Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2014 ✝ HlaðgerðurOddgeirsdóttir fæddist 22. janúar 1921 á Hlöðum á Grenivík. Hún lést á líknardeildinni í Kópavogi 24. nóv- ember 2014. Foreldrar henn- ar voru Oddgeir Jó- hannsson, skip- stjóri á Grenivík, f. 23.10. 1880, d. 1971, og Aðalheiður Kristjáns- dóttir, klæðskeri, f. 9.11. 1885, d. 1977. Hlaðgerður var áttunda í röð tólf barna þeirra hjóna. Systkinin eru: 1) Agnes, 2) Alma, 3) Aðalheiður, 4) Björg- ólfur, 5) Jóhann Adólf, 6) Krist- ján Vernharður, 7) Fanney, 8) Hlaðgerður, 9) Margrét, 10) Sig- ríður Dagmar, 11) Hákon, 12) Björgvin. Margrét, Sigríður Dagmar og Björgvin lifa systur sína. Hlaðgerður giftist 5. maí Björgólfur, maki Hólmfríður F. Svavarsdóttir. Dætur Björgólfs eru Birgitta og Brimrún. Börn Hólmfríðar eru Kristbjörg, Guð- mundur og Ólafur. Barnabörnin eru fimm. 5) Þorbjörg dó þriggja daga gömul. 6) Þor- björg, maki Óttar Strand Jóns- son. Þeirra synir eru Börkur Strand og Darri Strand. Barna- börn þeirra eru tvö. 7) Arnheið- ur, maki Ottó Tómas Ólafsson. Börn Arnheiðar eru Bríet og Breki Konráðsbörn. Dóttir Ott- ós er Þóra Kristín. Barnabörn þeirra eru fimm. 8) Aðalheiður. Börn hennar eru Sigríður Anna, Friðmar, Eyþór og Örvar Bjart- marsbörn. Barnabörn hennar eru þrjú. 9) Edda Hrafnhildur, maki Katla Sigurgeirsdóttir, d. 2008, þær skildu. Hlaðgerður og Björn byrjuðu sinn búskap á Raufarhöfn og bjuggu þar til ársins 1992 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Þau hjónin höfðu yndi af söng og sungu í kirkjukór Raufarhafnar og svo í Gerðubergskórnum eft- ir að til Reykjavíkur var komið. Útför Hlaðgerðar fer fram frá Fossvogskirkjuí dag, 28. nóvember 2014, og hefst athöfn- in kl. 15. 1942 Birni Frið- rikssyni frá Svein- ungsvík í Þistilfirði, f. 2. september 1918, d. 27. mars 2001. Þeirra börn eru: 1) Friðrik, maki Hugrún Selma Her- mannsdóttir, d. 2010. Þeirra börn eru Anna, Björn, Hermann og Þor- valdur Freyr. Barnabörn þeirra eru sex. 2) Oddgeir, maki Fann- ey Sæmundsdóttir. Þeirra börn eru Björn, Hlaðgerður, Brynja og Arna. Barnabörn þeirra eru tíu. 3) Skjöldur Vatnar, maki Valborg Salóme Ingólfsdóttir. Þeirra sonur er Flóki. Börn Skjaldar eru Helga Bjarklind, Rúrik Vignir og fóstursonur og barnabarn Andri Vatnar, d. 2013. Sonur Valborgar er Magn- ús Ingi Kjartansson. Barnabörn- in eru sjö og eitt langafabarn. 4) Það var ljúft að halda í hlýjar og góðar hendur mömmu á dán- arbeði hennar og hvetja hana til að halda í ferðalagið sitt góða. Um leið reikar hugur minn að lífshlaupi hennar, sem ég þekkti svo vel. Æskuheimili hennar var á Grenivík með foreldrum og ellefu systkinum. Frá því stóra heimili rekja margir ættir sínar. Og hversu heppinn ég var að fá að alast upp á því heimili sem hún og pabbi byggðu sér á Raufarhöfn. Mamma og pabbi eignuðust fjóra stráka og fimm stelpur og öll komust við á legg nema elsta dótt- irin, nefnd Þorbjörg, sem dó að- eins þriggja daga gömul. Það var gaman að alast upp með sjö systkinum og foreldrum okkar. Oft var fleira fólk á heim- ilinu um lengri eða skemmri tíma og því alltaf líf og fjör. Litla eld- húsið á æskuheimilinu Röðli var