Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 6
 MÁLFRÍÐUR Höldum áfram með hugtakið þrívídd í þeim skiln­ ingi að fara með kennsluna „alla leið.” Þar á ég við alla leið inn í aðstæður þar sem fagið nýtist nem­ andanum til að meðtaka ákveðnar upplýsingar, og koma skilaboðum frá sér þannig að aðrir hafi gagn af; að nemandinn geti tekið virkan þátt í samskiptum innan greinarinnar á þann hátt að hann og aðrir geti unnið það áfram. Í uppbyggingu íslensks samfélags á leið sinni út úr hremmingunum er aukin þörf en ekki minni fyrir góða tungumálakunnáttu. Við þurf­ um nauðsynlega að auka hæfni okkar til að geta á árangursríkan máta gert okkur skiljanleg á erlend­ um málum, túlkað okkur sjálf og menningu okkar, skilið til hlítar viðmælendur okkar og verið vel hæf í því ferli að senda frá okkur og meðtaka upplýsingar milli menningarheima. Meðal tækifæranna sem leynast í endurskoð­ un kennslufyrirkomulagsins er aukin samþætting greina, þar sem tungumálin hafa óendanlega blönd­ unarmöguleika. Það mætti hugsa sér að tungu­ málakennari og annar faggreinakennari samnýttu krafta sína í ljósi tengsla greinarinnar við ákveðin tungumál. Ef íslenskir námsmenn sækja helst fram­ haldsmenntun í félagsgreinum til Norðurlanda, mætti útfæra námskeið þar sem annar kennaranna væri tungumálakennari og hinn félagsgreinakenn­ ari. Slíka samvinnu má útfæra á marga vegu; les­ efnið gæti að hluta til verið á erlenda málinu, koma mætti í kring aðstæðum þar sem hluti hóps eða samstarfsaðili væri útlendur, t.d. að nemendur settu fram niðurstöður verkefna á erlenda málinu til að bera undir, ímyndaða eða alvöru, samverkamenn í útlöndum, nemendur skiluðu verkefnum sínum á báðum tungumálum, og svo framvegis. Saga, lista­ saga, heimspeki og fleiri greinar gætu átt samleið með frönsku, spænsku, ítölsku og þýsku og mögu­ leikarnir eru óþrjótandi. Ég deili þessum hugmynd­ um hér ekki til þess að finna verkefni fyrir kenn­ ara sem annars myndu missa vinnuna, ég set þær fram í tilraun til að hugsa upp nýjar víddir innan nýs skipulags, fyrir hæfni sem við vitum að þarf nauðsynlega að rækta með þjóðinni. Spurningin er hvernig við finnum farveg innan menntakerfisins til að tryggja að áfram verið hlúð að hæfni Íslendinga til samskipta við umheiminn, og er greinilegt á stöðu okkar í samtímanum að þar þarf að bæta í frekar en að draga úr. Tungumálakennarar skilja mikilvægi tungu­ málakunnáttu í víðri merkingu, og er fullljós þessi þörf. Það er því í okkar verkahring að sjá til þess að samfélagið geri það líka. Ég legg áherslu á að þessi orðræða er ekki spunnin af eiginhagsmunahyggju til varnar störfum tungumálakennara, heldur vegna þess að þörfin hefur aldrei verið brýnni. •• Nýstárleg útgáfa af Hrafnkels sögu þar sem fléttað er saman sögutexta og ýmsum áhuga- verðum upplýsingum sem gerir ferðalag á söguslóðir bæði auðvelt og spennandi. Hrafn- kels saga er með þekktari Íslendingasögum og hefur hróður hennar borist langt út fyrir landsteinana. Auk sögutextans sjálfs er í bókinni að finna ítarefni sem varpar ljósi á samfélagsmynd sögutímans. Þá hafa verið unnin ítarleg kort sem gera lesendum og ferðalöngum kleift að glöggva sig nánar á staðháttum, hvar söguskilti og gönguleiðir er að finna og hvernig best megi haga ferðum með tilliti til áhuga, getu og langana þeirra sem leggja upp í ferð um söguslóðirnar. Hrafnkels saga Freysgoða Brautarholti 8 • 105 Reykjavík Sími 562 3370 • www.idnu.is Hrafnkels s aga Freysgoða Kort og gön guleiðir H r a fn k e ls s a g a F r e y s g o ð a

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.