Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 15

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 15
Starfsemi í Félagi þýskukennara hefur vaxið jafnt og þétt. Þetta er þróun sem hinn almenni kennari hefur fundið fyrir í sínu lífi og starfi þar sem rafræn samskipti hafa haldið innreið sína. Kennarar þekkja það að eyða stundum meiri tíma við tölvuna en í kennslustofunni. Stjórn og félagsmenn eiga nánast í daglegum rafrænum samskiptum og er það mikill munur frá því áður fyrr en eykur þar með á starf og umsjón stjórnarmanna. Stjórn félagsins hittist minnst 3 – 4 sinnum á ári fyrir utan samskipti á vefnum. Aðalfundir eru haldnir ár hvert í mars og fulltrúafundir/deildarstjórafundir eru haldnir í október. Félagið heldur námskeið eða ráðstefnu á hverju ári, hér á landi eða í útlöndum. Félagsmenn hafa einnig verið duglegir að sækja ráð­ stefnur og námskeið í útlöndum sem haldin eru á vegum erlendra félaga. Við erum í góðu samstarfi við Goethe stofnun en þar er boðið upp á fjölda námskeiða sem bjóðast þýskukennurum og eru vel styrkt. Einnig höfum við til margra ára sótt námskeið til Lübeck sem haldin eru af Deutsche Auslandgesellschaft. Þangað hefur stór hópur þýskukennara sótt í gegnum tíðina. Stærsti viðburðurinnn á þessu ári var ferð á alheims­ ráðstefnu þýskukennara sem haldin var í ágúst í Jena/ Weimar í Þýskalandi. Þangað fór 17 manna hópur kenn­ ara á framhaldsskóla­ og háskólastigi. Þessi ráðstefna er haldin fjórða hvert ár og stendur í viku. Þátttakendur voru um 3000 talsins alls staðar að úr heiminum. Félagið er einnig meðlimur Félags þýskukennarafélaga (IDV – Internationaler Deutschlehrerverein) sem eru regnhlífarsamtök fyrir öll þýskukennarafélög í heim­ inum. Þessi samtök héldu í framhaldi af ráðstefnunni aðalfund sinn sem haldinn er á 2ja ára fresti og sótti formaður fundinn. Fundinn sóttu 73 fulltrúar frá jafn­ mörgum félögum. Frásögn af alheimsráðstefnu þýsku­ kennara í Jena/Weimar má finna hér í blaðinu. Póstlisti félagsmanna hefur verið í gangi alllengi og er mikið notaður til að koma skilaboðum og upplýsingum til félagsmanna. Einnig hefur félagið opnað vefsíðu innan KÍ­vefsins og bindum við mikl­ ar vonar við hana. Vefslóðin er http://ki.is/daf. Hugmyndin er einnig að koma fyrir innri vef þar sem kennarar geta viðrað skoðanir sínar og talað um námsefni, próf, námsmat og fl. og er hann í vinnslu. Félagið hélt í vor samráðsfund fyrir félagsmenn þar sem rætt var um námsbækur og skipst á skoð­ unum og reynslu. Margir skólar eru nú að skipta um kennsluefni til samræmis við ný framhaldsskólalög og nýjar viðmiðunarreglur í kennslu tungumála. Í bígerð er að halda annan fund í haust og ræða þá um annað efni, hraðlestrarbækur og fl. Félag þýskukennara er í góðri samvinnu við PASCH­skólann, Borgarholtsskóla. Félagið hvetur félagsmenn til að sækja námskeið á vegum PASCH­verkefnisins sem er skýrt frá í þessu tölublaði og tekur félagið einnig þátt í samráðsfund­ um. Nokkur námskeið hafa þegar verið haldin með góðri þátttöku. Þessir aðilar eru einnig í samvinnu við þýskudeild Háskóla Íslands. Sendiráð Þýska lýðveldisins, Deutsche Botschaft, hefur verið í samstarfi við Þýskukennarafélagið til margra ára. Fyrir hönd Þýska Lýðveldisins veitir sendiráðið verðlaun í þýskukeppni framhaldsskól­ anna sem haldin er í febrúar á hverju ári. Sendiráðið veitir einnig bókaverðlaun á stúdentsprófi í öllum framhaldsskólum landsins. Í tilefni af stórum atburðum í þýskri sögu, eins og 20 ára falli Berlínarmúrsins, nú 9. nóv. er ýmislegt ráðgert á vegum þýska sendiráðsins, HÍ og Félags þýskukennara. Haldin verða erindi og sýndar kvik­ myndir og fl. sem á eftir að koma í ljós síðar. Félagið hefur miðlað upplýsingum til félags­ manna t.d. í gegnum póstlistann. Stjórnin vakti nú síðast athygli félaga á samkeppni sem Goethe stofn­ um stendur fyrir um gerð stuttmyndar og eru þátt­ takendur frá öllum heiminum. Verðlaun eru vegleg og íslenskir nemendur eru ágætlega tæknivæddir til að takast á við svona verkefni. Nokkuð hefur verið reynt að koma á Stammtisch en þar hittast félagar og fá sér bjór og rabba að hætti Þjóðverja. Stundum hefur þetta tekist eftir fundi og þá heppnast vel og er þetta góður vettvangur til að hittast og ræða málin óformlega. MÁLFRÍÐUR 1 Starfsemi Félags þýskukennara á Íslandi Ragna Kemp er formaður Félags þýskukennara á Islandi.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.