Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Side 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.11.2014, Side 57
Þegar Birta er spurð að því hvort hún hafi fylgst um skeið með þessum listamönnum sem hún valdi inn á sýninguna, eða hvort hún hafi uppgötvað þá fyrir hana, segir hún það vera hvort tveggja. „Nokkra þeirra þekkti ég og hef fylgst með en aðra fann ég þegar ég var að und- irbúa sýninguna, mér til gleði. Ég komst að því að fleiri voru að mála fígúratíft en ég vissi áður um.“ – Hvað með sérkenni eða sameiginleg þemu hjá listamönnunum, annað en að mála? „Ég var forvitin um það og fór þá leið að hengja sýninguna svona upp, og blanda verkunum á litríka veggina,“ segir Birta. „Eins og þú sérð tala verkin saman, þvers og kruss, og betur og meira en maður hefði ímyndað sér. Því þetta eru í grunninn ólíkir málarar sem notast við ólíkar aðferðir, myndefnið er ólíkt og fjölbreytilegt, en í þessari innsetningu verða til endalaus sam- töl, milli verka og milli veggja. Bæði hvað varðar litaval og þemu má sjá endurtekin at- riði birtast í verkum þessara annars ólíku listamanna. Það finnst mér mjög áhugavert.“ Og máli sínu til stuðnings bendir hún á liti sem endurtaka sig í verkum en einnig form og hluti. Arkitektinn og sýningarstjórinn tekur af- gerandi afstöðu í breytingunni á þessum sal sem yfirleitt er hvítmálaður. „Já, mér finnst mikilvægt að á sýningum fái rýmið að taka mikinn þátt, og í raun hjálpa sýningunni,“ segir Birta. „Mig langaði að gera salinn að nánast einu stóru málverki og það passar mjög vel við þessa myndlist, að leyfa þessu öllu að flæða saman, nánast í eitt. Mér finnst áhugaverðara að vinna með rýmið á þennan hátt frekar en hengja verkin upp á hvíta veggi og lýsa þau upp; það er áhugaverðara að skapa upplifun í rýminu. Að nota rýmið. Mér finnst þessi salur frábær fyrir þessa sýningu. Rýmið er að mörgu leyti erfitt, með þessa miklu lofthæð, það er skrýtið í laginu og margt í gangi; gamall salur og nýbygging mætast, en salurinn passar ótrúulega vel fyrir þessa sýningu hér.“ „Allt virðist vera leyfilegt og við sjáum hér óhamið tjáningafrelsi,“ segir Birta Fróðadóttir sýningar- stjóri. Hún er hér hjá verkum eftir Þorvald Jónsson, Helga Þórsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Morgunblaðið/Einar Falur „Hendi,“ nýtt málverk eftir Helga Þórsson. 2.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Í tilefni af bandarísku hrekkjavökunni hylla Svartir sunnudagar í Bíó paradís leikstjórann Clive Barker. Á sunnudagskvöld verða tvær hans þekktustu hryllingsmyndir sýndar, Candyman klukkan 20 og Hell- raiser klukkan 22. 2 Útskriftarnemar í myndlist við LHÍ opna sýningu í Skaft- felli á Seyðisfirði á laugardag kl. 16. Bjóða þeir upp á soðningu, fisk sem þeir veiddu úti í firðinum. Sýning þeirra SOÐ var unnin á námskeiði þar í bæ við Diet- er Roth-akademíuna. 4 Degi myndlistar er fagnað í dag, laugardag. Af því tilefni opna listamenn víða um land vinnustofur sínar kl. 14 til 17 og verða með heitt á könnunni. Eru landsmenn hvattir til að fara í heim- sókn. Sjá: www.dagurmyndlistar.is 5 Eftir hádegi á laugardag og sunnudag situr Ragnar Kjartansson í menningar- húsinu Skúrnum, sem hefur verið komið fyrir við hús Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesi, og mál- ar mynd af Bjarna Friðrik Jónssyni, sem hann kallar Bjarna bömmer, meðan þeir hlusta á lagið „Take it Easy“. Málverk Ragnars verður síðan sýnt í Skúrnum. 3 Útvarpsleikhúsið á Rás 1 flyt- ur á sunnudag kl. 13 gaman- leikinn „Lán til góðverka“ eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Leikendur eru þau Víkingur Krist- jánsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. MÆLT MEÐ 1 lagasetningu en við sitjum upp með þetta um- hverfi sem hefur verið byggt,“ segir hún. „Það er búið að sýna fram á að hér á landi er mun meiri spilling en fólki var talin trú um. Svo er enn hættara við spillingu í bygg- ingariðnaðinum en á mörgum öðrum sviðum því þar eru svo miklir peningar í húfi. Bank- arnir sjálfir hafa verið með byggingafyrirtæki á sínum snærum, sem getur ekki talist eðli- legt samkeppnisumhverfi, og þeir höfðu hag af því að sem mest væri byggt. Byggingar eiga að duga lengi og eitt af vandamálunum er að margir sem hafa mest að segja um hönnun umhverfisins þurfa ekki að búa í þeim sjálfir og hvatinn er skamm- tímagróði frekar en langtímasjónarmið íbúa og sveitarfélaga. Þetta á sérstaklega við um stórfyrirtækin sem hafa fjárhagslegan bak- hjarl í bönkum og tíma til að ýta á sér- meðhöndlun hjá sveitarfélögum. Hrunið sýnir að það getur þýtt miklar fórnir fyrir íbúa að lúta svo öfugsnúnu kerfi. Það þarf ekkert að vera dýrara að byggja gott umhverfi en vont,“ segir Arna. En hvað er til ráða? Hún hefur sínar hug- myndir um það. „Við þurfum að losna við alla þessa milliliði, og fólk sem hyggst byggja þarf að tala beint við arkitektinn svo hann geti unnið fyrir íbúa milliliðalaust. Hann hugsar um hvað er best fyrir þá sem búa í byggingunni og þurfa að nota hana til fram- tíðar; síðan er hægt að ráða hina aðilana til að reisa húsin. Þetta á auðvitað líka við um breytingar á umhverfinu, en ekki bara ný- byggingar. Hvers vegna eiga verktakar að ráða hvernig fólk býr í framtíðinni? Fólk get- ur fengið miklu meira fyrir peninginn ef það gætir þess að hönnunin sé góð og því í hag, allt byggingarferlið. Þetta verður sífellt al- gengara módel, til dæmis í Þýskalandi.“ Hún nefnir það sem kallað er „cohousing“ og „eco- villages“. „Hópar fólks taka sig þar saman, ákveða í félagsskap hvernig lífi það vill lifa og fær umhverfið hannað samkvæmt því. Það hlýtur að vera betra fyrir einstaklingana að vera herrar yfir eigin lífi en að taka bara það sem þeim er rétt. Sérstaklega þegar kemur að stærstu fjárfestingu flestra, eigin heimili. Svo er það hlutverk hins opinbera að gera þetta auðvelt og passa upp á heildarmynd- ina,“ segir Arna. „Fólk getur fengið miklu meira fyrir peninginn ef það gætir þess að hönnunin sé góð og því í hag, allt byggingarferlið,“ segir Arna Mathiesen. Morgunblaðið/Þórður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.