Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Qupperneq 40
Tíska *Sænska verslunarkeðjan H&M ætlar, hinn6. nóvember næstkomandi að gefa útstóra og fallega myndabók með yfirlits-myndum af verkum stórra tískuhúsa semhannað hafa línur fyrir verslunarkeðjuna.Bókin verður í takmörkuðu upplagi ogkemur sama dag og hönnuðurinn Alexand- er Wang frumsýnir línu sína fyrir versl- unarkeðjuna. H&M gefur út myndabók H var kaupir þú helst föt? Ég kaupi eflaust langmest í Zöru hvort sem það er hér á landi eða erlendis og held mikið upp á & Others Stories og COS. Þar fyrir utan er búðavalið mjög fjölbreytt og ég kaupi bara það sem mig langar í sama hvaðan það er. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Þegar ég var yngri var tískuhúsið Balmain í miklu uppáhaldi en núna get ég ekki gert upp á milli Pheobe Philo, Isabel Marant, Al- exander Wang og Stellu McCartney. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Ég man ekki eftir neinni í augnablikinu en fannst þó ótrúlega gaman að labba Rodeo Drive og kíkja í fínu búðirnar þar. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Þau hafa verið ófá enda tekið ýmis tímabil. Ég var stórglæsileg 16 ára skinka sem átti kort á ljósastofu og fór úr á lífið í skærbleikum náttkjól úr H&M, ætli það hafi ekki verið það versta. Hvaða tískublöð eða tískublogg lest þú? Ég les mikið dönsk blöð eins og Costume og Cover en þar fyrir utan glugga ég í öll þessi helstu og NUDE Magazine fer aldrei framhjá mér. Þegar kemur að bloggum þá fylgist ég náið með Pernille Teisbæk og mörgum bloggurum, fyrirsætum og öðrum flottum tískufyrirmyndum á instagram. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Eitthvað sem gerir húðina fallega. Persónulega gæti ég ekki verið án Chanel Tan de Soleil og nota það óspart allan ársins hring. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Ég keypti mér Céline-sólgleraugu í byrjun sumars sem hafa ekki farið að nefinu á mér síðan. Mér þætti óþægilegra að vera án þeirra en símans. Hvaða vetrartísku ætlar þú að tileinka þér? Það er fátt þægilegra en þykk prjónapeysa og hvað þá prjóna- buxur í stíl. Haustlitirnir heilla mig alltaf og ég get keypt mér endalaust af yfirhöfnum svo þykkur shearling-jakki og ný kápa verða þær yfirhafnir sem ég mun bæta við í skápinn þetta haustið ásamt helling af prjónuðu. Hver var fyrsta hönnunarflík sem þú keyptir þér? Givenchy Pandora taska sem ég keypti í einhverju óðagoti í London. Skyndikaup en mögulega ein þau bestu enda hef ég notað hana óspart. Hvað heillar þig við tísku? Tíska gleður mig, það er gaman að fylgjast með henni þróast og breytast með hverri árstíðinni sem og að sjá fólk túlka hana á mismunandi vegu. Fallegar flíkur og fylgihlutir eru listaverk. FALLEGAR FLÍKUR OG FYLGIHLUTIR ERU LISTAVERK Rakel Matthea heillast af haustlitunum og ætlar að fá sér nokkrar prjóna- flíkur fyrir veturinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaman að fylgjast með tískunni þróast RAKEL MATTHEA DOFRADÓTTIR HEFUR LENGI HAFT ÁHUGA Á TÍSKU. RAKEL STUNDAR NÁM Í MARGMIÐLUN VIÐ MARGMIÐL- UNARSKÓLANN EN SAMHLIÐA NÁMI STARFAR HÚN SEM TÍSKU- RITSTJÓRI VEFTÍMARITSINS NUDE MAGAZINE. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Rakel versl- ar mest í Zöru. Fallega Pandora taskan frá Givenchy. Rakel segir óþægilegra að vera án sólgler- augnanna sinna en símans. Fallegt prjóna- sett úr vetrar- línu Stellu McCartney. Rakel segist ekki geta verið án Chanel Tan de Soleil. Rodeo Drive í Beverly Hills.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.