Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Hestamannafélagið Sprettur hefur
stofnað áhugamannadeild Spretts.
Um er að ræða keppnisröð fjögurra
móta sem haldin eru annan hvern
fimmtudag frá byrjun febrúar og
fram í mars. Keppt er í jafn mörgum
keppnisgreinum. Lið skipað fjórum
knöpum keppist um að ná sem best-
um árangri. Mótaröðin er að fyrir-
mynd meistaradeildarinnar í hesta-
íþróttum sem hefur verið haldin um
árabil í Ingólfshöllinni í Ölfusinu.
Áhugamannadeildin verður í nýju
reiðhöll Spretts í Kópavogi.
„Áhuginn er gífurlega mikill.
Fyrst stefndum við að því að skrá í
mesta lagi 10 lið en þau eru orðin 14
talsins og tvö bíða eftir að komast
að,“ segir Magnús Benediktsson,
framkvæmdastjóri hestamanna-
félagsins Spretts og skipuleggjandi
áhugamannadeildarinnar. Hann
segir mikinn áhuga hafa komið sér á
óvart. „Þó það sé fullt af öðrum mót-
um í boði þá er greinilega hópur af
fólki sem langar að keppa sem liðs-
heild og hafa gaman af því,“ segir
Magnús og lofar mikilli skemmtun.
Veitt verða verðlaun fyrir skemmti-
legasta liðið og stuðningsmenn.
Magnús segir áhugamenn eiga
mjög góða hesta og búa yfir miklum
metnaði til að bæta sig. „Þessir
eiginleikar eiga eftir að blómstra í
deildinni og margir eru þegar búnir
að taka hestana sína inn og byrjaðir
að undirbúa sig. Þetta hleypir lífi í
hestamennskuna mun fyrr en ann-
ars.“
Liðin eru mörg hver komin með
þjálfara sem kemur úr röðum at-
vinnumanna. Það er ljóst að allir
eiga eftir að bæta í reynslubankann.
Skilyrði fyrir þátttöku eru að vera
áhugamaður, það er að segja að hafa
ekki atvinnu af þjálfun eða reið-
kennslu, þá má knapinn ekki heldur
hafa keppt í meistaraflokki.
Fjórir eru í liði en þrír keppa fyrir
liðið á hverju móti. Keppt er í tölti,
slaktaumatölti, fjórgangi og fimm-
gangi.
Fólki er frjálst að nefna liðin
hvaða nafni sem er, til dæmis heitir
eitt liðanna Poulsen sem vísar
væntanlega til styrktaraðila. Á
hverju móti verður eitt fyrirtæki
með skemmtilega kynningu á starf-
semi sinni.
Að mótunum loknum verður hald-
ið hressilega upp á árangurinn.
Fyrsta mótið er 5. febrúar næst-
komandi þar sem keppt er í fjór-
gangi.
Morgunblaðið/Ómar
Mótsstjóri „Áhuginn er gífurlega mikill,“ segir Magnús Benediktsson,
framkvæmdastjóri Spretts og einn af skipuleggjendum deildarinnar.
Mikil ásókn er
í nýju deildina
Áhugamannadeild
Spretts
» Fyrirmyndin er meistara-
deild í hestaíþróttum.
» Keppt er í fjórum greinum,
fjórgangi, fimmgangi, slak-
taumatölti og tölti.
» Liðin eru 14 talsins, fjórir
knapar en þrír keppa fyrir liðið
í hverri grein.
» Skemmtilegasta liðinu og
stuðningsmönnum verða veitt
verðlaun.
Halda keppnisröð fjögurra móta
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gær að tillögu forsætisráð-
herra að fela forsætisráðuneytinu
að undirbúa stofnun stefnuráðs inn-
an Stjórnarráðs Íslands. Stefnuráð-
ið hefur það hlutverk að vera sam-
hæfingar- og samráðsvettvangur
innan stjórnsýslunnar til að efla og
bæta getu hennar til stefnumótunar
og áætlanagerðar. Hlutverk stefnu-
ráðs verður að móta viðmið fyrir
stefnumótun og áætlunargerð inn-
an Stjórnarráðsins, að efla og sam-
hæfa vinnubrögð ráðuneyta með
fræðslu, ráðgjöf og tilmælum og að
leiðbeina varðandi samspil við fjár-
magn og lagafrumvörp.
Samþætting opinberra áætlana
er á meðal umfjöllunarefna í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar og í frumvarpi til laga um
opinber fjármál er að finna ríka
áherslu á stefnumótun ráðuneyta.
Þekking og reynsla innan ráðu-
neyta af mótun langtímastefnu er á
misjöfnu stigi. „Innan forsætisráðu-
neytis hefur verið til skoðunar
hvernig hægt sé að styðja við verk-
efni af þessu tagi, þ.á m. með sam-
hæfingu verkferla og bættri þekk-
ingu starfsmanna. Í lok síðasta árs
hafði forsætisráðuneytið forystu
um að gefin var út Handbók um op-
inbera stefnumótun og áætlana-
gerð unnin af sérfræðingum allra
ráðuneyta, þar sem sérstök áhersla
var lögð á málefnasviðsstefnur,“
segir í tilkynningu.
Stefnuráðið verður skipað full-
trúum allra ráðuneyta.
