Morgunblaðið - 21.11.2014, Page 30

Morgunblaðið - 21.11.2014, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2014 ✝ Guðbjörg Hall-varðsdóttir fæddist 4. maí 1935 í Vest- mannaeyjum. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 11. nóv- ember 2014. Foreldrar Guð- bjargar voru Hall- varður Sigurðsson, f. 14. maí 1902 á Seyðisfirði, d. 5. ágúst 1967, frá Pétursborg í Vestmannaeyjum, og Sigríður Guðjónsdóttir, f. 26. júlí 1910, d. 7. febrúar 1995, frá Raufarfelli undir Eyjafjöll- um. Systkini Guðbjargar eru Ingibjörg Hallvarðsdóttir, f. 15. apríl 1936, Sigurður Hallvarðs- son, f. 9 maí 1937, d. 5. nóv- ember 2006, Ásta Hallvarðs- dóttir, f. 25. júní 1939, og Hrefna Hallvarðsdóttir, f. 2. júní 1952. Keflavík en var þar skamman tíma því seinnihluta ársins fékk hún stöðu við ungbarnaeftirlit Hafnarfjarðar og starfaði þar á Heilsugæslu Hafnarfjarðar alla ævi eða í um 40 ár. Jafnframt því að vera í fullu starfi við Heilsugæsluna í Hafnarfirði vann hún um tíma á næt- urvöktum á Vífilsstöðum og frá 1973 á geðdeild Landspítalans á Laugarásvegi. Guðbjörg bjó frá 1963 í Barmahlíð 15, Reykjavík, 1975 fluttist hún til Hafnarfjarðar og bjó á Mosa- barði 4 og síðar á Arnarhrauni 20. Árið 2001 fluttist hún í Ár- sali 3 í Kópavogi. 2007 veiktist Guðbjörg og flutti ári síðar á Dvalarheimili aldraðra, Víðihlíð í Grindavík. Í maí 2010 flutti Guðbjörg á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi og dvaldi þar við góða umönnun þar til hún lést. Guðbjörg var mikill listunnandi og hafði unun af fallegum hlutum. Hún hafði gaman af að ferðast og notaði mestallan frítíma sinn til ferða- laga bæði innan og utanlands. Guðbjörg verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 21. nóvember 2014, kl. 13. Guðbjörg eign- aðist eina dóttur, Sólveigu Magneu Jónsdóttur, f. 20. maí 1962, maki hennar er Anna Sigríður Sigurjóns- dóttir, f. 1. apríl 1961, foreldrar hennar eru Mattína Sigurðardóttir og Sigurjón Krist- jánsson. Guðbjörg (Bubba) ólst upp í Vestmannaeyjum, stundaði nám við Skógaskóla og nam síðan hjúkrun við Hjúkrunarskóla Ís- lands og lauk því námi 1957, vann við hjúkrun í Reykjavík og í Neskaupstað. Árið 1959 fór Guðbjörg til Vancouver í Kan- ada, þar starfaði hún á Vancou- ver General Hospital og lærði ungbarnahjúkrun. Eftir heim- komuna til Íslands 1962 hóf hún störf á sjúkrahúsinu í Elsku mamma mín, nú er kom- ið að kveðjustund. Það er erfitt að kveðja þótt hvíldin hafi verið kærkomin. Ég sakna þín óskap- lega mikið en get yljað mér við margar fallegar og góðar minn- ingar. Ég trúi því að við séum alltaf saman, samt sem áður, þú ert allavega ljóslifandi í minningu minni um þig. Þú varst bara alltaf og nú ertu bara ekki lengur. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman, ég gæti bara ekki hugsað mér það á neinn annan veg. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú lagðir mikið á þig til að við gætum átt gott líf og að mig skorti ekki neitt. Vannst mikið, ekki bara fulla vinnu heldur líka aukavinnu. Allur frítími var vel nýttur og oft til ferðalaga. Minnisstæð er mér ferð sem við fórum með vinkonu þinni henni Sigrúnu Jónatans og Önnu frænku hennar. Sigrún átti Willys-jeppa og við fórum fjórar saman í óbyggðaferð inn í Jökul- heima, yfir Sprengisand og á fleiri staði. Þessi ferð kveikti í mér einhvern neista og markaði hugsanlega á einhvern hátt mína framtíð, þetta var ferðin með stórum staf. Þú fórst með mig í fleiri ferðir; við fórum til Spánar og við fórum til Kanada þar sem þú bjóst áður en ég fæddist, þú