Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2014næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari hefur starfað í Sinfóníu-hljómsveit Íslands frá 1990 en er í ársleyfi í vetur. „Ég er aðkenna og svo eru ýmsir tónleikar á döfinni. Það er svo margt annað að gera en að vera í sinfóníunni, vinnan hefur alltaf verið tví- skipt hjá mér. Ég mun frumflytja sellókonsert eftir íslenska tón- skáldið John Speight með Sinfóníunni 27. nóvember. Það er mjög skemmtilegur konsert, það hefur verið gaman að æfa hann og ég hlakka til tónleikanna. Svo er ég að æfa Bach-svíturnar, það er helj- arinnar verkefni. Ég stefni á að gefa þær út á næsta ári. Svo eru ým- is fleiri verkefni á döfinni. Ég spila á tónleikum á vegum Karítas á sunnudaginn og við Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari erum að taka upp gambasónötur og fleiri verk eftir Bach fyrir Rík- isútvarpið. Svo spila ég alltaf á jólatónleikum KK og Ellenar Krist- jánsdóttur, það er aðaljólastandið hjá mér, sellólega séð. Maður ræður svolítið hvað maður gerir mikið, hjá mörgum er þetta mikil vertíð en ég vildi draga úr því og sinna fjölskyldunni. Ætli ég sé ekki bara að verða latari með aldrinum.“ Eiginmaður Bryndísar Höllu er Þórður Magnússon tónskáld og börnin eru fimm, Gunnhildur Halla, Arnaldur Gylfi, Breki, Kolfinna Þöll og Ísold Hekla. Fyrir utan tónlistina finnst Bryndísi Höllu gaman að lesa. „Ég er að lesa Híbýli vindanna, ég hef svo mikinn áhuga á Íslendingum fyrr á öldum. Svo er ég nýbúin að lesa bækur Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu og Vesturfarasögur Mobergs.“ Bryndís Halla Gylfadóttir er fimmtug í dag Morgunblaðið/Ómar Mundar sellóið Bryndís Halla fer út að borða hádegismat með fjöl- skyldunni í dag og svo verður kannski skálað um kvöldið með vinum. Flytur nýtt verk með Sinfóníunni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjanesbæ Ester Valberg fæddist 17. des- ember 2013. Hún vó 3.980 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Njálsdóttir og Eiríkur Valberg. Nýir borgarar L árus fæddist í Reykjavík 19.11. 1964 og ólst upp í Vesturbænum og á Sel- tjarnarnesi. Hann gekk í Landakotsskóla og Hagaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR, BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ og MA-prófi í vinnumarkaðs- fræðum frá Warwick Business School, University of Warwick í Bretlandi. Á æskuárunum dvaldi Lárus á sumrin hjá vinahjónum fjölskyld- unnar á Flateyri og var í sveit á Skjaldfönn við Ísafjarðadjúp. Á unglingsárunum sinnti Lárus margvíslegum sumarstörfum: „Ég var í fiski hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur og hjá Ísbirninum, vann á mal- bikunarstöð, við gangstéttalagnir, að smíða innréttingar og blandaði bílalökk. En eftirminnilegust eru þó sumrin sex í Hvalstöðinni í Hvalfirði en þar fylgdi ég í fótspor bróður míns, móður- og föðurbræðra. Hval- skurður varð því nokkurs konar manndómsraun í minni stór- fjölskyldu.“ Lárus hóf störf á Hagstofu Ís- lands 1991, flutti til Lúxemborgar 1999 og vann hjá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, og fjölskyldan fylgdi á eftir í ársbyrjun 2000. Haustið 2003 fluttu þau aftur heim og Lárus snéri aftur á Hag- Lárus Blöndal, deildarstjóri á Hagstofunni – 50 ára Fiölskyldan Guðrún, Laufey, Lárus, Anna Kristín og Benedikt í almenningsgarði í London fyrir nokkrum dögum. Hvalskurður, körfu- bolti og hagtölur Hjónin á ferðalagi Lárus og Anna Kristín í gönguferð við Dyrhólaey. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. SkorEHF HEILDVERSLUN Gjafavara í úrvali fyrir fyrirtæki og verslanir Hvaleyrarbraut 33 • 220 Hafnarfirði • Sími 564 1925 • skorehf.is • Skor ehf - Heildverslun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 271. tölublað (19.11.2014)
https://timarit.is/issue/373678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

271. tölublað (19.11.2014)

Aðgerðir: