Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 35
Þau voru síðan búsett við skólann á Húnavöllum til 2003 en fluttu þá á Blönduós þar sem þau búa enn. Jafnframt almennum bústörfum hefur hestamennskan verið mikil- vægur þáttur í lífi og starfi Einars. Hann var með þekktari hrossarækt- endum um áratuga skeið, hefur stundað tamningar alla tíð, séð um að viljaprófa kynbótahross og tekið þátt í dómum. Einar var að eigin sögn ekki mikill félagsmálamaður en sat þó í stjórn hestamannafélagsins Óðins og ým- issa annarra hestamannafélaga og tók þátt í félagsstörfum Landsam- bands hestamanna um árabil. En er Einar enn með hross? „Það er nú varla hægt að segja það. Þau eru nú orðin örfá, bara rétt svona til að ég haldi heilsunni. Svo er ég með nokkrar forystu- kindur, mér til gamans. Ég hef alltaf haft gaman af forystufé. Það er afar mikilvægt að halda þeim stofni hreinum eins og gott fólk vinnur nú að sem betur fer. Við skulum átta okkur á því að þessar skepnur eru hvergi til annars staðar í heiminum. Stofninn má því ekki deyja út. Ég ætla ekki að gera lítið úr mannfólkinu en blessaðar skepn- urnar hafa ætíð verið mitt líf og yndi. Þær hafa heldur betur krydd- að fyrir mig tilveruna.“ Fjölskylda Eiginkona Einars er Bryndís Júl- íusdóttir, f. 28.4. 1945, fyrrv. mat- ráðskona. Hún er kjördóttir Júlíusar Jónssonar frá Brekku í Þingi og Guðrúnar Sigvaldadóttur af Strönd- um. Dætur Einars og Bryndísar eru Rúna Einarsdóttir, f. 21.4. 1965, tamningamaður og hrossahvíslari, búsett í Garðabæ og er dóttir henn- ar Anna Bryndís, f. 1997, og Sólveig Sigríður Einarsdóttir, f. 4.5. 1966, organisti, kórstjóri og prestfrú í Hafnarfirði en eiginmaður hennar er sr. Jón Helgi Þórarinsson og eru synir hennar Einar Bjarni, f. 1990, Höskuldur Sveinn, f. 1991, Gunnar Sigfús, f. 1992, og Gísli Geir, f. 1997. Systkini Einars: Sveinn Skorri Höskuldsson, f. 19.4. 1930, d. 7.9. 2002, prófessor við HÍ; Sigríður Höskuldsdóttir, f. 19.5. 1933, barna- kennari, ljósmóðir og ekkja á Kag- aðarhóli í Húnavatnssýslu; Krist- jana Höskuldsdóttir, f. 12.7. 1936, d. 5.12. 2010, húsfreyja, organisti og kórstjóri að Melaleiti í Borgarfirði, síðar í Reykjavík; Bjarni Höskulds- son, f. 19.3. 1943, d. 3.12. 1979, smið- ur og lögreglumaður í Reykjavík. Foreldrar Einars voru Höskuldur Einarsson, f. 23.11. 1906, d. 11.3. 1981, bóndi að Vatnshorni, og k.h., Sólveig Bjarnadóttir, f. 10.8. 1905, d. 24.7. 1979, húsfreyja að Vatnshorni. Úr frændgarði Einars Höskuldssonar Einar Höskuldsson Sigríður Snorradóttir húsfr. í Brennu Jón Pálsson b. í Brennu í Lundarreykjadal Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Vatnshorni Bjarni Bjarnarson b. í Vatnshorni Sólveig Bjarnadóttir húsfr. í Vatnshorni Sólveig Björnsdóttir húsfr. í Vatnshorni Björn Eyvindarson hreppstj. í Vatnshorni Sigurður Bjarklind kaupfélagsstj. á Húsavík Jón Bjarklind skrifstofustj. hjá Iðntæknistofnun Sigurður Bjarklind aðjunkt