Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Brynjólfur Þorkelsson
Framkvæmdastjóri
binni@remax.is
Sylvía Walthers
Löggiltur fasteignasali
sylvia@remax.is
Vilt þú vita
hvers virði
eignin þín
er í dag?
Pantaðu frítt
söluverðmat án
skuldbindinga!
„...veittu mér framúrskarandi
þjónustu í alla staði, mæli
hiklaust með þeim!“
Katrín Skeifunni 17
HRINGDU NÚNA
820 8080
!"
#!"
# $
$
% $
!#
#%%
%!
$$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!
#!
##
%%
!
#$$"
#%
$""
"!
!
#!"
#%"
%%
%$
#$ $
$
$"$
# %
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Slitastjórn gamla Landsbankans
(LBI) og Landsbankinn hafa ákveðið að
framlengja í enn eitt skiptið frest vegna
gildisskilyrða í samningi um breytingar
á afborgunarferli og skilmálum 230
milljarða skuldabréfa Landsbankans. Í
þetta sinn er fresturinn settur til 31.
desember 2014. LBI hefur farið fram á
víðtækar undanþágur frá fjármagns-
höftum sem skilyrði samningsins.
Fram kemur í tilkynningu frá LBI að
framlengingin sé ákveðin með hliðsjón
af fyrri samskiptum við Seðlabankann.
Þar hafi komið fram að afstaða til
samningins og undanþágubeiðna LBI
gæti legið fyrir eigi síðar en í árslok.
LBI hefur framlengt
frestinn nú til áramóta
● Velta í virðisaukaskattsskyldri starf-
semi í júlí og ágúst 2014 nam rúmum
610 milljörðum króna sem er 4,2%
aukning miðað við sama tímabil árið
2013. Á síðustu 12 mánuðum hefur
veltan aukist mest í bygginga-
starfsemi og mannvirkjagerð, eða sem
nemur 16,1%. Einnig er mikil aukning í
rekstri gististaða og veitingastaða og í
flokknum námugröftur og vinnsla hrá-
efna úr jörðu, samanborið við 12 mán-
uði þar á undan.
Velta í byggingariðnaði
eykst á milli ára
STUTTAR FRÉTTIR ...
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Hagnaður Arion banka eftir skatta
á þriðja ársfjórðungi nam 5,2 millj-
örðum króna og jókst um milljarð
frá sama tímabili fyrir ári. Á fyrstu
níu mánuðum ársins var hagnaður
bankans því samtals 22,6 milljarðar
króna samanborið við 10,1 milljarðs
hagnað á sama tíma árið 2013.
Bætt afkoma Arion banka á milli
ára skýrist að stórum hluta af
hagnaði af aflagðri starfsemi, sem
nam tæplega 6,6 milljörðum. Er sá
hagnaður nær eingöngu tilkominn
vegna sölu á 18,8% hlut bankans í
HB Granda í apríl síðastliðnum.
Fram kemur í afkomutilkynningu
frá bankanum að arðsemi eigin fjár
hafi tvöfaldast frá fyrra ári og verið
19,9%. Að sama skapi varð umtals-
verð aukning í hreinum þóknana-
tekjum en þær námu 10,1 milljarði
króna fyrstu níu mánuði ársins bor-
ið saman við 8,3 milljarða á árinu
2013. Er sá vöxtur einkum vegna
hærri þóknanatekna af greiðslu-
kortum og af starfsemi fjárfestinga-
bankasviðs.
Hreinar vaxtatekjur stóðu hins
vegar í stað á milli ára og voru 18,3
milljarðar. Samtals námu rekstrar-
tekjur bankans ríflega 38 milljörð-
um króna og jukust um liðlega 6,7
milljarða frá fyrra ári. Til viðbótar
við auknar þóknanatekjur er hækk-
unin tilkomin vegna 3,3 milljörðum
hærri fjármunatekna og 1,6 millj-
arða viðsnúningi á hreinum geng-
ishagnaði.
Stöðugleiki í grunnrekstri
Í tilkynningu frá Arion banka er
haft eftir Höskuldi Ólafssyni,
bankastjóra, að afkoman sé góð.
„Þetta er sterkt uppgjör og er arð-
semi bankans á tímabilinu rétt um
20%. […] Við erum ánægð að sjá
áframhaldandi stöðugleika í grunn-
rekstri bankans og eru allar tekju-
skapandi einingar bankans að skila
ágætri afkomu. Ég er sérstaklega
ánægður með þann árangur sem
hefur náðst á sviði þóknanatekna
sem vaxa um 22% á milli ára og
færast nær okkar markmiðum.
Horft fram á veginn eru þó áfram
áskoranir á kostnaðarhliðinni.“
Höskuldur nefnir einnig að hlut-
fall vandræðalána bankans sé enn
að lækka en víða erlendis sé því
hins vegar öfugt farið. Var hlutfall
vændræðalána hjá bankanum 4,6%
í lok þriðja fjórðungs samanborið
við 8,2% á sama tíma fyrir ári.
