Morgunblaðið - 21.11.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 21.11.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 FÆST Í NÆSTA APÓTEKI HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. HLÚÐU AÐ VIÐKVÆMRI HÚÐ Í FROSTINU Malín Brand malin@mbl.is Crossfit-stöðvar eru nokkuðólíkar hefðbundnumlíkamsræktarstöðvum.Helsti munurinn er sá að þar eru ekki líkamsræktartæki á borð við hlaupabretti, skíðavélar og stigvélar. Í crossfit-stöðvum er not- ast við ketilbjöllur, sandpoka, kaðla, ólympískar lyftingarstangir og fleira í þeim dúr. Þetta heillaði Björgvin Karl Guðmundsson sem byrjaði að stunda crossfit árið 2012. „Heiðar, eldri bróðir minn, dró mig með sér á æfingu í Crossfit Reykja- vík snemma árs 2012,“ segir Björg- vin. Hann hafði stundað íþróttir af kappi áður og meðal annars æft fimleika og fótbolta í fjölda ára. Af hverju crossfit? Í nóvember sama ár tók Björgin þátt í Íslandsmótinu í crossfit og varð í öðru sæti. „Um svipað leyti eru bróðir minn og kærastan hans að opna crossfit- stöð í Hveragerði og þá fer ég að æfa þar og þjálfa,“ segir Björgvin. Fjölskyldan er frá Stokkseyri og ekki er langt síðan Björgvin fluttist til Hveragerðis til að vera nær vinnunni og helsta áhugamálinu. Crossfit-stöðin Hengill er til húsa í kjallara íþróttahússins í Hveragerði og er stöðin rúmir 300 fermetrar aða stærð. Björgvin segist hafa viljað breyta til í íþróttaiðkun sinni, enda orðinn lúinn í skrokknum eftir rúm- an áratug í boltanum og tæpan ára- tug í fimleikum. „Í crossfit helst ég heill og líður vel. Það er eitthvað við það að klára crossfit-æfingu sem fær mann til að koma aftur og aftur. Hreyfingarnar eru dálítið öðruvísi en til dæmis í fótbolta eða fimleikum. Það er í raun ekkert sem kemur á óvart í þessum hreyf- ingum en ef þú ert í fótbolta gæt- irðu þurft að snúa þér allt í einu og færð í hnén. Í fimleikum gætirðu þurft að hætta við, þú lendir illa eða hvað sem er. En ég veit alltaf hvað er að fara að gerast í hreyf- ingunum í crossfit,“ segir Björgvin. Vissulega er hægt að fara of- fari í crossfit-þjálfun rétt eins og í öðrum íþróttum en álagið er í það minnsta fyrirséð að því gefnu að hinn gullni meðalvegur sé farinn í þeim efnum. Ólympískar lyftingar í bland Stuttu eftir Íslandsmótið í lok árs 2012 kynntist Björgvin ólymp- ískum lyftingum og ekki leið á löngu þar til hann hafði keppt í þeirri íþrótt líka og á þar Íslands- met. „Þegar ég kem aftur á Ís- landsmótið í crossfit 2013 vinn ég það og lendi í níunda sæti á Evr- ópumótinu það sama ár. Svo eru hinar og þessar keppnir, til dæmis parakeppnir, sem við félagi minn unnum í Svíþjóð,“ segir Björgvin. Árið 2014 hefur ekki verið síðra. Björgvin keppti í byrjun árs á mótinu „Battle of London“ í London og varð í þriðja sæti. „Það markar upphafið að frekar góðu ári. Þá byrjar undankeppnin fyrir heimsleikana en sú keppni kallast „open“ því þar geta allir verið með. Þar þarf að klára ákveðnar æfingar og síðan komast efstu 48 í Evrópu áfram. Það sama gildir um Ástr- Crossfit blómstrar líka í Hveragerði Í litlu bæjarfélagi fyrir austan fjall, nánar tiltekið í Hveragerði, var opnuð þjálf- unarstöð fyrir crossfit árið 2012. Á tveimur árum hefur komið í ljós að íbúar víðs- vegar að af Suðurlandi leggja leið sína í stöðina til þess að iðka íþróttina. Þar starfar meðal annarra Íslandsmeistarinn í crossfit, Björgvin Karl Guðmundsson, sem hefur náð einstökum árangri, meðal annars á heimsleikum íþróttarinnar. Ánægðir Þeir Björgvin Karl og Lukas Högberg nýbúnir að vinna sér inn þátttökurétt á heimsleikunum sem fóru fram í Carson, Kaliforníu í sumar. Ljósmynd/Ágúst Sigurjónsson Átök Crossfit byggist meðal annars á þolæfingum og á æfingum er notast við ketilbjöllur, sandpoka, kaðla, ólympískar lyftingarstangir og fleira. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir ætl- ar í hádegisfyrirlestri í dag að ræða um bók sína Ósjálfrátt, þar sem segir frá hennar eigin lífi og fólksins henn- ar, sem þjóðin kannast við, hún er jú barnabarn Halldórs Laxness. Ósjálf- rátt fékk afar góðar viðtökur þegar hún kom út, ekki síst fyrir það hvern- ig Auður leikur sér að mörkum skáld- skapar og veruleika. Ósjálfrátt hreppti Fjöruverðlaunin og var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs. Auður hefur sent frá sér fjölda bóka jafnt fyrir börn sem full- orðna, fyrsta bók hennar, Stjórnlaus lukka, kom út þegar hún var 25 ára og vakti mikla athygli. Fólkið í kjall- aranum hreppti Íslensku bókmennta- verðlaunin árið 2004 og upp úr henni var síðar gerð vinsæl leikgerð. Fyrir- lestur Auðar fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi milli 12 og 13 í dag. Að- gangur ókeypis og allir velkomnir. Vefsíðan www.hi.is Morgunblaðið/Ómar Auður Hún leikur sér að mörkum skáldskapar og veruleika í Ósjálfrátt. Hvernig varð Ósjálfrátt til? Á þessum síðustu og bestu tímum er íslenska þjóðin sérdeilis rík af ungu, vel menntuðu og hæfileikaríku tón- listarfólki. Lucy in Blue er hljómsveit sem hefur átt góðu gengi að fagna, lenti í öðru sæti í Músíktilraunum þetta árið og spilaði á nýliðinni Airwaveshátíð, bæði á skráðum tón- leikum og hliðarviðburðum. Hljóm- sveitin er iðin við kolann í tónleika- haldi og þeir piltarnir ætla að spila sýrurokk af ýmsum toga í klukkutíma í kvöld kl. 22 á skemmtistaðnum Frederiksen í Hafnarstræti 5 í Reykja- vík. Hljómsveitarmeðlimir segja að Lucy in Blue sé rokkhljómsveit sem fái mikinn innblástur frá „psychedel- ic og progressive“-böndum sjöunda og áttunda áratugarins (60’s & 70’s). Arnaldur Ingi Jónsson spilar á hljómborð og syngur, Kolbeinn Þórs- son lemur húðir, Matthías Hlífar Páls- son plokkar bassann og Steinþór Bjarni Gíslason leikur á gítar og syng- ur. Nú er lag að kynnast og njóta, kostar ekkert inn. Endilega … … njótið tóna Lucyar í kvöld Morgunblaðið/Styrmir Kári Lucy in Blue Matthías plokkar hér bassann á Músíktilraunum þetta árið. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.