Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2014 Hin árvissa rit- höfundalest verður á ferðinni um Austurland um helgina. Les- ið verður í Mikla- garði á Vopna- firði í kvöld kl. 20.30, á Skriðu- klaustri á laug- ardag kl. 14 og kl. 20.30 í Skaftfelli á Seyðisfirði. Á sunnudag verður lesið í Safnahús- inu í Neskaupstað kl. 13.00. Þórarinn Eldjárn les úr Fugla- þrugl og naflakrafl og Tautar og raular, Soffía Bjarnadóttir úr Seg- ulskekkju, og Kristín Eiríksdóttir úr bókinni KOK. Gyrðir Elíasson les úr Koparakri og Lungnafisk- unum og Gísli Pálsson úr Maðurinn sem stal sjálfum sér. Þá slást í för- ina austfirsk skáld og þýðendur: Stefán Bogi, Hrafnkell Lárusson, Kristian Guttesen, Sigga Lára Sig- urjónsdóttir og Ingunn Snædal. Rithöfundar lesa upp á Austurlandi Gyrðir Elíasson Myndlistarþing um starfsumhverfi myndlistar verður haldið í dag kl. 16-18 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Málþingið er haldið af Myndlistarráði og verður kynnt skýrsla sem ráðið hefur látið vinna um leiðir til að efla starfsumhverfi íslenskrar myndlistar. Meðal dagskrárliða eru ávörp Ástu Magnúsdóttur ráðuneytis- stjóra og Kristjáns Steingríms, for- manns myndlistarráðs. Elín Hans- dóttir fjallar um starfsumhverfi myndlistarmanna og Hlynur Halls- son um starfsumhverfi sýning- arstjóra. Myndlistarþing haldið í dag Í dag, föstudag klukkan 18, verður innsetning eftir Kristínu Berman opnuð í Tjarnarbíói. Innsetninguna kallar hún Stundarfrið – Moment of Peace og er fundarherbergi breytt í framandi heim. Kristína R. Berman er textíl- menntaður leikmynda- og bún- ingahönnuður sem er með vinnu- stofu í Tjarnarbíói þennan mánuðinn. Hún skapar sérstaka upplifun þegar hún umbreytir her- bergi í húsinu með leikmynd eða innsetningu. Markmiðið er að skapa annan heim inni í herberg- inu, þar sem allt gæti gerst; rými sem er nógu fallegt og gott til að jafnvel rólegt og heimspekilegt samtal við hið versta illmenni gæti átt sér stað. Vinnustofan er opin og geta gestir komið og spjallað við Kristínu að störfum þegar hún er að vinna að uppsetningunni. Fundarherbergi breytt í framandi heim Listakonan Kristína Berman verður í Tjarnarbíói og hittir gesti að máli. Sun Kil Moon, hljómsveit og sóló- verkefni bandaríska söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek, heldur tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Kozelek á 22 ára feril að baki og eru tónleik- arnir þeir fyrstu sem hann heldur á Íslandi. Kozelek leiddi hljóm- sveitina Red House Painters til ársins 2002 og tók Sun Kil Moon þá við. Hann hefur m.a. unnið með hljómsveitum á borð við The Album Leaf og Desertshore og tónlistarmönnum á borð við Will Oldham og Steve Shelley. Þá hef- ur hann komið fram í kvikmynd- um, m.a. Almost Famous og Van- illa Sky. Koze- lek kemur fram í kvöld með trommuleikara, hljómborðsleik- ara og gítarleik- ara. Nýjasta breiðskífa Sun Kil Moon, Benji, kom út á þessu ári og er nú á mörgum listum yfir bestu plötur ársins til þessa, að því er fram kemur í tilkynningu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.45. Sun Kil Moon í Fríkirkjunni Mark Kozelek Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég er himinlifandi yfir góðum við- tökum á diskinum. Margir hafa auð- vitað vitað í heillangan tíma að hann væri á leiðinni,“ segir Hallveig Rún- arsdóttir sópran um plötuna Í ást sól- ar sem nýverið kom út. Á plötunni flytja Hallveig og Árni Heimir Ing- ólfsson píanóleikari 26 íslensk söng- lög eftir sjö íslensk tónskáld, þ.e. þau Atla Heimi Sveinsson, Tryggva M. Baldvinsson, Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson, Pál Ísólfsson, Huga Guðmundsson og Hildigunni Rúnars- dóttur. Upptökur á plötunni fóru fram í Fella- og Hólakirkju í maí 2007 og júlí 2010, en upphaflega átti disk- urinn að koma út árið 2008. „Af skilj- anlegum ástæðum gekk það ekki eft- ir, en þá gafst okkur kærkomið tækifæri til að taka Ljóðalög Páls upp aftur 2010,“ segir Hallveig og viðurkennir fúslega að hún hafi verið orðin ansi langeyg eftir að platan kæmi út. Röddin stækkað „Ég er miklu ánægðari með plöt- una en ég hélt að ég myndi verða,“ segir Hallveig og tekur fram að ým- islegt hljómi öðruvísi á plötunni en það myndi hljóma í dag. „Á þeim tíma sem liðinn er frá því upptökurnar voru gerðar hefur röddin mín breyst og stækkað, enda hef ég í auknum mæli á síðustu árum sungið meira af óperutónlist. Sumt ætti ég erfiðara með að syngja í dag eins og það hljómar á diskinum,“ segir Hallveig og nefnir sem dæmi flutning sinn á þremur kirkjulögum eftir Jón Leifs. „Á plötunnni langaði mig að láta lögin