vildir sýna mér þennan stað. Þú sagðir mér að þú gætir hugsað þér að dvelja þar um tíma þegar þú kæmist á eft- irlaun, það varð nú ekki raunin en þú fórst í heimsókn til Kanada eftir að þú hættir að vinna. Í gegnum árin ferðuðumst við mikið saman, um Evrópu, til Bandaríkjanna og Kanada. Þú varst góður ferðafélagi mamma mín. Þú hafðir mikla unun af listum og fallegum hlutum. Ef ævistarf þitt hefði orðið eitthvað annað en að starfa við hjúkrun gæti ég séð þig fyrir mér sem ferðafrömuð eða listmunasala. Heimili þitt var alltaf opið okkur Önnu og fannst mér það alltaf vera mitt heimili þó að ég væri löngu flutt að heim- an. Eftir að þú fluttir á hjúkrunar- heimili 2008 fannst mér erfitt að geta ekki heimsótt þig á þitt eigið notalega fallega heimili þar sem var svo gott að koma. Mikið dró af þér síðustu mánuði og í sept- ember gerði ég mér grein fyrir að eflaust ættir þú ekki langt eftir. Það var svo gott að geta átt með þér góðan tíma þessar síðustu vikur sem þú lifðir. Ég er svo þakklát henni Grétu, hjúkrunar- fræðingi í Sunnuhlíð, sem kom með þá hugmynd að þú myndir hringja í mig á hverju kvöldi, starfsfólkið hjálpaði þér við það því ég veit að þú gast ekki haldið á símtólinu. Þessi stuttu símtöl sem við áttum nánast á hverju kvöldi síðustu vikurnar eru mér ómetanleg. Það var svo gott að sjá númerið þitt birtast á skján- um, elsku mamma mín, og heyra röddina þína. Takk elsku mamma. Þín Sólveig. Í dag kveðjum við okkar kæru skólasystur og vinkonu Guð- björgu Hallvarðsdóttur eða Bubbu eins og við ávallt kölluðum hana. Endurminningar frá liðn- um árum streyma fram. Við minnumst okkar fyrsta fundar þegar sextán stúlkur mættust á Landspítala til þess að hefja hjúkrunarnám í febrúar 1954. Í hópnum ríkti eftirvænting bæði vegna námsins sem í vændum var og samverunnar í heimavist skól- ans, þar sem búið var þröngt í þá daga. Framundan voru yndisleg ár menntunar, framandi lífs- reynslu, ævintýra og samveru hópsins sem þjappaði sér saman og tengdist órjúfanlegum vina- böndum. Námsárin liðu eins og ljúfur draumur þrátt fyrir mikið og krefjandi álag en náminu luk- um við allar. Frístundanna sem við áttum á þessum árum minn- umst við ætíð með gleði, þá var margt brallað. Að námi loknu héldum við út í lífið hver í sína áttina. Tími hjúskapar tók við hjá sumum, aðrar héldu út í heim til frekari reynslu og starfa. Bubba fór til Kanada og bjó og starfaði þar um tíma. Að nokkrum árum liðnum náði okkar samheldni út- skriftarhópur saman á ný hér heima. Óteljandi eru gleðistundirnar sem við höfum átt saman í gegn- um árin. Við höfum reglulega komið saman, farið í ferðalög og haldið okkar árlega þorrablót þar sem margar skemmtilegar hefðir hafa skapast. Slíkar stundir hafa ætíð verið tilhlökkunarefni og lifa sterkt í minningunni. Fyrr á ár- um hafði Bubba það fyrir fastan sið að bjóða okkur heim á jóla- föstunni. Þetta voru yndislegir samfundir þar sem hún hafði drifið upp jólaskrautið og hitað okkur jóladrykk með ljúffengu meðlæti, kom hún okkur hinum þá í jólaskapið. Bubba var hjálp- leg og traust vinkona, glaðlynd og naut sín vel í góðra vina hópi. Hjúkrunarstarfinu sinnti hún af lífi og sál og vann mikið á meðan heilsan leyfði. Ávallt var hún reiðubúin að taka aukavaktir þegar á þurfti að halda. Síðustu árin háði Bubba langa og stranga sjúkralegu en þar sýndi hún mik- ið æðruleysi. Skarð er fyrir skildi þegar fækkar í hópnum okkar. Söknum við sárt þeirra sem farn- ar eru en Bubba er sú sjöunda sem kveður þennan heim. Bless- uð sé minning hennar og þeirra