oft þétt setið fólki við að næra sig eða tala saman. Mamma stjórnaði okkur í dags- ins önn við heimilishaldið. Sumir hengdu upp þvott eða skúruðu gólf meðan aðrir mjólkuðu kúna, hirtu um hænurnar, söltuðu kjöt eða fisk með pabba. Einnig stjórnaði hún á kósíkvöldum þess tíma og kenndi okkur að prjóna sokka meðan aðrir lærðu fyrir skólagöngu morgundagsins eða lásu en það kom oft í hlut pabba á meðan mamma gerði við fatnað eða saumaði á okkur krakkana. Önnur kvöld voru léttari en þá var farið í leiki og sungið og spilað á spil eða hljóðfæri. Þá var oft eitt- hvað gott í kvöldhressingu. Á sumrin voru við mikið úti við að tína ber, fjallagrös eða fugls- egg alveg fram að svefntíma. Þetta einfalda og örugga en inni- haldsríka líf er mér kær minning. Á þessum samverustundum með foreldrunum voru þau mér sannar fyrirmyndir með falslausri nægjusemi, lítillæti og hógværð í umgengni við sjálfa náttúruna. Græðgi var ekki til í hugarfari. Bara að nota, njóta og gefa öðrum með sér. Mamma var mjög félagslynd og var lengi meðlimur í kvenfélagi Raufarhafnar, lék í leikritum sem sett voru upp í bænum og brallaði margt fleira skemmtilegt. Hún var nánast alla sína ævi í kirkju- kór og kórum. Þegar við strákarnir vorum orðnir eldri og farnir að fara á kvöldskemmtanir eða böll, var gott að koma heim eftir ball því að þá var mamma oft búin að baka eitthvað til að við gætum fengið okkur fyrir svefninn. Stundum kom hún upp í eldhús til að athuga með okkur strákana sína. Svona var heimilið hennar og þar var gott að vera. Vinnudagarnir voru langir og margir en skiluðu sér í hlýlegu heimili. Tenging mömmu við börn var einstök. Hún átti alltaf svo mikið að gefa þeim. Eitthvað gott eða fallegt, brosið sitt sæta, tíma til að leika við þau eða spjalla. Þannig náði hún athygli þeirra og þau henni inn í sinn hugarheim. Það var oft fallegt að fylgjast með þessu, ekki síst núna á seinustu æviárum hennar. Og margir voru litlu gestirnir hennar og stóru því að hún átti 67 afkomendur. Ég fór snemma að heiman frá Raufarhöfn en þegar foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur og við mamma hittumst oftar voru okk- ar nýju kynni á nótum fullorðinna, en þó alveg eins og áður var. Sú samvera var góð. Ég kveð elsku mömmu mína með virðingu og þakklæti. Skjöldur Vatnar. Í dag kveð ég ömmu mína Hlaðgerði, eða Dellu eins og hún var alltaf kölluð. Í barnslegum huga mínum fannst mér sem amma Della væri eilíf og yrði alltaf til staðar, en þannig er það víst ekki. Eitt er víst að eftir lifa góða minningar. Á uppvaxtarárum mínum á Raufarhöfn var Röðull, hús ömmu og afa, í miðju þorpinu og því allt- af í leiðinni, húsið ólæst og nánast alltaf einhver heima. Ég var alltaf velkomin þangað og heimsóknum mínum ávallt vel fagnað. Þannig var það alltaf hjá okkur ömmu, líka eftir að þau afi fluttu til Reykjavikur. Þá bjuggum við stutt frá hvor annarri, samskiptin tíð og oft fannst mér ég vera ein af stelpunum hennar. Amma var mikill dugnaðar- forkur og sem dæmi um það þá lét hún sig ekki vanta í fjölskylduútil- eguna síðasta sumar 93 ára göm- ul. Hún var sérstaklega ósérhlífin og gerði það sem gera