarnir fá innan við mánuð
til að búa sig undir kosningar
og flokkur Abe reynir með því
að nýta sér að helstu keppi-
nautarnir eru illa búnir undir
slaginn.
En fleira vakir fyrir Abe.
Hann hefur áhyggjur af að
áform um að hækka öðru sinni
virðisaukaskatt í Japan, eins
og verður að óbreyttu á næsta
ári, muni draga enn frekar
þróttinn úr efnahagslífinu,
enda kenna margir fyrri
hækkun virð-
isaukaskattsins
um samdráttinn
nú. Ætlun Abe er
að fá umboð kjós-
enda til að fresta
hækkuninni til
ársins 2017 í þeirri von að
efnahagurinn hafi þá vænkast.
Líklegt er að Abe fái stuðn-
ing kjósenda til að fresta
skattahækkuninni, enda nýtur
hún síður stuðnings almenn-
ings en stjórnmálamanna og
annarra áhrifamanna í Japan.
Abe vill þannig bjarga því sem
kallað hefur verið Abenomics,
efnahagsáætlun hans sem að
ýmsu leyti hefur verið árang-
ursrík við að lyfta efnahag
landsins, en þó ekki fullnægj-
andi, eins og nýjar tölur
sanna.
Fyrir heimsbyggðina skipt-
ir miklu að Japönum takist að
snúa efnahagsframvindunni
hratt við. Með evrusvæðið í
lamasessi og viðsjár víðar er
þýðingarmikið að þessu þriðja
stærsta hagkerfi heims takist
að komast á varanlega hag-
vaxtarbraut.
Japanski forsætis-
ráðherrann Shinzo
Abe heyr nú harða
hagvaxtarbaráttu}
Blásið til kosninga í skyndi
É
g las það um daginn að leggja
megi kvennabaráttu af – þegar
búið sé að binda í lög að skylt sé
að greiða körlum og konum sömu
laun fyrir sömu vinnu og eins að
bannað sé að mismuna eftir kynferði (líka bann-
að að mismuna eftir þjóðerni, litarhætti, kyn-
þætti, trúarbrögðum eða kynhneigð) sé óþarfi
að halda baráttunni áfram.
Hvað skal þá gera með þá staðreynd að konur
eru færri í stjórnunarstöðum fyrirtækja, fáar á
Alþingi, fáar í bæjar- og sveitarstjórnum, sjald-
séðir viðmælendur í sjónvarpi og sjaldheyrðir í
útvarpi, fáar meðal eigenda fjölmiðla (sjáið til að
mynda eigendur Kjarnans sem birtust glað-
beittir um daginn – sjö karlar) eða í stjórn þeirra
(engin af fjórum hjá DV, ein af þremur í Kjarn-
anum, engin hjá Pressunni, tvær af fimm hjá
Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið, ein af fjórum hjá 365
og fimm af tíu hjá RÚV – eftir mikil umskipti þar á bæ).
Flest bendir þetta til þess að vissulega sé talsvert verk enn
óunnið, eða hvað sýnist þér, lesandi góður?
Meira þarf þó til, því konur standa líka höllum fæti á
fleiri sviðum, eins og víða hefur verið rakið, þar á meðal
hér. Gerðar eru meiri kröfur til útlits þeirra og hegðunar,
þær fá síður vinnu ef þær eru yfir „kjörþyngd“ eða komnar
á miðjan aldur, þær eru oftar í störfum þar sem laun eru
lægri og fá minni frama innan fyrirtækja, aukinheldur sem
þær fá síður allskyns launadúsur sem körlum þykja sjálf-
sagðar.
Orðið feðraveldi er notað til að lýsa þessu
ástandi, sem varað hefur lengur en elstu menn
muna. Feðraveldið hefur þó ekki bara slæm
áhrif á líf kvenna, því það spillir einnig lífi karla
með því að halda að þeim rangri mynd af því
hvað það sé að vera karlmaður, gera kröfu um
að þeir séu harðir, háværir og frekir til fjörsins.
Það er ekki karlmannlegt að tala um tilfinn-
ingar, sýna nærgætni eða hlýju (vei þeim sem
faðmar vin sinn) og kvenlegt að skæla, nema
þegar menn brynna músum inni á knatt-
spyrnuvellinum.
Karlar eru líklegri til að skrá sig í heri og
deyja því frekar í styrjöldum, deyja frekar í bíl-
slysum eða vegna háskalegrar hegðunar, neyta
frekar fíkniefna og áfengis sér til skaða, fá frek-
ar geðsjúkdóma, fremja frekar glæpi og lenda
frekar í fangelsi og eru líklegri til að skaða aðra,
ýmist í ógáti eða af ásetningi. Að einhverju leyti er skýringin
á þessari háskahegðun líffræðileg, testósterón-framleiðsla
(sem stýrist reyndar að miklu leyti af félagslegum þáttum),
en aðallega þó að þjóðfélagið (við erum þar meðtalin) er sí-
fellt að búa til stráka og stelpur, sífellt að halda að þeim fyr-
irmyndum þar sem strákar eru sterkir og ráðagóðir, kaldir
karlar, og konur eru mjúkar og meðfærilegar.
Mín tillaga er sú að við köstum gömlu skilgreiningunni á
því hvað það sé að vera karlmaður um leið og skilgrein-
ingin á því hvað það sé að vera kona er lögð á hilluna. Leyf-
um strákum að vera stelpulegir og stelpum að vera stráka-
legar. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Strákar og stelpur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gasmengunin frá Holuhraunivar efni fundar sem al-mannavarnir efndu til ígær í samvinnu við fleiri
stofnanir. Talið er að allt að 450 kíló
af brennisteini streymi þaðan á hverri
sekúndu. Víðir Reynisson, deild-
arstjóri almannavarna, setti fundinn.
Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri
Veðurstofunnar, var fundarstjóri.
Elín Björk Jónasdóttir, veð-
urfræðingur á Veðurstofunni, fjallaði
um dreifingu mengunarinnar. Hún
sagði að gosmökkurinn samanstæði
aðallega af eldfjallagösum og vatns-
gufu. Einnig blandaðist hann fokefni
af svæðinu. Við vissar aðstæður skild-
ist gasið frá vatnsgufunni. Það safn-
aðist einnig fyrir við gosstöðvarnar í
stillum og hreyfðist líkt og í slæðum
undan vindi eða niður hlíðar og dali.
Það gerðist t.d. þegar gasslæður
runnu niður brattar hlíðar Vatnajöklus
að Höfn í Hornafirði. Gasið getur einn-
ig legið ofan á skýjabreiðum eða í döl-
um.
Vanda Hellsing, umhverfis- og
auðlindafræðingur hjá Umhverfis-
stofnun (UST), sagði að um 20-60
þúsund tonn af SO2 kæmu á dag frá
Holuhraunsgosinu. Álver losaði um
16 tonn á dag og Evrópusambandið í
heild um 14.000 tonn á dag. Líklega
er þetta gasríkasta eldgos á Íslandi
frá Skaftáreldum 1783.
Net síritandi gasmæla UST
verður útvíkkað og eru sjö nettengdir
mælar og níu handmælar vænt-
anlegir í viðbót við þá sem fyrir eru.
Hæsta gildi SO2 sem mælst hefur í
byggð er 21.000 míkrógrömm/m3. Vís-
indamaður í bíl við gosstöðvarnar
mældi styrk upp á 130.000 míkró-
grömm. Hann var sem betur fór með
gasgrímu. Hækkuð SO2 gildi, sem
hafa mælst í ýmsum Evrópulöndum,
eru rakin beint til eldgossins.
Mengunarmörk á vinnustöðum
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir
hjá sóttvarnalækni, sagði frá áhrifum
SO2 á heilsu fólks. Efnið veldur ert-
ingu í augum, nefi og koki og jafnvel
höfuðverk. Fólk er mjög misnæmt og
þeir sem eru með undirliggjandi sjúk-
dóma viðkvæmari en aðrir. Einkenn-
in koma strax fram og hverfa fljótt
þegar dregur úr menguninni.
Fólki sem lendir í SO2-mengun
er ráðlagt að anda rólega í gegnum
nefið og forðast áreynslu því það
dregur úr því sem berst til
lungnanna. Lífshættuleg einkenni
hjá heilbrigðum einstaklingum sjást
ekki fyrr en styrkurinn fer yfir
150.000 míkrógrömm/m3. Vísbend-
ingar eru um aukningu á einkennum
frá öndunarfærum og sölu astmalyfja
í haust, einkum á Austfjörðum.
Víðir Kristjánsson, deildarstjóri
hjá Vinnueftirliti ríkisins, sagði m.a.
frá reglum sem giltu um meng-
unarmörk SO2 á vinnustöðum fjarri
gosstöðvunum.
Mengunarmörk miðað við átta
tíma meðaltal eru 1.300 míkró-
grömm/m3. Fari mengunin yfir þau
mörk verður annaðhvort að stytta
vinnudaginn eða nota öndunar-
grímur. Til eru önnur mörk sem miða
við 15 mínútna meðaltal og eru þau
2.600 míkrógrömm/m3. Fari meng-
unin yfir þau mörk verður ann-
aðhvort að hætta vinnu eða nota við-
eigandi öndunargrímur. Þarna er
fyrst og fremst miðað við vinnu utan-
dyra, því alla jafna er mengunin mun
minni innandyra.
Séu ekki notaðar fersklofts-
grímur eða síað loft aðflutt með loft-
dælum skal ekki unnið með öndunar-
grímur lengur en þrjár
klukkustundir á dag. Sá tími skal
ekki vera samfelldur. Öðru máli
gegnir ef loftinu er dælt í gegnum
síubúnaðinn.
Það borgar sig að
anda með nefinu
Morgunblaðið/Ómar
Öndunargríma Víðir Kristjánsson, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu, með
öndunargrímu sem dugar gegn gasmenguninni í ákveðinn tíma.
Upplýsingafundur um gasmeng-
un frá eldgosinu í Holuhrauni
var haldinn hjá Veðurstofu Ís-
lands í gær. Þar kom m.a. fram
að tilkynningar frá almenningi
til Veðurstofunnar um gas-
mengun séu mjög mikilvægar.
Almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra boðaði til fundarins
í samvinnu við Veðurstofuna,
Umhverfisstofnun, embætti
sóttvarnalæknis og Vinnueftirlit
ríkisins.
Tilgangur fundarins var að
miðla upplýsingum um gas-
mengunina til fulltrúa sveitarfé-
laga um land allt, til heilbrigðis-
fulltrúa sveitarfélaganna,
almannavarnanefnda og ann-
arra sem málið varðar.
Markmið fundarins var einnig
að samræma skilaboð til al-
mennings og að hvetja sveit-
arfélög og stofnanir þeirra til að
miðla samhæfðum upplýsingum
til íbúa sveitarfélaganna.
Skilaboðin
samræmd
UPPLÝSINGAFUNDUR UM
GASMENGUNINA