Rekstrarkostnaður bankans nam
um 18,6 milljörðum og hækkaði lít-
illega á milli ára. Kostnaðarhlutfall
lækkar í 48,7% en var 57,6% á sama
tíma 2013. Er lækkunin vegna
hærri rekstrartekna bankans.
Eigið fé Arion banka er 159,8
milljarðar en nam tæplega 145
milljörðum á sama tíma 2013. Eig-
infjárhlutfall bankans er 24,6% og
hefur hækkað lítillega á milli ára.
Hagnaður jókst um
12,5 milljarða króna
Morgunblaðið/Ómar
Uppgjör Hagnaður Arion banka var 5,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi.
Afkoma Arion banka
» Hagnaður Arion banka nam
22,6 milljörðum á fyrstu níu
mánuðum ársins og jókst um
12,5 milljarða á milli ára.
» Aukinn hagnaður er einkum
tilkominn vegna sölu á 18,8%
hlut í HB Granda í apríl.
» Rekstrartekjur námu 38,3
milljörðum og jukust um 6,7
milljarða. Þóknanatekjur bank-
ans voru 10,1 milljarður og
hækkuðu um 22% milli ára.
Hreinar þóknanatekjur Arion banka hækka um 22%
Hagnaður af rekstri Sjóvár var 210
milljónir króna á þriðja ársfjórðungi,
en hann var 851 milljón á sama fjórð-
ungi í fyrra. Hagnaður af vátrygg-
ingastarfsemi nam 171 milljón króna
en var 449 milljónir á þriðja ársfjórð-
ungi í fyrra. Fjárfestingarstarfsemi
skilaði 87 milljóna króna hagnaði,
samanborið við 640 milljónir á sama
tíma 2013.
Sé litið til fyrstu níu mánaða árs-
ins nam hagnaður Sjóvár 415 millj-
ónum króna en hann var 1.693 millj-
ónir á sama tímabili í fyrra.
Hagnaður af vátryggingastarfsemi
nam 962 milljónum króna en fjár-
festingarstarfsemi skilaði 452 millj-
óna króna tapi fyrstu níu mánuði
ársins.
Samsett hlutfall samstæðunnar
var 101,3% á þriðja ársfjórðungi og
96,5% fyrstu níu mánuði ársins í
heild. Tjónahlutfallið var 82,4% á
þriðja ársfjórðungi og 70,2% frá jan-
úar til september.
Haft er eftir Hermanni Björns-
syni, forstjóra, í tilkynningu til
Kauphallar að vátryggingarekstur
hafi gengið vel á fyrstu níu mánuðum
ársins. Hann segir að útlit sé fyrir að
samsett hlutfall og raunvöxtur ið-
gjalda verði í samræmi við horfur
sem settar voru fram í skráningar-
lýsingu í vor. Hins vegar valdi af-
koma fjárfestinga því að hagnaður
sem reiknað var með í lýsingu muni
ekki nást.
„Á þriðja ársfjórðungi hækka ein-
stök stærri tjón tjónahlutfallið en
slík einstök tjón eru innan eðlilegra
sveiflna á vátryggingamarkaði. Enn
sem komið er merkjum við ekki
aukna tjónatíðni almennt, þó reikna
megi með slíkri þróun á næstu miss-
erum,“ segir Hermann
Morgunblaðið/Golli
Kauphöll Hermann Björnsson segir
vátryggingarekstur Sjóvár ganga vel.
Afkoma fjárfest-
inga skaðar Sjóvá
Hagnaðarmark-
mið mun væntan-
lega ekki nást
Formaður slitastjórnar Glitnis telur
35 prósenta skattlagningu á allar
greiðslur yfir landamæri, sem myndi
meðal annars ná til mögulegra út-
greiðslna til erlendra kröfuhafa
slitabúa föllnu bankanna, vera full-
komlega óraunhæfa hugmynd.
Morgunblaðið greindi frá því í
gær að gert væri ráð fyrir slíkri
skattlagningu í fyrirliggjandi til-
lögum ráðgjafa stjórnvalda um af-
nám hafta. Í tilfelli slitabúanna er
ljóst að miðað við slíkt útgöngugjald
gætu þau að óbreyttu þurft að
greiða vel yfir 500 milljarða í skatt
til ríkisins. Enginn greinarmunur
verður gerður á útgreiðslu á inn-
lendum eða erlendum eignum enda
séu allar greiðslur til erlendra kröfu-
hafa háðar sömu takmörkunum
vegna reglna um fjármagnshöft.
Umræður um ýmsar tölur
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður
slitastjórnar Glitnis, að hún hefði
orðið vör við umræðu um ýmsar töl-
ur án þess að málið hefði þó sér-
staklega verið rætt við forsvars-
menn slitabúanna. Hún hefði þó
aldrei heyrt tölu í líkingu við 35% og
segir slíka skattlagningu „full-
komlega óraunhæfa,“ standi á annað
borð vilji til þess að leysa málið.
Vildi hún að öðru leyti ekki tjá sig
um málið.
Morgunblaðið/Golli
Slitabú Steinunn Guðbjartsdóttir,
formaður slitastjórnar Glitnis.
Skatturinn
„óraun-
hæfur“