allra. Sólveigu, Önnu Sigríði og öðr- um aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd skólasystra í Hjúkrunarskóla Íslands, Guðrún Guðnadóttir. Í dag kveð ég kæra vinkonu til margra ára með söknuði. Við er- um búnar að þekkjast síðan ég var níu ára og Bubba, eins og hún var alltaf kölluð, tíu ára. Hún lá þá á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, á sömu stofu og mamma mín. Síð- an endurnýjuðust kynnin þegar ég var í sumarstarfi á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, þá 17 ára, og var Bubba þar starfandi. Þá var hún búin að sækja um að komast í Hjúkrunarkvennaskólann í Reykjavík og þurfti undanþágu vegna ungs aldurs til að fá inn- göngu. Þótt frítímar væru ekki miklir frá hjúkrunarnáminu héldum við alltaf góðu sambandi. Svo ákvað ég einn daginn að það væri kominn tími til að skoða heiminn og sótti um sem innflytj- andi til Kanada. Þegar ég fékk já- kvætt svar ákvað ég að fara til Vancouver á vesturströndina. Bubba var þá búin að ljúka hjúkr- unarnáminu og sótti þá um að komast að á Vancouver general hospital í framhaldsnám við barnahjúkrun. Kom hún nokkr- um mánuðum á eftir mér til Van- couver, því það tók tíma með pappírsvinnuna eins og vanalega. Við áttum ógleymanlegan tíma saman í Vancouver, leigðum íbúð saman og okkur fannst við eiga allan heiminn og geta allt. En við komum samt aftur til Íslands. Svo leið tíminn, við eignuð- umst báðar dætur með nokkurra mánaða millibili og leigðum aftur íbúð og héldum heimili saman. Þá var oft glatt á hjalla hjá okkur. Á þeim tíma var erfitt fyrir ein- stæðar mæður að fá leigt og íbúð- irnar sumar varla íbúðarhæfar en þetta bjargaðist nú samt hjá okk- ur. Og enn líður tíminn og við kaupum hvor sína íbúðina, ég í Kópavogi og Bubba í Hafnarfirði því hún vann árum saman á Heilsugæslunni í Hafnarfirði. Við héldum alltaf jólin og aðrar hátíð- ir saman og mér hefur alltaf fundist við vera ein fjölskylda. Þegar árin færast yfir er ekki gefið að maður haldi heilsu og með tímanum versnaði henni það mikið að seinustu árin dvaldi hún í Sunnuhlíð. Þar var vel hugsað um hana og Sólveig dóttir hennar var vakin og sofin yfir mömmu sinni og var hennar sólargeisli í lífinu. Elsku Sólveig og Anna, þið eigið alla mína samúð frá mér og minni fjölskyldu. Einnig sendi ég systrum Bubbu, Imbu, Ástu og Hrefnu, og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Sólveig Magnea Guðjónsdóttir. Guðbjörg Hallvarðsdóttir ✝ Sæmundur Sig-urþórsson fæddist hinn 1. maí 1943 á Reyðarvatni á Rangárvöllum. Hann lést 8. nóv- ember 2014. Sæmundur var sonur Sigurþórs Óskars Sæmunds- sonar, f. 25. októ- ber 1915, d. 21. des- ember 1999, og Ástu Laufeyjar Gunnarsdóttur, f. 1. september 1914, d. 9. apríl Eyjólfsson. Guðbjörg, f. 2. októ- ber 1955. Eiginmaður Guð- bjargar er Jóhann Baldursson. Sæmundur kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Maríu Einarsdóttur, hinn 21. ágúst 1971. Sæmundur nam kjötiðn 16 ára gamall hjá Sláturfélagi Suð- urlands en starfaði stutt við kjötiðn. Hann vann í móttökunni á Hótel Loftleiðum í tuttugu og fimm ár. Sæmundur og María bjuggu lengst af í Hafnarfirði þar sem þau voru bæði virk í safnaðarstarfi St. Jósepskirkju. Sæmundur og María fluttu árið 2006 á Akranes þar sem þau hafa búið síðan. Útförin fór fram í Akra- neskirkju hinn 18. nóvember 2014. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hins látna. 