Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 2014 Margir barnabókahöfundar hafa auðgað líf ungra lestrarhesta með verkum sínum. Rithöfundurinn Roald Dahl tilheyrir vafalítið þeim hópi. Á vefsíðunni www.roalddahl.com er að finna áhugaverðar staðreyndir sem tengjast lífi hans og verkum. Hann fæddist 13. september árið 1916 í Llandaff í Wales. Roald Dahl var skírður í höfuðið á norska landkönn- uðinum Roald Amundsen en foreldrar Dahls voru norskir. Margar bíómyndir hafa verið gerð- ar eftir sögum Dahls og má þar til dæmis nefna sögurnar af Matthildi, Kalla og sælgætisgerðinni, Refnum frábæra og söguna af nornunum. Fjölmargar bækur eftir Dahl hafa komið út á íslensku í þýðingu Böðv- ars Guðmundssonar, Árna Árnasonar, Hjörleifs Hjartarsonar og fleiri þýð- enda. Allar sögur Dahls eru mynd- skreyttar af Quentin Blake. Eins og lesa má um á vefsíðunni var það hugsjón Dahls að skrifa bæk- ur fyrir börn. „Til að skrifa sögur fyrir börn er gott skopskyn lykilatriði“ mun hann hafa sagt. Á síðunni er fjöldi tilvitnana auk þess sem hægt er að fræðast um hverja einustu per- sónu úr sögum Dahls. Vefsíðan www.roalddahl.com Quentin Blake Fjölbreytt Teikning úr bókinni Danni heimsmeistari eftir Roald Dahl. Séð með augum Roalds Dahls Styrkleiki vinsemdar hefur víð- tækari áhrif en margur hyggur, m.a. á farsæld og samfélag. Vin- semd verður í brennidepli á heim- spekikaffinu í Gerðubergi í kvöld kl. 20. Gunnar Hersveinn rithöf- undur ræðir um einsemd og vin- semd og veltir upp ýmsum spurn- ingum og Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi fjallar um sterkt samband milli vinsemdar og heilsufars, hvernig vinsamleg samskipti geta bætt eigin heilsu og annarra. Ókeypis og öllum op- ið. Endilega … … kynnist áhrifum vinsemdar Margrét Hún ætlar að fjalla um áhrif vin- semdar á heilsuna. Nú þegar kuldaboli sækir að okkur Frónbúum er um að gera að taka til við að prjóna á alla þá sem manni þykir vænt um hverslags skjól á kroppinn, hvort sem það eru vettlingar, húfur eða treflar. Heimaprjón- að skjól er jólagjöf sem alltaf gleður og fyrir þá sem langar að vera snöggir að prjóna er um að gera að sækja í smiðju Guðrúnar S. Magnúsdóttur, en hún hefur áratuga reynslu af prjóna- skap, bæði í starfi sínu sem handa- vinnukennari og í tómstundum. Hún hefur nú sent frá sér bókina Treflaprjón, sem er stútfull af uppskriftum að treflum, krögum og vefj- um fyrir börn og full- orðna. Einnig eru í bókinni gagnlegar leiðbein- ingar, góð ráð og ör- stutt kennsla í því prjóni og hekli sem kemur fyrir í uppskriftunum. Gangi ykkur vel! Gaman er að prjóna á köldum kvöldum Kátir treflar sem hlýja öllum Snjókarlar og -kerl- ingar Þegar krakkarnir fara út að gera snjókarl er gott að hafa hlýtt um háls- inn. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ljóðið er svo mikið ólíkinda-tól og magnað fyrirbæri,það getur tekið á sigmynd einhvers sem allir vilja heyra, og þannig hefur það allt- af verið, hvort sem það eru ævaforn ljóð Egils Skallagrímssonar eða ljóð hins 19 ára Yahya Hassans, sam- tímamanns okkar, sem var hér í Ís- landsheimsókn um daginn. Ljóðið hefur aldrei dáið drottni sínum þó að það leggist stundum í dvala, það sprettur alltaf fram með nýjum sannindum og nýrri sýn. Þegar ég var fyrst að gefa út ljóðabækur, fyrir fimmtán árum, var mikið talað um ljóðið í öndunarvélinni, að það væri að líða undir lok, en nú heyrast þess- ar raddir hvergi, enda hefur færst mikið líf í ljóðasenuna hér á landi, fjöldi ungs fólks hefur valið sér ljóð- ið sem tjáningarform,“ segir rithöf- undurinn Sigurbjörg Þrastardóttir sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Kátt skinn (og gloría). Hvað sem er getur kveikt Sigurbjörg segir að það liggi að einhverju leyti næst henni að fást við ljóð, en hún hefur fengist við hin ýmsu form, skáldsögur, ljóð og leik- rit. „Ljóðin halda á einhvern hátt í mér lífinu. Að skrifa skáldsögur tek- ur lengri tíma og krefst meiri þolin- mæði, það reynir á að sjá ekki fyrir endann á langri sögu. En það krefst líka þolinmæði að setja saman ljóð, það er bara öðruvísi þolinmæði. Hvert ljóð er ekki endilega lengi að verða til, en það tekur tíma að ganga frá því, hvernig eigi að skipta á milli lína, hvernig það eigi að enda og fleira í þeim dúr. Þó að ég haldi stundum að ég sé komin með efni í ljóðabók, þá veit ég að fenginni reynslu að það geta liðið margir mánuðir áður en hún er raunveru- lega tilbúin,“ segir Sigurbjörg. „Flest ljóðin í nýju bókinni eru frá síðustu tveimur til fjórum árum, en þar er samt líka eitt fimmtán ára gamalt ljóð.“ Sigurbjörg segir nánast hvað sem er geta kveikt hugmynd að ljóði. „Málverk, ljósmynd, atvik, minning, ferðalag; bæði lítil atriði og stór. Lít- ið atriði getur bólgnað út og orðið að löngu ljóði, rétt eins og stór atburð- ur getur pakkast saman í knappt ljóð. Kraftbirtingarhljómur guð- dómsins í Borgarleikhúsinu hjá Ragnari Kjartanssyni kveikti til dæmis eitt ljóð í þessari bók. Tíðar- andinn leitar líka inn í ljóðin, ég leik mér að því að snúa röngunni út á neysluhyggjunni.“ Dreymir stundum ný orð Glíman við orðin hugnast Sigur- björgu vel, sem og nýyrðasmíð. „Mér finnst það svo skemmtilegt. Ef ég ramba á nýtt safaríkt orð þá opn- ast heill heimur, það kveikir ótal myndir og ég get gleymt mér í því. Þó að orðaforði íslenskunnar sé 615 þúsund orð samkvæmt nýjustu töl- um, þá er enn hægt að búa til orð og verður alltaf.“ Sigurbjörgu dreymir einstaka sinnum ný orð og eitt slíkt Ljóðin halda á ein- hvern hátt í mér lífinu „Þessi ljóð fjalla m.a. um það hvernig fólki líður í eigin skinni, hvernig það er að vera manneskja. Snerting er grunnþáttur í samlífi og samskiptum og þá snertir fólk húð. Þau fjalla líka um allskonar innri og ytri veruleika. En líka um ýmislegt fleira sem fellur undir orðið skinn, til dæmis handrit á kálfskinni,“ segir Sigur- björg Þrastardóttir um nýju ljóðabókina sína Kátt skinn (og gloría). Getty Images/iStockphoto Feldur Orðið skinn getur merkt margt, m.a. feld á skepnu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.