Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Dagurinn í dag er hagstæður fyrir fjármálaviðskipti. Annars áttu á hættu að sjá ekki skóginn fyrir trjám. 20. apríl - 20. maí  Naut Áfangar í vinnu létta þér lund. Notaðu tímann þinn til að kynna þér þau mál sem snerta nútíðina svo ekkert geti komið þér á óvart úr þeirri áttinni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt margir eigi sér sama takmark geta leiðirnar að því verið margvíslegar. Láttu engan þvinga þig til samkomulags heldur láttu í þér heyra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú nýtur meiri athygli en þú átt að venjast og ættir því að leggja aukna rækt við útlit þitt. Hlustaðu á hjarta þitt því þar er svörin að finna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur verið á þeytingi um allt fyrir alla aðra nema sjálfan þig. Reyndu að út- skýra þín mál vel fyrir fólki svo að engar ranghugmyndir komist á kreik. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú grípur til aðgerða, sérstaklega þeirra sem kosta einhver fjárútlát. Nú á það fornkveðna við: að hika er sama og tapa. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í nýjum hugmyndum felast oft gömul sannindi. Þú ert gæddur ríkri ábyrgðar- tilfinningu og þér lætur vel að vera í for- ystu. Á miklu ríður að þú veljir verkefni við hæfi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er notalegt að eiga sam- skipti við fólk sem hugsar á sömu nótum. Athugaðu þá hvort eitthvað er bogið við þær aðferðir sem þú notar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fjármálin þurfa aðgæslu við svo að þú ættir að halda útgjöldunum niðri eins og frekast er kostur. Gott er að vera full- komlega afslappaður og horfa á úr fjarlægð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er öllum nauðsynlegt að vera út af fyrir sig svona endrum og sinnum. Haltu þínu striki, þrátt fyrir alla áhættu (höfnun og allt það). 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú byrjar með endann í huga, sem er besta leiðin til að ráðast á mögu- legar neikvæðar hugsanir. Taktu þér pásu seinnipartinn og einbeittu þér að fallegustu draumsýn sem þú getur hugsað þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Haltu þig við jörðina og þá verða engin ljón á veginum. Fljótfærni í þeim efnum getur reynst afdrifarík. Greint var frá því í liðinni vikuað ferðamaður í Róm á Ítalíu, sem var staðinn að verki við að rista upphafsstafi sína á vegg í Colosseum-hringleikahúsinu, hefði verið dæmdur til þess að greiða 20.000 evrur í sekt, um þrjár millj- ónir króna. Maðurinn var auk þess dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi. x x x Í sömu viku voru framin eigna-spjöll á styttu Jóns Sigurðs- sonar á Austurvelli samfara mót- mælum fámenns hóps á svæðinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði við Morgunblaðið að vitað væri hverjir hefðu krotað á styttuna en málið væri ekki rannsakað sem lögbrot. x x x Það er sitthvað Ítalía eða Íslandog þótt Víkverji sé ekki ref- siglaður efast hann um að linkind gagnvart skemmdarvörgum auki aga og virðingu fyrir umhverfinu. Þvert á móti er líklegra að skemmdarvargar færi sig upp á skaftið og gangi eins langt og þeir mögulega geta án þess að verða refsað fyrir, jafnvel aðeins lengra. x x x Að léttara efni. Fréttablaðiðgekk í vatnið í vikunni og birti frétt á forsíðu sem var uppspuni frá rótum. Daginn eftir var sagt í leiðréttingu að fréttin hefði verið röng! Þetta minnir Víkverja á „fréttir“ á Baggalúti, en munurinn er samt sá að þar vita lesendur að málin eru til gamans gerð, þó oft sé í þeim töluverður broddur. x x x Nýlega sagði Baggalútur tildæmis frá því að talsmaður stjórnarráðsins hefði brugðist ókvæða við harðri gagnrýni á upp- sagnir 18 ræstingakvenna. „„Hér er allt vaðandi í aðstoðarmönnum, sem gera ekkert annað en að hanga á facebook og bora hver í annars nef alla daga. Þetta lið er fullfært um að grípa í klósett- bursta og skrúbba upp eftir sig kaffiblettina. Skárra væri það nú“.“ víkverji@mbl.is Víkverji Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. (Sálmarnir 16:11) Pétur Stefánsson skrifaði í Leir-inn fyrir nokkrum dögum að hann hefði rekist á þessar limrur í vísnabunkanum sínum. – „Fyrri limran er auðvitað um Sigrúnu okkar,“ segir hann: Hvort sem er bjartviðri og blíða, brjálæðis frost eða þíða, og jafnvel í hríð við hesthús ég bíð til að sjá hana Sigrúnu ríða. Frænkurnar Svala og Svandís, Sveinbjörg og Guðríður Branddís, Þórhildur Erla og Ísgerður Perla eru sólgnar í kaffi og kandís. Það gaf Fíu á Sandi tilefni til lítillar limru: Hann er einstakur alveg hann Pétur og ánægju í forgang hann setur, víst er um það, samt vona ég að hann verði ekki úti, í vetur. Þann 25. nóvember skrifaði Pétur Stefánsson: „Konan ætlar að elda sérdeilis góða máltíð í kvöld, saltfisk og saltað selspik, það gerist ekki betra“. Hresstur er ég hér á bæ, hungrið seð ég skæða, selspik bæði og saltfisk fæ seinna í dag að snæða. Jón Ingvar Jónsson leit þannig á málin: Minn kvöldverð með kryddi og sméri kannski ég fyrir mig beri þótt reyndar sé miður að renn’onum niður, rassgarnarenda af meri. Ekki fór hjá því að það rifjaðist upp fyrir mér gömul limra eftir Jó- hann Hannesson þegar hér var kom- ið: Þegar hvergi fæst salt kæst né sigið, né sést upp við réttarvegg migið, þegar öll fæða er dóssett og alls staðar klósett er örlagavíxlsporið stigið. Best gæti ég trúað því að Hösk- uldur Búi hafi sjómannsblóð í æðum: Stundum virðist stefnan greið, straumur fleyið burt vill draga. Ef augnablik þú berst af leið best er áttir fljótt að laga. En Fía á Sandi lætur sér fátt um finnast: Oft eru herrarnir hylltir þó hafi þeir reynst eitthvað spilltir, afsaka þá oftastnær má, þeir voru svo áttvilltir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fleiri limrur og kæst eða sigið Í klípu „EF ÞÚ ERT GRAFKJURR, GET ÉG NÁÐ ÖLLUM FIMM HOLUNUM Í EINU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FÆ ÉG AÐ REYNA AFTUR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ...þegar það byrjar að hitna í kolunum! ÉG ER MEÐ HÁLSBÓLGU ÞANNIG AÐ... VOFF VOFF OG... EKKI HRÆDDUR ÞAÐ ER SVO MIKILVÆGT AÐ GEFA SÉR TÍMA TIL ÞESS AÐ FINNA BLÓMAILMINN... SÉRSTAKLEGA ÞEGAR ÞÚ ÞVÆRÐ FÖTIN HANS PABBA ÞÍNS!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.