1999. Sæmundur var næstyngstur af fimm systkinum, en þau eru: Gunnar Friðberg, f. 21. ágúst 1936, sam- býliskona hans er Sigurdís Bald- ursdóttir. Sig- urður, f. 8. ágúst 1937, eiginkona hans er Helga Bald- ursdóttir. Ingi- björg, f. 19. mars 1939, eig- inmaður hennar er Ágúst Ingi Þá er komið að kveðjustund. Nú kveðjum við elskulegan bróður minn og vin, hann Sæma, og þótt söknuðurinn sé sár samgleðjumst við honum að vera laus við veikindastríðið sem var orðið langt og strangt og trúum því að hann sé kom- inn á betri stað og bíði eftir Maju sinni og okkur hinum. Það koma margar minningar upp í hugann á kveðjustund, ég minnist ferðar okkar til Hol- lands í sumarhús, þar kynntust börnin mín þeim Sæma og Maju á nýjan hátt og skapaðist vinátta sem hélst alla tíð. Líka er ég ævarandi þakklát fyrir að hann bauðst til að koma með okkur þegar Gústi minn þurfti að fara í hjartaaðgerð til Eng- lands. Þá var Sæmi mín stoð og stytta og svona mætti lengi telja. En á milli okkar systk- inanna var alltaf mikið sam- band, ekki síst eftir að Sæmi flutti á Skagann en hann var gæfumaður þrátt fyrir veikindi því hann fann hana Maju sína sem stóð með honum í gegnum öll áföll og stríð, umvafði hann kærleik og ást og hlúði að hon- um á alla lund er hann var sem veikastur. Ég gæti tínt til ótal minningar og atvik en læt þetta gott heita og sendi þetta ljóð í lokin. Ég sakna, ég þakka en svo er því varið, þín sigling er mín eftir ókomin ár. Þessa för hafa aðrir á undan þér farið, þér fylgja úr hlaði mín saknaðartár. (Heimir Bergmann) Elsku Maja mín, þinn missir er mestur en þú getur huggað þig við ótal fallegar minningar. Við skulum styðja þig og styrkja eftir bestu getu. Alúðarþakkir til starfsfólks á Höfða fyrir góða umönnun og hlýhug. Ingibjörg Sigurþórsdóttir (Bugga systir). Alltaf er þetta jafn erfitt, þó að ég viti að þú hafir verið að bíða eftir þessu og varst tilbú- inn fyrir þó nokkru, þá er mað- ur bara alls ekki tilbúinn að sjá á eftir þér, elsku Sæmi minn. Ég vil bara örstutt þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við fengum með þér í gegnum árin. Þú og Maja voruð alltaf eitt í okkar huga, maður sagði aldrei bara Sæmi eða bara Maja. Við systkinin kynntumst ykkur upp á nýtt árið 1986, þegar þið komuð með okkur fjölskyldunni til Hollands. Þá var ég tólf ára og hef alla tíð síðan komið við hjá ykkur þeg- ar við vorum á ferðinni í Reykjavík. Þið hjónin hafið verið með í öllum stórum atburðum hjá mér síðan þá og ég hjá ykkur. Það er svo ótal margt sem að ég gæti talið upp hér, man til dæmis vel eftir að hafa verið hjá ykkur á Mánastígnum í gamla daga, ófá skiptin líka á Suðurgötunni og í Lækjarberg- inu sem við sátum við eldhús- borðið og spjölluðum um heima og geima. Ég get seint þakkað ykkur fyrir þá frábæru ákvörð- un ykkar að flytja á Skagann í fínu íbúðina á Garðabrautinni. Þá var stutt að skottast yfir og þeir voru ófáir kaffibollarnir sem við drukkum saman þar. Þið Maja fylgdust vel með öllu því sem börnin okkar Sævars voru að gera bæði í leik og starfi. Ég verð að líka að minn- ast á gönguferðirnar sem þið fóruð í daglega á tímabili, ann- aðhvort í Skógræktina eða meðfram Langasandinum, þú elskaðir þessar göngur. Þú varst svo ótrúlegur kar- akter, Sæmi, ég hef aldrei vitað um þrjóskari mann, hvorki fyrr né síðar. Það reið yfir hvert áfallið á fætur öðru hjá þér, læknarnir voru ekkert bjart- sýnir oft á tíðum en það var eins og þú hefðir bara gaman af því að sýna þeim að þeir hefðu rangt fyrir sér. Svo var eins og þú værir orðinn þreyttur á að leika þann leik og vinna alltaf. Þú varst kominn með nóg. Maja er búin að standa við bak- ið á þér eins og klettur í gegn- um