Morgunblaðið - 21.11.2014, Page 18

Morgunblaðið - 21.11.2014, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014                                     ! "# "$#! #$ %$"# ## "!# #$ !$ &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5  $   "#% "%%! # %% #"# "$# #"" # %  " "## "$! ##! %% #!! "!"# #"% !# "$$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Einn nefndarmaður peningastefnu- nefndar af fimm greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um lækkun stýrivaxta á síðasta fundi peninga- stefnunefndar. Kaus hann frekar að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem Seðlabankinn hefur birt. Einn af þeim fjórum nefndar- mönnum sem greiddu atkvæði með tillögu um lækkun stýrivaxta hefði heldur kosið að halda vöxtum óbreyttum að þessu sinni. Hefði hann kosið að bíða með vaxtalækkunina fram í desember, að því er kemur fram í fundargerðinni. Einn nefndarmaður á móti lækkun stýrivaxta ● AZAZO (áður Gagnavarslan) og HS Orka hafa gert með sér samning um innleiðingu á CoreData ECM hugbún- aðarlausninni og hyggst HS Orka nýta lausnina í alla sína starfsemi. CoreData ECM er „hugbúnaður í áskrift“ sem byggist á nútímalegri nálgun við stjórnun upplýsinga og allra verkefna fyrirtækja og stofnana, segir í tilkynningu. Hugbúnaðurinn inniheldur auk þess gæðakerfi með nýrri nálgun. HS Orka semur við AZAZO um hugbúnað STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Samkomulag sem hefur náðst milli Lífeyrissjóðs verslunarmanna og slitastjórnar Glitnis um fullnaðar- uppgjör á gjaldmiðlavarnarsamn- ingum sem sjóðurinn gerði fyrir fall bankans haustið 2008 er háð þeim fyrirvara að Seðlabanki Íslands veiti slitabúinu undanþágu frá fjár- magnshöftum. Þannig fer Glitnir fram á að sá hluti sem sjóðurinn greiðir með evrum verði ekki skila- skyldur heldur fáist heimild fyrir því að fjárhæðin verði fyrir utan Ísland, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Samkvæmt samkomulaginu mun Lífeyrissjóður verslunarmanna greiða Glitni tæplega 8,2 milljarða króna. Þar af verður um þriðjungur greiddur með evrum. Sjóðurinn mun jafnframt framselja samþykkt- ar kröfur sínar á hendur slitabúinu að upphæð um 4,7 milljarðar til Glitnis. Rétt eins og upplýst var í ViðskiptaMogganum í gær er því gert ráð fyrir að sjóðurinn greiði umtalsvert lægri fjárhæð en ýtrustu kröfur Glitnis hafa hljóðað upp á. Var tillaga Lífeyrissjóðs verslun- armanna um uppgjör á gjaldmiðla- varnarsamningunum, sem var send til slitastjórnar 12. nóvember síðast- liðinn, samþykkt á kröfuhafafundi Glitnis sem fór fram í gær, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Taldi slitastjórnin að hún gæti ekki tekið afstöðu til tillögu sjóðsins og tók því þá ákvörðun að láta kröfu- hafa greiða atkvæði um hana. Allt frá falli fjármálakerfisins fyr- ir meira en sex árum hefur verið uppi ágreiningur um uppgjör á gjaldmiðlavarnarsamningunum. Hefur mikið borið á milli um fjár- hæðir. Málið hefur verið rekið fyrir dómstólum eftir að slitastjórn Glitn- is stefndi sjóðnum haustið 2012. Í dómkröfu sinni fór Glitnir fram á tæplega 19 milljarða auk dráttar- vaxta vegna 72 gjaldmiðlavarnar- samninga sem voru á gjalddaga í október til desember 2008. Áhættusamir afleiðusamningar Í ársreikningi Lífeyrissjóðs versl- unarmanna fyrir árið 2013 er brúttóskuld vegna samninganna hins vegar áætluð ríflega 13,8 millj- arðar að hámarki, að mati sjóðsins. Sú