við HA Þóra Sigfúsdóttir húsfr. á Einarsstöðum Einar Jónsson lækningamiðill á Einarsstöðum Jón Sigfússon b. og kórstjóri á Haldórsstöðum Jón Jónsson alþm. í Múla Árni Jónsson frá Múla alþm. Friðrik Jónsson b. og tónskáld á Halldórsstöðum Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Halldórsstöðum Kristjana Sigfúsdóttir húsfr. í Landamótsseli Einar Árnason b. Landamótsseli í Kinn Höskuldur Einarsson b. í Vatnshorni í Skorradal Sigfús Jónsson b. á Halldórsstöðum í Reykjadal, af Skútustaðaætt og Reykjahlíðarætt Árni Kristjánsson b. á Finnsstöðum í Kinn Jónas Árnason alþm. og rithöfundur Jón Múli Árnason útvarpsm. og tónskáld Steinunn María Steindórs- dóttir píanó- kennari í Rvík Einar Steindórsson langferðabílstj. í Rvík Björn Vignir Sigurpálsson blaðamaður Höskuldur Haukur Einarsson fyrrv. form. Landssambands slökkviliðsmanna Björn Björnsson hreppstj. og alþm. í Grafarholti Björn Árnason gullsm. á Ísafirði Baldvin Björnsson gullsm. í Rvík Björn Th. Björnsson listfræðingur og rith. Árni Björnsson b. í Heiðarbæ í Þingvallasveit Helga S. Björnsd. húsfr. á Hulduhólum Steindór Björnsson fimleikakennari og skrautritari Sigurður Hreiðar rith. og fyrrv. blaðam og ritstj. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2014 Hanna fæddist á Grímsstöðumá Fjöllum 28.11. 1929 og varskírð Jóhanna Kristveig, ein 15 barna Ingólfs Kristjánssonar, bónda á Grímsstöðum og Víðirhóli á Hólsfjöllum, síðast á Kaupvangs- bakka, og k.h., Katrínar Maríu Magnúsdóttur, húsfreyju og sauma- konu á Akureyri og í Reykjavík. Hanna giftist 1953 Matthíasi Jo- hannessen, cand. mag., skáldi og fyrrv. ritstjóra Morgunblaðsins og eru synir þeirra Haraldur, lögfræð- ingur og ríkislögreglustjóri, og dr. Ingólfur, læknir og lektor við lækna- deild Edinborgarháskóla. Hanna lauk prófi í hárgreiðslu og var hárgreiðslumeistari með eigin stofu í Skólastræti á annan áratug. Hanna var einstök manneskja, víðsýn, umburðarlynd og stöðugt með hugann hjá þeim sem minnst mega sín og eiga um sárt að binda. Hún var sístarfandi að mannúðar- og líknarmálum, gekk snemma í Fé- lagasamtökin Vernd, fangahjálp, sem stofnuð voru 1960, en fyrsta verkefni samtakanna var að halda jólafagnað fyrir einstæðinga og heimilislausa. Hanna starfaði með nefndinni frá upphafi, starfaði við jólafagnað samtakanna sérhvert að- fangadagskvöld, tók við formennsku jólanefndar Verndar 1967 og gegndi því starfi til hinsta dags. Hún varð heiðursfélagi samtakanna 2001. Hanna sat í barnaverndarnefnd Reykjavíkur um langt árabil frá 1982, átti sæti í trúnaðarráði Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna, og gegndi þar formennsku um skeið. Hanna var kjörin í sóknarnefnd Nessóknar 1988, gegndi þar varafor- mennsku til hinsta dags, var auk þess safnaðarfulltrúi og lagði af mörkum mikla vinnu til safnaðar- starfsins. Hún átti sæti í stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar og sat í stjórn héraðsnefndar Reykjavíkur- prófastsdæmis vestra. Hanna var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu af Vigdísi Finnbogadóttur forseta 17. júní 1993 fyrir störf að líknar- og mannúðar- málum. Hanna lést 25.4. 