þurfti. Aldrei vottaði fyrir neinni biturð þó að líf hennar hafi alls ekki verið án erfiðleika og áfalla. Amma var lífsglöð manneskja og alltaf var líf og fjör í kringum hana. Hún vildi hafa margt fólk í kringum sig enda fjölskyldan stór. Amma var fjölskyldurækin og hélt vel utan um sína. Ég þekki engan sem mundi jafn mikið af afmælisdög- um og amma. Hún naut þess að fá heimsóknir, enda voru börnin, barnabörnin og langömmubörnin tíðir gestir á heimili hennar. Sér- staklega naut hún þess að fá litlu krílin til sín. Ég hafði alltaf mikið dálæti á ömmu minni og dáðist að því hvaða mann hún hafði að geyma. Eins og við vorum ólíkar „ömm- urnar“ þá áttum við það sameig- inlegt að vilja alltaf vera berfætt- ar og vera svolítið mikið fyrir sætindi. Við nutum samvista hvor annarrar, enda búnar að eiga margar góðar stundir við eldhús- borðið á heimili ömmu, hvort sem það var á Raufarhöfn, í Reykjavík eða Grenivík. Um leið og ég kveð ömmu mína með söknuði þá kveð ég hana líka með þakklæti yfir því hversu mik- ils ég hef að sakna. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Birgitta Björgólfsdóttir. Hlaðgerður Oddgeirsdóttir ✝ Nanna fæddistí Reykjavík 15. desember 1940. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 22. nóvember 2014. Nanna var dóttir Eiríks Kr. Gísla- sonar, f. 8. ágúst 1895, d. 9. mars 1983 og Huldu Pál- ínu Vigfúsdóttur, f. 20. júlí 1918, d. 7. júlí 2000. Hulda var gift Valdimar Björns- syni, f. 5. ágúst 1907, d. 19. febr- úar 1991. Systkini Nönnu sam- feðra eru Friðgeir Þorvaldur, f. 26. ágúst 1921, d. 9. mars 2008, Lilja, f. 20. september 1924, Hörður Kristinn, f. 16. nóv- ember 1927, d. 4. ágúst 1997 og Guðmundur, f. 2. október 1930. b) Theodór Fannar, f. 29. ágúst 1994, móðir hans er Margrét Sverrisdóttir, f. 22. nóvember 1961. c) Guðrún Embla, f. 11. desember 1998, móðir hennar er Rúna Björk Þorsteinsdóttir, f. 27. júní 1964. Sambýliskona Ei- ríks er Jóhanna Gautsdóttir, f. 27. október 1975. Börn hennar eru Hans Jakob Björnsson, f. 10. nóvember 2001 og Anna Mar- grét Björnsdóttir, f. 31. maí 2004. Nanna ólst upp í Norðurmýr- inni með móður sinni, stjúp- föður og systkinum. Hún lauk prófi úr Ljósmæðraskóla Ís- lands árið 1961, starfaði víða sem ljósmóðir, þar á meðal á Fæðingarheimilinu í Reykjavík og svo síðustu starfsárin á fæð- ingardeild Landspítalans við Hringbraut en þar lauk hún starfsævi sinni árið 2003. Nanna vann einnig lengi á Elliheimilinu Grund og undi sér vel. Útför Nönnu verður gerð frá Digraneskirkju í dag, 28. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl 13. Systkini Nönnu sammæðra eru Guðrún Erla Skúla- dóttir, f. 27. júlí 1935, Kristín Vig- dís Valdimars- dóttir, f. 11. nóv- ember 1952 og Björn Valdimars- son, f. 9. janúar 1955. Nanna giftist Sæmundi Þorláki Jónssyni, f. 22. febrúar 1915, d. 18. október 1980. Þau skildu síð- ar. Synir þeirra eru Sæmundur Þór Sæmundsson, f. 30. sept- ember 1963, og Eiríkur Sæ- mundsson, f. 15. nóvember 1965. Börn Eiríks eru a) Hildur Nanna, f. 23. mars 1984, móðir hennar er Edda Hrönn Gunn- arsdóttir, f. 19. nóvember 1965. Elsku amma Nanna mín lést á laugardagsmorgun. Hún