Stofnun stefnuráðs
verður undirbúin
Á að móta viðmið fyrir stefnumótun
Ertu þreytt á að vera þreytt?
Getur verið að þig vanti járn?
Magnaðar járn- og bætiefnablöndur
úr lífrænt ræktuðum jurtum
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Þegar átta skákum er lokið íeinvígi Magnúsar Carlsenog Indverjans Wisvanat-hans Anands heldur Norð-
maðurinn vinningsforskoti, 4 ½ : 3 ½
og aðeins fjórar skákir eftir. Í gær
fékk Anand fékk loks tækifæri til að
stýra hvítu mönnunum en komst
ekkert áleiðis gegn Magnúsi sem
mætti vel undirbúinn til leiks og náði
jafntefli án mikilla erfiðleika. Á
mánudaginn sátu þeir að tafli í sex
og hálfa klukkustund og allan tím-
ann reyndi Magnús að knýja fram
sigur úr örlítið betri stöðu. Í enda-
tafli varð Anand að gefa mann fyrir
tvö peð en varðist fimlega og hélt
jöfnu eftir 122 leiki. Þetta telst næst-
lengsta skák heimsmeistaraeinvígja
frá upphafi en Kortsnoj og Karpov
tefldu þá lengstu; 5. einvígisskákin í
Baguio á Filippseyjum sumarið 1978
endaði með því að Kortsnoj pattaði
Karpov í 124. leik. Í sjöundu skák-
inni í Sochi á mánudaginn tefldi An-
and hið trausta Berlínar-afbrigði
spænska leiksins. Eftir 76. leiki kom
þessi staða upp:
Magnús – Anand
Magnús heldur enn í eitt peð en
eftir 76. ... Hc3! sá hann fram á að
ekki gengi að leika 77. Hxc3 Kxc3
78. Ke3 vegna 78. ... Kb4 79. Kd4
Kb5! sem heldur jöfnu. Hann lét því
b3-peðið af hendi og lék 77. Rd3+
Kxb3 78. Ha1 og sættist á jafntefli
44 leikjum síðar.
Magnús var gagnrýndur fyrir að
tefla svo lengi áfram með kóng, hrók
og riddara gegn kóngi og hrók en
slíkar stöður eru taldar dautt jafn-
tefli. Norski heimsmeistarinn upp-
lýsti fyrir einvígið að undirbúningur
hans hefði m.a. falist í athugun á
ferli Bobbys Fischers og finna má
dæmi úr skákum 11. heimsmeist-
arans sem tefldi svipaða stöðu lengi
vel gegn Florin Gheorghiu frá Rúm-
eníu á skákmóti í Vinkovci í Júgó-
slavíu árið 1968.
Hafi það verið ætlan Magnúsar að
„þreyta laxinn“ tókst það vel, tafl-
mennska Anands í skákinni í gær
var fremur þróttlaus og í fyrsta sinn
í einvíginu mistókst honum að ná
frumkvæðinu út úr byrjuninni með
hvítu:
8. einvígisskák:
Wisvanathan Anand – Magnús
Carlsen
Drottningarbragð
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3
Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5
8. a3 Rc6 9. Dc2 He8!?
Leynivopn Magnúsar. Hann vissi
að Anand var vel undirbúinn fyrir
9. ... Da5 sem er langoftast leikið en
þá á hvítur ýmsa góða kosti, t.d. að
hrókera langt.
10. Bg5 Be7 11. Hd1 Da5 12. Bd3
h6 13. Bh4 dxc4 14. Bxc4 a6 15. O-O
b5 16. Ba2 Bb7 17. Bb1 Had8 18.
Bxf6 Bxf6 19. Re4
Ekki er eftir neinu að slægjast
með 19. Dh7+ Kf8 20. Re4, m.a.
vegna 20. ... Hxd1 21. Hxd1 Hd8
o.s.frv.
19. ... Be7 20. Rc5 Bxc5 21. Dxc5
Í fljótu bragði virðist hvítur halda
góðum færum en næsti leikur svarts
jafnar taflið umsvifalaust.
21. ... b4! 22. Hc1
Eftir 22. Dxa5 Rxa5 23. axb4
Bxf3! 24. gxf3 Rc6! vinnur svartur
peðið til baka.
22. ... bxa3 23. bxa3 Dxc5 24.
Hxc5 Re7 25. Hfc1 Hc8 26. Bd3
Hed8 27. Hxc8 Hxc8 28. Hxc8 Rxc8
Nú blasir jafntefli við.
29. Rd2 Rb6 30. Rb3 Rd7 31. Ra5
Bc8 32. Kf1 Kf8 33. Ke1 Ke7 34.
Kd2 Kd6 35. Kc3 Re5 36. Be2 Kc5
37. f4 Rc6 38. Rxc6 Kxc6 39. Kd4 f6
40. e4 Kd6 41. e5+.
- og Anand bauð jafntefli um leið
sem Magnús vitanlega þáði.
Staðan: Magnús Carlsen 4 ½ :
Wisvanathan Anand 3 ½.
Níunda skák einvígisins er á dag-
skrá á morgun.
Magnús þokast nær titilvörn
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Ljósmynd/fide.com
Einvígi Carlsen og Anand mætast í níundu skák einvígisins á morgun.