Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Ferðamönnum til Þingvalla hefur á tíu árum fjölgað um 77% en árið 2004 voru þeir 332 þúsund. Gert er ráð fyrir 588 þúsund ferðamönnum til Þingvalla í ár. Gríðarlega hefur fjölgað þeim ferðamönnum sem heimsækja Þingvelli yfir dimmustu vetrar- mánuðina; jan- úar, febrúar, nóv- ember og desem- ber. Þannig er áætlað að þeir hafi verið um 21 þúsund árið 2004 en 71 þúsund árið 2013, sem er fjölgun upp á 238%. Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjón- ustunnar gerðu í sumar könnun meðal ferðamanna á Þingvöllum og kynntu niðurstöður sínar í gær þar sem þetta kemur fram. Gróðurinn lætur á sjá Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, segir að þessi mikla fjölgun hafi að sjálfsögðu áhrif á þjóðgarðinn. „Það sér veru- lega á gróðrinum. Eftir sumarið er mosinn við gjábarma farinn að láta verulega á sjá og þetta mun taka mjög langan tíma að gróa. Sumir tala um áratugi, aðrir jafnvel hundrað ár.“ Þrátt fyrir þetta mikla álag á þjóð- garðinn segir Ólafur að garðurinn og starfsfólk hans ráði vel við þennan fjölda. „Við fengum fé til fram- kvæmda og við sjáum loksins fram á bjartari tíma.“ Séu niðurstöðurnar úr rannsókn- inni skoðaðar má sjá að töluverður munur var á upplifun gesta af álagi á náttúru Þingvalla. Rétt um þriðjung- ur Íslendinga taldi að náttúra Þing- valla væri undir miklu álagi ferða- manna en aðeins 4% erlendra gesta töldu svo vera. Þriðjungur Íslendinga, eða 33%, var samþykkur því að reist yrði hótel á staðnum en minni áhugi var meðal erlendra ferðamanna. Mikill meiri- hluti Íslendinga var á því að á Þing- völlum ætti að vera veitingastaður eða 68%, en eins og flestum er kunn- ugt brann Hótel Valhöll 2009. Hótel á ekki erindi „Það eru mörg hótel í hálftíma akstursfjarlægð og enn fleiri í fjöru- tíu mínútna fjarlægð. Það er ljóst að fólk kann að meta grunngildi þjóð- garðsins, náttúrufar, sögu og ásýnd, fegurð og menningarverðmæti. Það telja greinilega flestir að hótel eigi ekki erindi í þjóðgarðinn. Það finnst mér merkilegt og hjálpar okkur að taka ákvarðanir um framtíðina.“ Hann segir að erlendir kollegar sínir ráðleggi sér að byggja ekki hót- el. „Það eru frárennslisvandamál, rask og hávaði og ljósmengun. Og næturgestir geta verið fjörugir,“ segir Ólafur Örn og hlær . Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölgun Ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fjölgun sem hefur áhrif  77% fleiri ferðamenn á Þingvöllum Þingvallarannsókn » Niðurstöðurnar byggjast á þremur könnunum RRF; meðal brottfararfarþega, símakönnun og vettvangskönnun á Þing- völlum í sumar. » Hún var gerð frá síðari hluta maí og fram í byrjun sept- ember. » Tveir spyrlar RRF fóru í tólf skipti til Þingvalla á tímabilinu og voru þar að jafnaði fimm klukkustundir í senn. Ólafur Örn Haraldsson Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Með áframhaldandi forgangsröðun í þágu heilbrigðisþjónustunnar mun tækjakostur á Landspítalanum komast í gott horf innan fárra ára. Þetta segir Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítala. Samhliða fagnar hann því að aukin framlög skuli hafa verið sett í hönnun nýs Land- spítala. Segir hann að það 875 millj- óna króna framlag sem fjárlaga- nefnd tilkynnti í gær að ætlað væri til hönnunar spítalans í samræmi við áætlanir um að hann muni rísa 2020-2021 verði til þess að áætlanir