Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 3

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 3
Eins og fram kemur í grein formanns STÍL hér í blaðinu þá óttast margir tungumála­ kennarar að „máladeildir framhaldsskól­ anna muni líða undir lok, og mikilvægi tungumálanáms verði vanmetið, þar sem þriðja og fjórða mál verða ekki lengur hluti af kjarnanum í nýju skipulagi.“ Mörgum finnst þetta skjóta skökku við þar sem það hefur kannski aldrei verið meiri þörf fyrir góða kunnáttu í hinum ýmsu tungumál­ um. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu bendir margt til þess að fólk sæki í auknu mæli um vinnu erlendis og íslenskir námsmenn horfa til þeirra Evrópulanda þar sem skólagjöld eru viðráðanleg. Þetta felur í sér að íslenska skólakerfið verður að hafa áfram í kjarna a.m.k. þau tungumál sem nú eru kennd í framhaldsskólum landsins. Ný stefna í menntamálum gefur okkur líka tækifæri til þess að fara upp úr hjól­ förunum og breyta áherslum í kennslu og námsmati. Margir tungumálakennarar eru farnir að huga að samþættingu náms, breyt­ ingum á matsaðferðum og kennsluháttum. Þá má einnig nefna aukna áherslu á sjálf­ stæði nemenda, ábyrgð þeirra á eigin námi og breytt hlutverk kennarans. Haustblað Málfríðar endurspeglar þessa umræðu og grósku meðal tungumálakenn­ ara um allt land sem sést ekki síst á fjöl­ breytilegu og metnaðarfullu starfi fagfélag­ anna innan STÍL. Efnisyfirlit Ritstjórnarrabb . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Í deiglunni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Strømpeteater og talebobler – Byrjendakennsla í dönsku í íslenskum grunnskólum . . . . . . . . . . . . . . 7 FEKÍ félag enskukennara á Íslandi og ESU (The English Speaking Union). . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 FEKÍ . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Ertu ekki örugglega á netfangalista fagfélagsins þíns? . 14 Starfsemi Félags þýskukennara á Íslandi . . . . . . . . . . . 15 Which way to go? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 A study of incidental and intentional vocabulary acquisition . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 FEKÍ fertugt og evrópski tungumáladagurinn . . . . . . 19 Heimsþing frönskukennara í júlí 2008 . . . . . . . . . . . . . 20 Námskeið fyrir þýskukennara á vegum Goethe stofnunarinnar í München sumarið 2009 . . . . . . . . 21 Meira nemendasjálfstæði í þýskukennslu . . . . . . . . . . 21 Nýjar leiðir í Norðlingaholti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23 Alþjóðleg ráðstefna þýskukennaraí Jena og Weimar . 26 Hvað er í gullakistunni? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Íslenska á allra vörum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Íslenskuspilið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30 „Schulen Partner der Zukunft“, PASCH . . . . . . . . . . . 31 Intercultural education – better education for everyone? . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Málfríður tímarit Samtaka tungumálakennara, 1. tbl. 2009 Forsíðumynd: Jóra Jóhannsdóttir Frá hátíðadagskrá í tilefni af evrópska tungumáladeginum og 40 ára afmælis FEKÍ. Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Bryndís Helgadóttir Halla Thorlacius Sigurður Ingólfsson Prófarkalestur: Eygló Eiðsdóttir Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Umbrot, prentun og bókband: Oddi Póstfang Málfríðar: Pósthólf 1110 128 Reykjavík Ritstjórnarrabb Eftirtalin félög tungumálakennara eiga fulltrúa í ritstjórn Málfríðar 2009: Félag dönskukennara: Bryndís Helgadóttir Iðnskólanum Hafnarfirði heimasími: 557 4343 netfang: bryndis.helgadottir@idnskolinn.is Félag enskukennara: Halla Thorlacius Garðaskóla heimasími: 552 4509 netfang: halla@gardaskoli.is Félag frönskukennara: Dr. Sigurður Ingólfsson Menntaskólanum Egilsstöðum heimasími: 471 2110 netfang: si@me.is Félag þýskukennara: Ásmundur Guðmundsson Menntaskólanum í Reykjavík heimasími: 555 1075 netfang: asmgud@mr.is

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.