öll þín veikindi, enda fannstu gullmola þegar þú hitt- ir hana. Ég veit að hún á eftir að eiga erfitt þegar frá líður og ég skal lofa þér því að við mun- um passa upp á hana og styðja við bakið á henni eins vel og við getum. Þegar þið Maja fluttuð svo inn að Höfða fyrir tæpu ári síð- an voruð þið ekki lengi að finna ykkur þar, fenguð svo kósý íbúð með æðislegu útsýni, ekki síðra en á Garðabrautinni. Mig langar að þakka öllu frá- bæra starfsfólkinu á Dvalar- heimilinu Höfða fyrir að hugsa einstaklega vel um Sæma og Maju. Inga Maren Ágústsdóttir. Kveðja til Sæma frænda Sagt er að gleði og sorg haldist í hendur, þegar þú kvaddir þennan heim, aðfara- nótt laugardags 8. nóvember, fengum við staðfestingu á því að það eru bönd á milli þessara sterku tilfinninga sorgar og gleði. Þær tilfinningar koma sterkt í ljós núna, þar sem sorgin tekur yfirhöndina þegar það rennur upp fyrir okkur að þú hefur kvatt okkur og þenn- an heim og sorg vegna þeirra sem eftir sitja. Hugur okkar er hjá elsku Mæju þinni sem hefur verið við hlið þér og þú hennar svo lengi sem við krakkarnir munum eft- ir okkur. Á sama tíma finnum við fyrir gleði þín vegna. Nú loksins ertu laus úr þeim viðj- um og fangelsi sem veikindi þín til margra ára hafa haldið þér föstum í, hlekkir veikinda og vanmáttar eru líklega þeir sterkustu og þyngstu sem nokkur þarf að bera á lífsleið- inni. Þegar hugurinn er heil- brigður og líkaminn bundinn jarðneskum höftum sem ekki við fáum hreyft við þótt við gjarnan vildum. Styrkur þinn og trú hafa sýnt sig oftar en einu sinni á þeirri þrautagöngu sem hófst fyrir mörgum árum, þar sem þú hefur staðið upp úr erfiðum veikindum aftur og aftur með óbilandi kjarki og baráttuvilja, sem kannski var meira vegna þeirra sem voru við hlið þér en fyrir þig sjálfan. Lífsviljinn og lífsgleðin tekur þó alltaf sinn toll í þeim bar- áttum, í þetta sinn varst þú far- inn að bíða eftir að lokakafl- anum í þinni sögu lyki, þar sem þér fannst hann farinn að vera langdreginn og þreytandi. Nú er bókin búin og þessu ferða- lagi lokið. Nýtt ferðalag er tekið við og upphaf á nýjum kafla, þar sem þú ert frjáls ferða þinna og laus úr þeim hlekkjum sem líkaminn setti þér. Það er huggun að vita af því, að þín hefur verið beðið, þú ert umvafinn englum, fjölskyldu og vinum og því vel tekið á móti þér. Þú átt eftir að njóta þess að geta farið í langa göngutúra með litla hundinn ykkar Súsý um höfðann og það umhverfi sem þú hefur horft á út um gluggann en ekki getað notið að öðru leyti síðasta ár. Þið amma og afi eigið eftir að ræða og rökræða öll heimsins mál sem þið ekki náðuð í lifanda lífi enda margt gerst síðan síðustu umræður áttu sér stað. Eftir fagnaðarfundi taka málefni sem viðkoma nýjum verkefnum á nýjum vettvangi við auk alls þess sem viðkemur okkur hin- um sem enn erum á ferðalagi hérna megin í lífinu. Við vitum að ástvinir okkar sem við kveðjum í okkar jarðneska lífi fylgjast áfram með okkur. Við erum innilega þakklát fyrir þann tíma og samveru sem við fengum með þér og þá vináttu sem alla tíð hefur verið fyrir hendi og aldrei borið skugga á. Við erum þakklát fyrir þá vissu að þér líður betur nú en þér hefur liðið lengi, við vitum að þú fylgir Mæju áfram og styður hana eftir fremsta megni í öllu því sem framundan er. Við biðj- um góðan guð m styðja hana og styrkja á þessum tíma sorgar og saknaðar. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ásta Laufey Ágústsdóttir og Sigurþór Óskar Ágústsson. Sæmundur Sigurþórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.