standist. Áður höfðu verið settar 70 milljónir til hönnunarinnar í fjár- lögum 2015. Reksturinn styrktur „Þetta er í samræmi við áætlanir eins og búið var að setja þær upp um að byggingarnar verði byggðar 2020-2021. Það er frábært,“ segir Páll. Hann segir tækjakaupaáætlun einnig skipta miklu. „Það er verið að setja 1.200 millj- ónir til tækjakaupa og með þessu áframhaldi munu tækjamál spítal- ans komast í gott lag á næstu árum. Svo er reksturinn styrktur í ofaná- lag. Þótt við verðum áfram að sýna aðhald, þá gerir þetta fé það að verkum að við getum tekið upp nýja hluti og má þar sérstaklega nefna rekstur skurðþjarka (róbóta),“ segir Páll. Hann segir samanlögð framlög í þágu tækjakaupa, rekstrar og ný- bygginga sýna skýra forgangsröðun í þágu spítalans. „Við erum mjög ánægð með það að heilbrigðisþjónustan skuli fá hljómgrunn í áætlunum næsta árs,“ segir Páll Matthíasson að endingu. Forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu  Forstjóri LSH segir tækjakost komast í gott horf með sama áframhaldi  Fé til hönnunar gerir áætlanir raunhæfar Morgunblaðið/Þórður Rætt um spítala Félagasamtökin Spítalinn okkar stóðu í gær fyrir mál- þingi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á myndinni má sjá Dag B. Eggertsson borg- arstjóra og Pál Matthíasson, forstjóra Landspítalans, á fremsta bekk. Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu við það í gær að setja upp Oslóartréð á Austurvelli. Kveikt verður á jólaljósunum næstkom- andi sunnudag kl. 15:30 og við tek- ur skemmtidagskrá til kl. 17. Tréð er gjöf Oslóarborgar til Reykvík- inga og var fellt á dögunum við Öst- marka í Osló. Þetta er í 63. skipti sem Norðmenn gefa Reykvíkingum jólatré. Hefur athöfnin markað upphaf jólahalds í borginni. Oslóartréð sett upp á Austurvelli Morgunblaðið/Ómar Kveikt á trénu í 63. skiptið Félagsbústaðir Reykjavíkur áforma að fjár- festa í félags- legum íbúðum fyrir 13,5 millj- arða króna á næstu fimm ár- um. Fjölga á íbúðunum um 500 á þessu tímabili, eða til ársins 2019. Gert er ráð fyrir að ríki og borg leggi fram um 30% í eigið fé. Þegar hefur verið óskað eftir formlegum viðræðum við fé- lags- og húsnæðismálaráðherra um þátt ríkisins. Félagslegar íbúðir fyrir 13,5 milljarða Hæstiréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms yfir móðurfélagi Síldar og fisks og Matfugls, Langasjó, og staðfesti 80 milljóna króna sekt Samkeppniseftirlitsins á félagið. Eru félögin sektuð fyrir „ólögmætt lóðrétt samráð félaganna við Bónus um smásöluverð og afslátt af því í verslunum Bónuss“, eins og segir í dómnum. Árið 2010 gerði Sam- keppniseftirlitið sátt við Haga og sex kjötvinnslufyrirtæki vegna for- verðmerkinga á kjötvörum. Fyrir- tækin tvö neituðu hins vegar að sættast á sinn hluta málsins. Sektin sem héraðsdómur felldi úr gildi en Hæstiréttur sneri síðan við í gær var ákvörðuð 2011. Lóðrétt samráð kostaði 80 milljónir Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Leon Baptiste fyr- ir tilraun til manndráps. Baptiste stakk annan mann með hnífi í hjartastað undir áhrifum kanna- biss. Munaði aðeins nokkrum senti- metrum að bani hlytist af, eins og kemur fram í dómi Hæstaréttar. Saksóknari áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og vildi að refsing Baptistes yrði þyngd. Á það féllst Hæstiréttur ekki. Fimm ár fyrir tilraun til manndráps

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.