fór sátt, en verður sárt saknað af öllum sem hana þekktu og elskuðu. Ég var svo heppin að eiga bestu ömmu í heimi. Í mínum huga átti enginn betri ömmu, hún var svo hlý og góð en samt svo afskaplega fyndin og skemmtilega kaldhæðin stundum. Hún vildi öllum vel og leið yfirleitt best þegar hún gat gert öðrum gott. Ég trúi því að flestir sem hana þekktu minnist hennar þannig. Hún sagði mér þá sögu að þegar pabbi minn kom til hennar rétt rúmlega 17 og sagði að það væri von á erfingja, að hennar orð hefðu verið „þetta barn mun ég aldrei passa“. Ósannari orð hafa sjaldan verið sögð. Við vörðum ávallt mikl- um tíma saman og mér finnst erfitt að finna æskuminningu þar sem hana er ekki að finna. Æskuár mín í Vesturbænum eru stútfull af minningum um súkkulaðibúðing, ferðir í grasagarðinn, ferðir í búðir og kúr fyrir framan sjónvarpið. Hún átti skúffu fulla af spólum með uppteknu efni og við gátum horft á áramótaskaup, Nágranna og Sigla himinfley aftur og aftur. Enda var hún eina manneskjan sem ég þekki sem gat tekið upp á video marga mánuði fram í tím- ann. Hún var mín stoð og stytta í gegnum unglingsárin, hafði alltaf tíma til að hlusta á vol í pirruðum unglingi og svo seinna meir þegar drama unglingsáranna var að baki gátum við varið tímunum saman í að tala um formæður okkar og sögu annarra fjölskyldumeðlima. Þannig efldi hún áhuga minn á sögu. Amma Nanna var mjög fé- lagslynd og hún var vinamörg og hún sinnti vinum sínum og ætt- ingjum mjög vel. Hún elskaði að spila og var ansi góð í því. Hún spilaði brids að minnsta kosti tvisvar í viku í mörg ár, spilaði vist upp á Grund og svo ótukt við alla sem fengust til að læra það. Hún var líka hrekkjótt í spilum og þótti afar skemmtilegt að sjá hversu vel við barnabörnin tókum eftir í spilum með því að svindla. Ef það komst upp um hana þá hló hún bara og gaf eftir en ég get vel trúað því að svindlið hafi gengið upp mun oftar ekki. Amma Nanna hafði unun af verslunum. Það skipti ekki máli hvort það var fataverslun eða sér- verslun, Kolaportið eða Kringlan, hún hafði alltaf gaman af því að kíkja í búðir. Best þótti henni að finna gimstein á góðu verði. Raunin er sú að ég hefði viljað eiga hana lengur. Lífið án hennar er óraunverulegt og missir minn og fjölskyldu okkar er mikill. Elsku amma Nanna mín, takk kærlega fyrir mig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Hildur Nanna (Nansa). Hún Nanna vinkona mín er far- in. Fullsnemma og hún gaf okkur ekki langan tíma til að átta okkur á hvað væri að gerast. Það var bara í síðustu viku sem ég skaust heim til hennar til að sækja blúndusokka og ilmvatn fyrir hana. Varalitinn var hún með. Mér finnst nú sjálfri að minn- ingargreinar eigi að fjalla um þá sem verið er að kveðja en nú skil ég af hverju þetta snýst stundum við. Sumt fólk er bara þannig að það að kynnast því breytir svo mörgu hjá manni sjálfum. Ég var bara 17 ára þegar ég kom til fundar við hana fyrst með hjartað í buxunum og litla kúlu á maganum. Tilefnið var að kynnast verðandi ömmu barnsins míns til- vonandi og hvílík amma. Þarna sat hún berfætt í bláa sófanum með ljósa hárið í þyrli um höfuðið og