fjárhæð tekur tillit til þess að sjóðurinn geti skuldajafnað skulda- bréfum og öðrum kröfum gagnvart Glitni á móti þeim kröfum sem slita- stjórnin telur sig eiga á sjóðinn vegna óuppgerðra gjaldmiðlavarn- arsamninga. Framvirkir gjaldmiðlavarnar- samningar sjóðsins, þar sem hann tók stöðu með íslensku krónunni, voru sagðir hafa verið gerðir í þeim tilgangi að draga úr áhættu vegna misvægis á gjaldmiðlasamsetningu erlendrar verðbréfaeignar sjóðsins gagnvart gengisþróun krónunnar. Árið 2008 voru erlendar eignir um þriðjungur af eignasafni sjóðsins en lífeyrisskuldbindingar voru hins vegar alfarið í íslenskum krónum. Slitastjórn Glitnis hefur sagt að sjóðnum hafi mátt vera fyllilega ljós sú áhætta sem fylgir slíkum afleiðu- samningum. Vandséð hafi einnig verið hvaða áhætta stafaði af sjóðn- um vegna gengisþróunar til skemmri tíma enda þurfi hann ekki að flytja eignir til Íslands fyrr en eftir áratugi til að inna af hendi líf- eyrisgreiðslur. Ráðgjafar Lífeyrissjóðs verslun- armanna um það samkomulag sem Glitnir hefur núna samþykkt voru meðal annarra verðbréfafyrirtækið Arctica Finance. Háð fyrirvara um undan- þágu frá fjármagnshöftum Morgunblaðið/Árni Sæberg Undanþága Slitastjórn Glitnis vill að greiðsla frá LV í evrum verði undanþegin skilaskyldu gjaldeyris. Þriðjungur í evrum » Kröfuhafar Glitnis sam- þykktu í gær tillögu Lífeyris- sjóðs verslunarmanna um fullnaðaruppgjör á 72 gjald- miðlavarnarsamningum. » Sjóðurinn greiðir um 8,2 milljarða til Glitnis. Þar af er ríflega þriðjungur greiddur með evrum. » Samkomulagið er háð fyrirvara um að Glitnir fái und- anþágu frá höftum til að halda gjaldeyrinum utan Íslands.  Kröfuhafar Glitnis samþykktu tillögu LV um uppgjör á afleiðusamningum Áætlað er að 13.700 tonnum af eld- isfiski verði slátrað hér á landi á næsta ári sem er um tvöfalt meira magn en í fyrra, að því er fram kem- ur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Langmestur hluti íslensks eldisfisks er seldur til Bandaríkjanna, eða 56% af fram- leiðslunni, mest heill ferskur fiskur. Í skýrslunni er fjallað um ýmsar hliðar íslensks sjávarútvegs og þýð- ingu hans fyrir efnahag landsins. Bent er á grósku í nýsköpun í sjávar- útvegi hér á landi og að Íslendingar séu nú á meðal fremstu þjóða í full- nýtingu sjávarafurða. Í fyrsta sinn síðan 2004 voru störf í sjávarútvegi fleiri í landi en úti á sjó. Alls störfuðu 8.600 manns með bein- um hætti við sjávarútveg á síðasta ári og þar af um 5.000 í landi. Tekjur sjávarútvegsfyrirtækja drógust saman um 5% árið 2013 mið- að við árið á undan. Hins vegar juk- ust arðgreiðslur um 87% á milli ára en þær námu samtals 12 milljörðum króna á síðasta ári. Opinber gjöld námu 24,5 milljörðum árið 2013 og hafa rúmlega þrefaldast frá árinu 2009. Rússland fram úr Bretlandi Fram kemur í skýrslu Íslands- banka að í fyrra var í fyrsta skipti flutt út meira magn sjávarafurða til Rússlands en til Bretlands og Nor- egs, sem hingað til hafa verið helstu kaupendur íslenskra sjávarafurða. Aukninguna má rekja til aukins út- flutnings á makríl, en næstum helm- ingur alls markíls sem veiddur er við Ísland er fluttur til Rússlands. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Makríll Með makrílveiðum hefur út- flutningur stóraukist til Rússlands. Mest flutt af fiski til Rússlands  Fiskeldisfram- leiðsla tvöfaldast á tveimur árum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.