2009. Merkir Íslendingar Hanna Johannessen 95 ára Betsý Gíslína Ágústsdóttir 85 ára Úlfhildur Hermannsdóttir 80 ára Ásta Haraldsdóttir Dóra Steindórsdóttir Margrét Þóra Jónsdóttir 75 ára Ingvi Þór Guðjónsson Kristín Helga Waage Sigurður Birgir Kristinsson 70 ára Glen Ricardo Faulk Kristinn B. Jónsson Sigfús Vilhjálmsson Sigrún Sæmundsdóttir 60 ára Guðrún Axelsdóttir Guðrún Nikulásdóttir Hildur Sigurðardóttir Samúel Currey Lefever Sigmundur Karlsson Sigríður Hanna Jóhannesdóttir Sigríður Matthíasdóttir Tryggvi Agnarsson 50 ára Anna Árdís Helgadóttir Anna María Sigurðardóttir Ásgeir Jónas Sigurðsson Georg Eiður Arnarson Grzegorz Zdzislaw Lewandowski Ingrid De Kimpe Jónas Örn Steingrímsson María Rós Valgeirsdóttir Ragnar Þór Hartmannsson Ragnhildur L. Guðmundsdóttir Tómas Gíslason 40 ára Anna Sif Gunnarsdóttir Árni Vignir Eyjólfsson Ásta Jónsdóttir Fateh Assouane Guðný Björk Jónsdóttir Gunnar Karl Sigurðsson Herdís Þorláksdóttir Hugo Alexandre Santos P. Poge Íris Georgsdóttir Magnús Örn Gylfason Rolandas Vasiliauskas Susana Loreto Morales Gavilan Theresa Vilstrup Olesen Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir 30 ára Aðalbjörg Eva Aðalsteinsdóttir Anna Etorowicz Daníel Jakobsson Friðgeir Smári Gestsson Friðrik Viðar Friðriksson Ingvar Þór Ásmundsson Lára Björg Einarsdóttir Linus Georg Emanuel Villiger Ómar Þröstur Richter Vilhelm Einarsson Til hamingju með daginn 30 ára Guðrún ólst á Pat- reksfirði, býr í Kópavogi, er snyrtifræðingur og nemi í hjúkrunarfræði við HÍ. Maki: Gunnar Björn Gunnarsson, f. 1976, framkvæmdastjóri. Systkini: Rakel, f. 1980, og Sindri Freyr, f. 1996. Foreldrar: Styrgerður Fjeldsted, f. 1961, hús- freyja, og Jóhannes Héð- insson, f. 1961, sjómaður. Þau búa á Patreksfirði. Guðrún F. Jóhannesdóttir 30 ára Jóna Björk ólst upp á Akureyri, býr í Reykjavík, var að ljúka MSc.-prófi í næringar- fræði frá HÍ og er nú í fæðingarorlofi. Maki: Bjarki Kristinsson, 1982, kerfisstjóri hjá Ad- vania. Synir: Adam Ingi Bjarka- son, f. 2012, og Viktor Sölvi Bjarkason, f. 2014. Foreldrar: Viðar Jónsson, f. 1962, og Eydís Jóhann- esdóttir, f. 1963. Jóna Björk Viðarsdóttir 40 ára Þorvaldur ólst upp í Borgarnesi, býr í Kópa- vogi, lauk sveinsprófi í húsasmíði frá FB og er húsasmíðameistari. Maki: Stefanía Anna Þórð- ardóttir, f. 1975, skrif- stofumaður. Börn: Katrín Friðmey, f. 1999, Elísabet Freyja, f. 2001, og Flosi Freyr, f. 2011. Foreldrar: Sigurður Geirs- son, f. 1950, og Guðríður Þorvaldsdóttir, f. 1952. Þorvaldur Geir Sigurðsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón KOLAPORTIÐ kolaportid.is Einstök stemning í 25 ár Opið laugardaga og sunnu daga frá kl. 11-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.