Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.11.2014, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2014 Afmælisdagurinn verður bara eins og lífið mitt, skemmtilegóvissuferð, en ég býst við að strákarnir mínir eldi góðan mathanda mér. Að öðru leyti læt ég daginn koma mér á óvart,“ segir Sigríður Lárusdóttir lífeindafræðingur og meðferðardáleiðir. Synir hennar eru Þráinn Gunnlaugur Þorsteinsson, f. 1988, Steinar Þorsteinsson, f. 1990, og Lárus Helgi Þorsteinsson, f. 1997. Sigríður vinnur á Vefjarannsóknastofunni ehf. og starfar einnig sjálfstætt við dáleiðslu.„Ég fæ í meðferð til mín fólk á öllum aldri og hjálpa þeim að finna lausn við ýmiss konar vanda og vinna með styrkleika sína.“ Sigríður er einnig með framhaldspróf í klassískum söng og hefur mestmegnis sungið með kórum en er þó ekki í neinum kór eins og er. Sigríður stundar mikið útivist og hreyfingu. „Ég ferðast gjarnan á sumrin um á ferðamótorhjóli. Þá er tjaldið sett aftan á og haldið af stað. Það fer síðan eftir veðri og vindum hvert farið er. Á veturna tek ég svo fram svig- og gönguskíðin. Ég er einnig með sportkafara- réttindi og er í Sportköfunarfélagi Íslands. Það hefur orðið mikil fjölgun kvenna í köfuninni og sögulegur kafli varð í sportinu um daginn þegar jafn margar konur og karlar voru í einni ferðinni. Ég reyni að komast um hverja helgi í köfunarferð, komst reyndar ekki um síðustu helgi en um næstsíðustu helgi fór ég í tvær ferðir, í Davíðsgjá í Þingvallavatni og í Garði á Reykjanesi, en þar er mjög vinsælt að kafa. Í ágúst dvaldi ég svo í tólf daga í köfunarsetri í Sardiníu, það var afmælisferðin mín.“ Sigríður Lárusdóttir er fimmtug í dag Afmælisbarnið Sigríður í gönguferð við Helgufoss í Mosfellsdal. Kafar um nær hverja helgi Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Eygló Sigurliðadóttir og Birgir Pálsson eiga í dag, 28. nóvember, 50 ára brúðkaups- afmæli. Þau hafa rekið veit- ingahús og veisluþjónustu Skútunnar í 40 ár ásamt þremur sonum sínum sem sjá nú um reksturinn undir nafn- inu Veislulist Skútan. Þau fagna tímamótunum með fjölskyldu og sjö barnabörn- um. Árnað heilla Gullbrúðkaup Reykjavík Esja Dagný Sol Jóhanns- dóttir fæddist 15. janúar 2014 kl. 10.13. Hún vó 3.750 og var 54 cm löng. Foreldrar hennar eru Erika Noemí Daníelsson og Jóhann Daníelsson. Nýir borgarar E inar fæddist í Vatns- horni í Skorradal 28.11. 1939, ólst þar upp við öll almenn sveitastörf á blönduðu búi og átti þar heima fram yfir tví- tugt: „Þetta þótti afskekkt á þeim tíma, enginn akvegur til okkar, ekk- ert rafmagn og enginn sími fyrr en 1948. Heyvinna var fyrst engöngu með orfi, ljá og hrífu en síðan komu nú sláttuvélar og rakstrarvélar fyrir hesta. En þetta var samt góð sveit. Fólk- ið komst bærilega af og mannlífið þarna var friðsælt og ánægjulegt.“ Einar lærði að lesa og draga til stafs heima hjá sér en var auk þess í farskóla nokkrar vikur á ári: „Skóla- námið var hvorki mikið né langt en ég held mér hafi ekkert orðið meint af því. Ég tel mig þó hafa verið heppinn með farskólakennara. Hann hét Sig- urður Jónsson, stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri og kenn- araskólagenginn, stórgáfaður og skemmtilegur maður, gaf út ljóða- bækurnar Sandfok og Rætur og mura og var annálaður hrossarækt- andi. Það eru til mörg afburða hross í dag sem rekja má til hrossaræktar hans.“ Þegar Einar hleypti heimdrag- anum fór hann á hesti norður í Húnavatnssýslu og starfaði einkum við hestatamningar. Hann var auk þess í almennri vinnumennsku, vegavinnu, starfaði við sláturhús, var í fiski á Akranesi og starfaði hjá Hval hf. í Hvalstöðinni. Einar og kona hans hófu búskap á Mosfelli í Svínavatnshreppi 1965 og voru þar með blandað bú til 1997. Einar Höskuldsson tamningamaður 75 ára Hestamaðurinn Hestar hafa alla tíð verið líf og yndi Einars. Hann hefur sinnt hestum allan sinn starfsferil. Dáir hesta og forystufé Hjónin Einar og Bryndís, fyrrv. matráðskona. Myndin var tekin um 1970. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón www.pethead.is | Umboðs og Heildverslun Petco ehf | petco@petco.is Þú færð Pethead vörurnar í öllum betri gæludýraverslunum. Pethead De Shed Me Rinse: De Shed Rinse er Shampoo og næring sem gefur ilmandi góða lykt af dýrinu og kemur í veg fyrir ótímabært hárlos! Inniheldur meðal annars lífræna kókosolíu. Pet Head Oatmeal Shampoo: Pet Head Oatmeal Shampoo og næring er 100% náttúrulegt sem unnið er úr Aloe Vera og höfrum. Fullkomið fyrir dýrið þitt. Pet Head White Party: Pethead White Party inniheldur meðal annars Argan olíu sem nærir og styrkir feldinn ásamt því að veita raka og gera feldinn bjartari og líflegri. Pet Head Dirty Talk Shampoo og hárnæring: Dirty Talk er varan sem eyðir sterkri lykt af hun- dinum þínum og gefur mildan og frábæran ilm sem endist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.