poppskál. Heimilið eins fallegt og frumlegt og hún sjálf. Þarna í sóf- anum yfir poppskálinni hófst sam- band sem varði alla tíð í gegnum þykkt og þunnt. Það kom smá- tímabil þar sem við þurftum að máta okkur inn í vinkvennahlut- verkið í stað tengdamæðgnahlu- verkið en það tókst auðvitað vel. Úr kúlunni kom á sínum tíma Hildur Nanna Eiríksdóttir sem alla tíð hefur notið óþrjótandi ástar ömmu sinnar. Nanna var viðstödd fæðingu hennar. Nanna kallaði hana oft „litti mús“ eða Nönnsu og við gátum endalaust spjallað um gáfur og fyndni þessa barns sem okkur þótti báðum vera einstakt. „Ammanannaamma“ var titill sem hún bar stolt og yngri börn mín hafa líka kallað hana þessu nafni. Hjálp Nönnu við okkur mæðgurn- ar á námsárum mínum er ómet- anleg. Nanna var fyndin og skemmti- leg og fannst gaman að segja sög- ur. Hún gerði óspart grín að sjálfri sér og fékk mann oft til að sjá menn og málefni í öðru ljósi. Hún naut þess að hugsa um aðra og var óþreytandi í því að hjálpa þegar henni fannst þörf á því. Hún var mesti fagurkeri sem ég hef kynnst og óneitanlega má varpa fram þeirri hugmynd að hún hafi flutt svona oft af því að hún elskaði að hanna og setja saman heimili. Nanna kenndi manni að hugsa að- eins út fyrir kassann í þeim efnum. Stílisti væri hún kölluð í dag. Svo var hún auðvitað svo falleg og teinrétt og vakti alltaf athygli hvar sem hún fór. Alltaf glæsilega til fara og með gleraugu í stíl í seinni tíð. Við fórum þrjár saman Nönnsurnar og ég, til útlanda þeg- ar Nanna varð sjötug og mikið gát- um við hlegið í þeirri ferð og auð- vitað borðað nautakjöt í hvert mál með afmælisbarninu. Það væri hægt að halda lengi áfram enn en nú er mál að linni. Ég og fjölskylda mín vottum fjölskyldu og vinum Nönnu okkar dýpstu samúð. Edda Hrönn Gunnarsdóttir. Jensína Nanna Eiríksdóttir Takk... fyrir allan tímann sem þú hafðir fyrir okkur , fyrir allan sannleik- ann sem þú sýndir okkur, fyrir allt traustið sem þú gafst okkur, fyrir alla gleði sem þú færðir okkur, fyrir allan tím- ann sem þú studdir okkur, fyrir allan styrkinn sem þú sýndir okk- ur, fyrir allt hrósið sem þú gafst okkur, fyrir alla samúðina sem þú sýndir okkur, fyrir alla umhyggj- una sem þú gafst okkur – fyrir alla ástina sem þú gafst okkur. Með miklum söknuði kveðjum við þig, elsku besta frænka okk- ar. Helga, Sigfús og Emil. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Bylgja Helgadóttir ✝ Bylgja Helga-dóttir fæddist 28. október 1960. Hún lést 13. nóv- ember 2014. Útför Bylgju var gerð 27. nóvember 2014. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Bylgja frænka, við gleymum þér aldrei. Minning þín mun ávallt lifa í hjarta okkar. Hvíldu í friði. Ólína og fjölskylda. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlægið og syngið með glöð- um hug lyftist sál mín upp í móti til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar. Er þið grátið græt ég, er þið hlægið hlæ ég, ég mun ætíð vera hjá ykkur, styrkja ykkur og veita ykkur kærleika minn og nærveru. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku Bylgja. Sylvía Lind og Rafael. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.