Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Side 49
2.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Fordómar og gagnrýnin hugsun Þær hafa fengið að heyra að hvítt fólk ætti ekki að vera að spila reggí. „Það el- ur á fordómum að ætla enn þann dag í dag að tengja tónlist við kynþátt,“ segir Steinunn og þeim finnst að það eigi yfir höfuð ekki mikið að vera að tala um fólk út frá kynþætti. Þær segja þessa fordóma sem betur fer ekki áberandi. „Ég er sjálf alin upp við algjört fordómaleysi og það mótar mann mjög mikið,“ segir Steinunn. Náttúruvernd er eitt mikilvægasta málefnið í samtím- anum, segir Salka og víkur talinu aftur að nýja laginu „Gaia“. „Það er mikill boð- skapur í þessu lagi en það er samt ekki verið að öskra hann. Ég vona að þetta höfði til yngri kynslóðarinnar,“ segir hún. Þær segja reggí góða leið til að koma skilaboðum til skila, þar er hefð fyrir pólitískum textum. Textarnir eru einlægir og virka best þannig. Sölku finnst sérstaklega mikilvægt að tileinka sér gagnrýna hugsun. „Það er svo mikil mötun í samfélaginu. Það er alltaf verið að troða einhverju ofan í okkur; hvað við eigum að gera og hvernig við eigum að vera.“ Steinunn tekur undir og segir mik- ilvægt að átta sig á hvaðan upplýsingar komi og kunna að greina þær. Þetta er áreiðanlega satt því magn aðgengilegra upplýsinga hefur aldrei verið meira. „Það er fólk sem fær borgað fyrir að móta skoðanir okkar,“ segir Steinunn. „Og við þurfum að vera meðvituð um það,“ segir Salka. „Ég vona að næsta kynslóð verði með gagnrýnni hugsun en sú á undan. Ég er alin upp við það að gleypa ekki við hlut- unum,“ segir Salka og hefur uppeldið greinilega skilað sér. Reggí er allra Hljómsveitin fékk mikinn innblástur þegar hún heimsótti Rototom Sunsplash, stóra reggíhátíð á Spáni síðsumars þar sem mörg þekkt nöfn úr bransanum tróðu upp. Sveitin komst þar í samband við tónlistarmanninn Collie Buddz og aldrei að vita nema eitthvað komi út úr því. Þær segja að upprisa reggísins sé greinileg. „Reggí er allra,“ segja þær. Gnúsi, Salka og Steinunn sömdu text- ann við „Hossa, hossa“ saman. Steinunn er annars mikið í textagerðinni ein og ásamt Gnúsa og segir hún þá koma nátt- úrulega. Textarnir eru einfaldir og einlæg- ir og hæfa tónlistinni. Reggíið er þekkt fyrir friðar- og sameiningarboðskap, auk pólitískra texta. Steinunn vinnur hjá Borgarleikhúsinu en Salka er útvarpskona á Rás 2 eins og áður segir. Hún rifjar upp aðdraganda þess. „Ég frétti af því að það vantaði af- leysingar á Rás 2 svo ég fór og hitti Frank dagskrárstjóra til að sannfæra hann um að ég væri manneskjan í þetta,“ segir hún en það tókst greinilega og öruggt að Frank Hall sér ekki eftir því en Salka virðist vera algjört náttúrutalent í útvarpi. Hún segist alltaf hafa verið mikil Rásar 2-manneskja og það hafi verið gaman að vinna með Dodda litla. Stressið var við völd fyrst og ákveðin hræðsla við mistök gerði vart við sig en svo áttaði hún sig á því að það gat enginn ætlast til þess að hún kynni þetta 100% frá fyrstu mínútu. „En um leið og ég tamdi mér að vera algjörlega einlæg leið mér vel,“ segir Salka. Platan Heyrðu mig nú kemur út 6. nóvember bæði á vínyl og geisladiski. Framundan er annasamur tími hjá sveit- inni, sem er að fara að taka þátt í Ice- land Airwaves þannig að reggíið heldur áfram gleðja í skammdeginu. Eins og seg- ir í „Hossa, hossa“: „Boom biddi bæ fyrir dansana, dansarana og dansvana,/boom nirrí bæ það er AmabAdamA engin leið að stansa’hana.“ Salka Sól og Steinunn segja reggí góða leið til að koma skilaboðum til skila, þar er hefð fyrir pólitískum text- um. Textarnir eru einlægir og virka best þannig. Morgunblaðið/Kristinn Lag: Gnúsi Yones Texti: Steinunn Jónsdóttir Á hverjum degi kvikna ljós, drýpur dögg af nýútsprunginni rós, fiskimenn róa til sjós. Fiskimenn róa til sjós. Er kvöldar og dagsbirtan dvín, fólk hættir vinnu og heldur heim til sín, á borð borinn matur og vín, í fjarska óma tónar úr mandólín. Eins er vegur allra inn í lífið og söm er leiðin út. Þó að á misjöfnu börnin þrífist ætti enginn að lifa við sút. Á hverjum morgni milljón ljós kvikna, á hverju kvöldi milljón fjara út. Sýnum hvert öðru virðingu ósvikna svo enginn þurfi að lifa í sorg og sút. Lítum í eigin barm og hættum aðra að fordæma, sáum heldur ást í garð okkar afkvæma. Hvernig er hægt að þekkja náunga sinn ef manninum hefur aldrei verið boðið inn? Þó við temjum okkur misjafna siði, séum ekki eins, erum við öll af sama sniði. Vinnum nú saman að æðra markmiði, verum góð við hvert annað og lifum í friði. Eins er vegur allra inn í lífið og söm er leiðin út. Þó að á misjöfnu börnin þrífist ætti enginn að lifa við sút. Á hverjum degi kvikna ljós, drýpur dögg af nýútsprunginni rós, fiskimenn róa til sjós. Fiskimenn róa til sjós. Á hverjum morgni milljón ljós kvikna, á hverju kvöldi milljón fjara út. Sýnum hvert öðru virðingu ósvikna svo enginn þurfi að lifa í sorg og sút. Mannsháttur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.