hljóma mjög brothætt og viðkvæm. Og ég er mjög ánægð með hvernig til tókst,“ segir Hallveig og tekur fram að hún hlakki til að æfa lögin á plöt- unni upp aftur fyrir útgáfutónleika „Það verður fróðlegt fyrir mig að heyra hvort og hvað ég geri öðruvísi. Sumt á vafalaust eftir að hljóma fyllra,“ segir Hallveig og bendir á að útgáfutónleikar plötunnar geti ekki orðið fyrr en í febrúar þar sem Árni er við rannsóknarstörf við Harvard í Bandaríkjunum fram á næsta ár. Sjaldheyrð músík Að sögn Hallveigar átti Árni hug- myndina að gerð plötunnar. „Við lögðum upp með það að stór hluti verkanna á plötunni væri eitthvað sem ekki hefði komið út áður eða væri orðið ófáanlegt. Sem dæmi hafa söngvar Páls úr Ljóðaljóðunum verið gefnir út áður, en þau eru ófáanleg í dag. Það var því þörf fyrir að þau kæmu út í veglegri útgáfu,“ segir Hallveig þegar hún er innt eftir laga- valinu á plötunni. Hallveig bendir á að á öllum sínum ferli hafi hún lagt mikla áherslu á að flytja nýja músík sem og sjaldheyrða músík. „Ég hef ávallt lagt mikla áherslu á ný verk og látið semja slatta af efni fyrir mig, sem er ekki á þessari plötu en ratar kannski á næstu plötu,“ segir Hallveig og bætir við: „Við eigum svo ótrúlegan fjarsjóð af nýrri tónlist fyrir söngvara sem komið hefur út á sl. 20-30 árum og margir vita ekki einu sinni að er til,“ segir Hallveig og nefnir í því sam- hengi tónlist Huga og Hildigunnar. „Þessi plata er þannig góð heimild um íslenska músík og því finnst okk- ur mikilvægt að koma diskinum út fyrir landsteinana,“ segir Hallveig, en Í ást sólar fer í sölu í Bretlandi í næsta mánuði auk þess að vera að- gengilegur á vef Amazon. Samstarf í mörg ár Að sögn Hallveigar hafa þau Árni þekkst í mörg ár og unnið lengi sam- an. „Við Árni kynntumst þegar ég byrjaði í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð haustið 1990, einni önn áður en ég byrjaði í skólanum. Hann spilaði nokkrum sinnum með mér meðan við vorum enn í skólanum en að loknu stúdentsprófi fórum síðan sitt í hvora áttina. Þegar ég kom heim úr námi 2001 leitaði ég til Árna um að vera meðleikari minn eftir að hafa starfað með nokkrum eldri og virðu- legum píanistum. Ég sá fram á að samstarf okkar Árna gæti verið á meiri jafningjagrundvelli auk þess sem samstarf okkar gæti staðið mjög lengi,“ segir Hallveig og rifjar upp að debút-tónleikar þeirra í Ými hafi hlotið afskaplega góðar viðtökur og glimrandi dóma. „Það var upphafið að okkar far- sæla samstarfi. Við störfuðum mikið saman í nokkur ár, en annir Árna á fræðasviðinu leiddu til þess að hann spilaði lítið um tíma og ég fór að vinna með öðrum dásamlegum pían- ista og fyrrverandi mennta- skólafélaga, því Hrönn Þráinsdóttir tók við keflinu af Árna,“ segir Hall- veig og fagnar því að þau Árni séu aftur farin að starfa meira saman og bendir á að þau muni m.a. koma fram á sönghátíðinni Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri 2015. Aðspurð hvort hún sé farin að huga að næstu plötu svarar Hallveig því neitandi, en tekur fram að hún vonist þó til að vinnslan við næstu plötu taki ekki jafnlangan tíma og Í ást sólar. „Við Hrönn pöntuðum verk fyrir Myrka músíkdaga 2010 eftir Hildi- gunni, Þóru Marteinsdóttur og Önnu Þorvaldsdóttur sem gaman væri að koma út,“ segir Hallveig að lokum. „Ánægð með hvernig til tókst“  Hallveig Rúnarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson senda frá sér plötuna Í ást sólar  26 íslensk sönglög eftir sjö tónskáld sem mörg hver eru ófáanleg í upptökum Morgunblaðið/Þórður Fjársjóður „Við eigum svo ótrúlegan fjarsjóð af nýrri tónlist fyrir söngvara sem komið hefur út á sl. 20-30 árum og margir vita ekki einu sinni að er til.“ LEIÐRÉTT Féll niður texti Í umfjöllun Sölva Sveinssonar um viðtalsbók Guðna Einarssonar, Hreindýraskyttur, féll niður eft- irfarandi setning: „Viðtölin eru mis- jöfn, en langmestur veigur er í kafl- anum þar sem Sigurður Aðal- steinsson á Vaðbrekku hefur orðið, margfróður um dýrin, hátterni þeirra og veiðar.“ Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. 570 8600 / 472 1111 www.smyrilline.is Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss DANMÖ RK 2 fullor ðnir með fól ksbíl Netverð , frá kr. 74.500á mann FÆREYJAR2 fullorðnirmeð fólksbíl Netverð, frá kr.34.500á mann Árið 2014 var uppbókað í flestar ferðir með Norrænu vegna mikillar eftirspurnar. Til að tryggja sér pláss þá er mikilvægt að bóka snemma og tryggja sér besta fáanlega verð. Verð og siglingarátælun er komin á heimasíðu okkar, www.smyrilline.is eða hringja í síma 5708600 og 4721111.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.