Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2014 Fyrir rúmum 15 ár- um, 10. september 1999, birtist í Morgun- blaðinu grein sem ég skrifaði undir þessari fyrirsögn. Ég benti á að ríkið, þjóðin öll er eigandi að landinu sem mestur hluti flugvall- arins er á. Við lok stríðsins afhentu Bret- ar íslensku þjóðinni flugvöllinn ásamt öll- um þeim mannvirkjum sem honum tilheyrðu. Þá þegar höfðu stórhuga arkitektar og verkfræðingar mik- inn áhuga á að byggja fyrirmyndar borg á flugvallarsvæðinu. Þá datt engum í hug að leggja niður innan- landsflugið, svo að sjálfsögðu væri skylda þeirra að byggja á eigin kostnað, að öllu leyti, sambæri- legan flugvöll með öllu tilheyrandi, sem allir viðkomandi aðilar sættu sig við, áður en hróflað yrði við Reykjavíkurflugvelli. Flestir vissu þá, og vita enn, að þetta er útilokað. Mikið mannvirki Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var hinn 20. ágúst 1942 úr þýskri njósna- flugvél, má sjá hvað Reykjavíkurflugvöllur er mikið mannvirki. Aðeins 27 mánuðum áður var þar aðeins malarborin flugbraut fyrir smá flugvélar. Dökku fern- ingarnir á miðri myndinni voru kartöflugarðar sem fólk leigði frá borginni. Fram yfir 1950 bjó fólk í mörgum kartöfluskúrum. Hægra megin, neðst á myndinni er Klepp- ur, og þar fyrir ofan Vatnagarðar, með flugskýlinu og brautinni fyrir sjóflugvélar. Nú er skýlið á Hnjóti á Vestfjörðum og Sundahöfn á öllu svæðinu. Svona man ég vel Reykjavík á stríðsárunum. Þjóðarvilji Það er staðreynd að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki að neitt verði gert sem gæti á nokk- urn hátt truflað eða skaðað neitt af þeirri starfsemi sem nú er á flugvallarsvæðinu. Árið 1999 fékk ég þær upplýs- ingar, að árið áður, 1998, komu og fóru rúmlega 440 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll. Gerum dæmið auðveldara og reiknum með að á einu ári væru þeir „aðeins“ fjögur hundruð þúsund, sem þyrftu að fara eða koma með flugi um Keflavíkurflugvöll. Nú, í nóv- ember 2014, kostar far með rútu aðra leiðina 1.950 kr. eða 3.900 kr. báðar leiðir. Fjögur hundruð þús- und sinnum það, eru samtals 1.560.000.000 kr. Fimmtán hundr- uð og sextíu milljónir króna á ári yrði aðeins þessi eini aukakostn- aður. Ætla má, að með öllu tæki ferðin á milli Reykjavíkur og Keflavíkur minnst klukkutíma. Þá þarf að bæta við útgjöldin 800.000 klukkutíma auknum ferðatíma á ári eða sem svarar til 20 þús. glat- aðra vinnuvikna, á meðan eknir eru 32 milljónir farþegakílómetra (þ.e. 1 farþegi = 1 km.) Hér er að- eins nefndur einn auka-útgjalda- liður fyrir farþega í eitt ár miðað við minni fjölda flugfarþega en fyr- ir 16 árum. Þá fékk ég þær upp- lýsingar, að á Reykjavíkurflugvelli störfuðu um eitt þúsund manns, beint og óbeint við farþegaflugið, auk landhelgisgæslunnar, alþjóða-flugumferðarstjórnar og allrar starfsemi í sambandi við Fluggarða. Ekki mundi missir allr- ar þeirrar atvinnustarfsemi bæta hag Reykvíkinga. Nú er öldin önnur! Fólkið sem Reykvíkingar treystu best, í síð- ustu kosningum, til að vinna að hagsmunamálum höfuðborg- arinnar, og þjóðarinnar allrar, hef- ur í mörg ár, undir forystu sjálfs borgarstjórans unnið ötullega að eyðileggingu flugvallarins, og nú síðast skapað sér vinnufrið við þá iðju mánuðum saman með því að plata stjórnvöld til að samþykkja að skipa launaða nefnd „sérfræð- inga í flugvalla-plássaleit“ við að leita með logandi ljósi að „heppi- legu plássi“, sem hann ætlar að byggja á fullkominn flugvöll, ásamt neyðarbraut fyrir Keflavíkurflugvöll (í stað braut- arinnar sem hann er nú þegar bú- inn að gefa verktökum heimild til að eyðileggja). Við þann nýja flug- völl yrði að sjálfsögðu að vera full- komin flugstöð, sem yrði að öllu leyti sambærileg við Reykjavík- urflugvöll á allan hátt. En hvernig væri, ef ríkisstjórnin bæði borgarstjórann að leyfa okk- ur að nota flugvöllinn áfram og biðja athafnamennina, vini sína, að hjálpa þjóðinni að byggja Land- spítala fyrir hluta af kostnaðinum við byggingu flugvallarins og flug- stöðvarinnar ? Eftir Óskar Jóhannsson » Árið 1999 fékk ég þær upplýsingar, að árið áður, 1998, komu og fóru rúmlega 440 þús- und farþegar um Reykjavíkurflugvöll. Höfundur er fyrrverandi kaupmaður í Reykjavík. Óskar Jóhannsson Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál Reykvíkinga Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Reykjavíkurflugvöllur Myndin er tekin 20. ágúst 1942 úr þýskri njósna- flugvél. Á henni sést vel hvað Reykjavíkurflugvöllur er mikið mannvirki. X E IN N IX 14 10 00 1 Kíktu við að Fosshálsi 1 í Reykjavík og skoðaðu fallega og skemmtilega öðruvísi gjafavöru frá BoConcept. HAUSTÚTSALA 25-50% afsláttur af fallegri gjafavöru frá BoConcept! Jól 2014 Opið virka daga 10-18 og laugardag 11-17 Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Tékkneskur 72 ára kvæntur karl- maður óskar eftir pennavini/vinum. Áhugamál hans eru meðal annars landafræði, íþróttir, músík, hann safnar mynt og stimpluðum póst- kortum líka. Honum er sama um aldur, kyn og trú þeirra sem vilja skrifast á við hann. Áhugasamir sendi til: Zdenek Texl NA Zavadilce 783 55101 Jaromer Czech Republic. Pennavinur Póstkort Enn eru þeir til sem finnst gam- an að fá póstkort inn um lúguna hjá sér. Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.